Mikil bílasala á Ítalíu og Spáni Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2015 14:11 Bílaumferð á Spáni. Það er ekki bara hérlendis sem bílasala er með ágætum því í S-Evrópulöndunum Ítalíu og Spáni gekk bílasala mjög vel og í Frakklandi varð einnig lítillegur vöxtur. Á Ítalíu, sem er fjórða stærsta bílasöluland álfunnar var 8,5% vöxtur og þar seldust 132.929 bílar í mánuðinum. Þar í landi var mjög góð sala í Fiat/Chrysler bílum og í þýsku lúxusbílamerkjunum. Á Ítalíu hefur flesta mánuði ársins verið meira en 10% vöxtur og því er ef til vill aðeins að hægja á sölunni. Sala Mercedes Benz og BMW á Ítalíu jókst um 27% í október og sala Audi um 18% og er þessi góða sala lúxusbíla til merkis um batnandi efnahag í landinu. Á Spáni jókst bílasala um 5,2% í október og þar seldust 80.005 bílar. Er það besti október þar á landi frá 2009 og 26. mánuðurinn í röð þar sem vöxtur er í bílasölu. Í Frakklandi var 0,6% vöxtur en hafa verður í huga að í október í ár voru tveimur færri bílasöludagar en í október í fyrra. Salan í mánuðinum á undan, í september, var 26% meiri en árið á undan. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent
Það er ekki bara hérlendis sem bílasala er með ágætum því í S-Evrópulöndunum Ítalíu og Spáni gekk bílasala mjög vel og í Frakklandi varð einnig lítillegur vöxtur. Á Ítalíu, sem er fjórða stærsta bílasöluland álfunnar var 8,5% vöxtur og þar seldust 132.929 bílar í mánuðinum. Þar í landi var mjög góð sala í Fiat/Chrysler bílum og í þýsku lúxusbílamerkjunum. Á Ítalíu hefur flesta mánuði ársins verið meira en 10% vöxtur og því er ef til vill aðeins að hægja á sölunni. Sala Mercedes Benz og BMW á Ítalíu jókst um 27% í október og sala Audi um 18% og er þessi góða sala lúxusbíla til merkis um batnandi efnahag í landinu. Á Spáni jókst bílasala um 5,2% í október og þar seldust 80.005 bílar. Er það besti október þar á landi frá 2009 og 26. mánuðurinn í röð þar sem vöxtur er í bílasölu. Í Frakklandi var 0,6% vöxtur en hafa verður í huga að í október í ár voru tveimur færri bílasöludagar en í október í fyrra. Salan í mánuðinum á undan, í september, var 26% meiri en árið á undan.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent