Viðskipti innlent

Salka stofnar de la Sól

ingvar haraldsson skrifar
Nóg er að gera hjá Sölku Sól þessa dagana.
Nóg er að gera hjá Sölku Sól þessa dagana. vísir/ernir
Tónlistakonan Salka Sól Eyfeld hefur stofnað félagið de la Sól ehf. samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Salka segist hafa stofnað félagið utan um sjálfa sig þar hún starfi sem verktaki á mörgum vígstöðvum.

Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að tilgangur félgsins sé opinber flutningur tónlistar, útgáfa tónlistar, talsetning inn á sjónvarpsefni og auglýsingar, markaðsetning á vörum fyrir þriðja aðila, lánastarfsemi og önnur sú starfsemi sem stjórn félagsins ákveður hverju sinni.

Salka segir að mikið sé framundan hjá sér enda Iceland Airwaves hafið þar sem hún er að spila. Þá muni hún halda áfram að vinna upp í Þjóðleikhúsi en Salka vann tónlistina við leikritið um Hróa hött. Einnig sé mikil jólatörn framundan eins og hjá fleiri tónlistamönnum.

„Ég sé ekki fram á mikið frí, en þetta er gaman,“ segir Salka.


Tengdar fréttir

Arnar Freyr segist ekki vera í sambandi með Sölku Sól

Sjónvarps- og söngkonan Salka Sól Eyfeld og rapparinn Arnar Freyr Frostason snæddu kvöldverð saman á veitingarstaðnum Frederiksen í Hafnarstræti á dögunum og gengu hönd í hönd um miðbæinn.

Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband frá East of my Youth og Sölku Sól

"Lagið heitir You're the one og er upphaflega frekar rólegt lag samið af Adanowsky og Devendra Banhart,“ segir Guðni Einarsson, sem er í hljómsveitinni East of my Youth en sveitin frumsýnir nýtt myndband við lagið á Vísi í dag en Salka Sól Eyfeld kemur að laginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×