Gerist á enda heimsins – þar sem kalt er í veðri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 10:00 "Það kann enginn að meta ofbeldi í verunni en það gildir annað í myndasöguheiminum,“ segir Pétur Hrafn. Vísir/Vilhelm „Ég hef alltaf skissað og byrjaði á sérstökum karakterum fyrir svona tíu árum, þeir eru uppistaðan í nýju bókinn sem varð til hægt og rólega. Ég vissi ekki hvort hún mundi nokkurn tíma klárast,“ segir Pétur Hrafn Valdimarsson prentari um teiknimyndabók sem hann hefur gert. Í bígerð er að þýða bókina á íslensku enda benda fjöll og firðir á bókarkápunni til þess að hún gerist á Íslandi. Höfundur er þó loðinn í svörum þegar hann er krafinn sagna um söguslóðir.Kápa teiknimyndasögunnar.„Efnið gerist á einum vaktaskiptum í frystihúsi á enda heimsins, gæti verið hvar sem er þar sem dálítið kalt er í veðri. Söguþráðurinn er enginn. Ég passa mig á að hafa hvorki sögu né rauðan þráð. Bara bunka af bröndurum, líkamlegt ofbeldi og grín,“ segir hann. „Kung fusion er eins og Prúðu leikararnir, ekki saga heldur sýning og þó enginn kunni að meta ofbeldi í verunni þá gildir annað um myndasöguheiminn. Ofbeldi þar er svolítið eins og að detta á hausinn, það hlæja allir að því. Hann segir ansi marga karaktera koma við sögu í bókinni en þeir skiptist hratt út, eftir því hver sé laminn og hver uppistandandi.Hér er allt í háalofti!Pétur Hrafn er frá Selfossi en hefur búið í Danmörku frá árinu 1996. Hann vinnur á bókasafni í Gentofte en er lærður prentari og hefur unnið í pósti, hreingerningum og hinu og þessu, að eigin sögn. Kann hann vel við sig í Danaveldi? „Já, ég er bara svo skotinn í Kaupmannahöfn og á þar marga vini, fór út í ævintýri og er enn staddur í því ævintýri.“ Teiknimyndasagan er í ljósrituðu, litlu upplagi og ekkert eintak hefur verið selt. „Ég skrifaði söguna á dönsku og dreifði henni á nokkur forlög í Danmörku en hef engin viðbrögð fengið svo ég veit ekki hvort nokkur hefur lesið hana enn nema nánustu ættingjar og vinir,“ segir Pétur Hrafn. Næst á dagskrá er að finna réttu frasana í íslensku þýðinguna að sögn Péturs Hrafns. En er kominn titill? „Nei, mér datt helst í hug: Heima er best – ískalt. Það er vinnutitill ennþá.“ Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Ég hef alltaf skissað og byrjaði á sérstökum karakterum fyrir svona tíu árum, þeir eru uppistaðan í nýju bókinn sem varð til hægt og rólega. Ég vissi ekki hvort hún mundi nokkurn tíma klárast,“ segir Pétur Hrafn Valdimarsson prentari um teiknimyndabók sem hann hefur gert. Í bígerð er að þýða bókina á íslensku enda benda fjöll og firðir á bókarkápunni til þess að hún gerist á Íslandi. Höfundur er þó loðinn í svörum þegar hann er krafinn sagna um söguslóðir.Kápa teiknimyndasögunnar.„Efnið gerist á einum vaktaskiptum í frystihúsi á enda heimsins, gæti verið hvar sem er þar sem dálítið kalt er í veðri. Söguþráðurinn er enginn. Ég passa mig á að hafa hvorki sögu né rauðan þráð. Bara bunka af bröndurum, líkamlegt ofbeldi og grín,“ segir hann. „Kung fusion er eins og Prúðu leikararnir, ekki saga heldur sýning og þó enginn kunni að meta ofbeldi í verunni þá gildir annað um myndasöguheiminn. Ofbeldi þar er svolítið eins og að detta á hausinn, það hlæja allir að því. Hann segir ansi marga karaktera koma við sögu í bókinni en þeir skiptist hratt út, eftir því hver sé laminn og hver uppistandandi.Hér er allt í háalofti!Pétur Hrafn er frá Selfossi en hefur búið í Danmörku frá árinu 1996. Hann vinnur á bókasafni í Gentofte en er lærður prentari og hefur unnið í pósti, hreingerningum og hinu og þessu, að eigin sögn. Kann hann vel við sig í Danaveldi? „Já, ég er bara svo skotinn í Kaupmannahöfn og á þar marga vini, fór út í ævintýri og er enn staddur í því ævintýri.“ Teiknimyndasagan er í ljósrituðu, litlu upplagi og ekkert eintak hefur verið selt. „Ég skrifaði söguna á dönsku og dreifði henni á nokkur forlög í Danmörku en hef engin viðbrögð fengið svo ég veit ekki hvort nokkur hefur lesið hana enn nema nánustu ættingjar og vinir,“ segir Pétur Hrafn. Næst á dagskrá er að finna réttu frasana í íslensku þýðinguna að sögn Péturs Hrafns. En er kominn titill? „Nei, mér datt helst í hug: Heima er best – ískalt. Það er vinnutitill ennþá.“
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira