Chris Coleman svarar Wenger fullum hálsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 17:30 Chris Coleman fagnar með leikmönnum sínum þegar EM-sætið var í húsi hjá velska landsliðinu. Vísir/Getty Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, var mjög ósáttur með ásakanir Arsene Wenger en knattspyrnustjóri Arsenal kenndi starfsliði velska landsliðsins um meiðsli Aaron Ramsey. Aaron Ramsey meiddist í Meistaradeildarleik á móti Bayern München og hefur ekki spilað síðan. Hann verður í fyrsta lagi með Arsenal eftir landsleikjahlé. Ramsey meiddist aftan í læri í Bayern-leiknum 20. október síðastliðinn og Wenger sagði ástæðuna hafa verið of mikið álag. Ramsey hafði spilað með Arsenal á móti Watford þremur dögum áður en Wenger ákvað samt að væla yfir því að velski miðjumaðurinn hafi spilað á móti Andorra í leik sem skipti litlu máli þar sem Wales var búið að tryggja sér sæti á EM. Wenger viðurkenndi að hann hafi verið að hugsa um að hvíla Ramsey á móti Watford en sagði jafnframt að leikurinn sem hann átti að hvíla hafi verið sá á móti Andorra þar sem Ramsey skoraði annað af mörkum velska landsliðsins. „Ef Wenger hefur eitthvað út mig eða mitt val að setja þá hvet ég hann til þess að hringja í mig og ég skal glaður keyra á æfingasvæði Arsenal,“ sagði Chris Coleman við Sky Sports. „Starf okkar er nógu erfitt þótt að við notum ekki tækifærið til að skjóta á hvern annan. Þetta var fyrir neðan beltisstað," sagði Chris Coleman sem gaf það um leið út að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá læknaliði Arsenal um stöðuna á Aaron Ramsey. „Ég heyrði ekki neitt frá neinum hjá Arsenal og það er ekkert annað en grænt ljós í mínum huga," sagði Coleman. „Skoðið bara það sem Wenger sagði á þessum fundi. Hann hringdi í Roy Hodgson og varaði hann við vegna stöðunnar á Theo Walcott. Hann hringdi ekki í mig. Fimm mínútna samtal hefði verið nóg. Hann hefði beðið mig um að fara varlega með Aaron og ég hefði hlýtt því. Ég fékk ekkert símtal," sagði Coleman. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Enginn hefur meiðst oftar en Wayne Rooney | Sjáið topp 20 listann Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru enn á ný á sjúkrabekknum hjá Arsenal en þeir eru samt hvorki leikmennirnir sem hafa meiðst oftast í ensku úrvalsdeildinni né hjá Arsenal. 30. október 2015 11:30 Wenger: Réttu leikmennirnir voru ekki í boði Arsene Wenger sagði að ástæðan fyrir því að Arsenal hefði ekki bætt við sig leikmanni undir lok félagsskiptagluggans vegna þess að enginn þeirra leikmanna sem í boði voru hefðu verið þess virði. 10. september 2015 19:00 Fimmti sigur Arsenal í röð | Sjáðu mörkin Arsenal er á miklu skriði þessar vikurnar og í dag vann liðið sinn fimmta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar það sótti Swansea City heim. 31. október 2015 17:00 Skytturnar endurheimtu 2. sætið | Sjáðu mörkin Arsenal endurheimti 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni með 0-3 sigri á Watford á Vicarage Road í dag. 17. október 2015 18:15 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, var mjög ósáttur með ásakanir Arsene Wenger en knattspyrnustjóri Arsenal kenndi starfsliði velska landsliðsins um meiðsli Aaron Ramsey. Aaron Ramsey meiddist í Meistaradeildarleik á móti Bayern München og hefur ekki spilað síðan. Hann verður í fyrsta lagi með Arsenal eftir landsleikjahlé. Ramsey meiddist aftan í læri í Bayern-leiknum 20. október síðastliðinn og Wenger sagði ástæðuna hafa verið of mikið álag. Ramsey hafði spilað með Arsenal á móti Watford þremur dögum áður en Wenger ákvað samt að væla yfir því að velski miðjumaðurinn hafi spilað á móti Andorra í leik sem skipti litlu máli þar sem Wales var búið að tryggja sér sæti á EM. Wenger viðurkenndi að hann hafi verið að hugsa um að hvíla Ramsey á móti Watford en sagði jafnframt að leikurinn sem hann átti að hvíla hafi verið sá á móti Andorra þar sem Ramsey skoraði annað af mörkum velska landsliðsins. „Ef Wenger hefur eitthvað út mig eða mitt val að setja þá hvet ég hann til þess að hringja í mig og ég skal glaður keyra á æfingasvæði Arsenal,“ sagði Chris Coleman við Sky Sports. „Starf okkar er nógu erfitt þótt að við notum ekki tækifærið til að skjóta á hvern annan. Þetta var fyrir neðan beltisstað," sagði Chris Coleman sem gaf það um leið út að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá læknaliði Arsenal um stöðuna á Aaron Ramsey. „Ég heyrði ekki neitt frá neinum hjá Arsenal og það er ekkert annað en grænt ljós í mínum huga," sagði Coleman. „Skoðið bara það sem Wenger sagði á þessum fundi. Hann hringdi í Roy Hodgson og varaði hann við vegna stöðunnar á Theo Walcott. Hann hringdi ekki í mig. Fimm mínútna samtal hefði verið nóg. Hann hefði beðið mig um að fara varlega með Aaron og ég hefði hlýtt því. Ég fékk ekkert símtal," sagði Coleman.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Enginn hefur meiðst oftar en Wayne Rooney | Sjáið topp 20 listann Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru enn á ný á sjúkrabekknum hjá Arsenal en þeir eru samt hvorki leikmennirnir sem hafa meiðst oftast í ensku úrvalsdeildinni né hjá Arsenal. 30. október 2015 11:30 Wenger: Réttu leikmennirnir voru ekki í boði Arsene Wenger sagði að ástæðan fyrir því að Arsenal hefði ekki bætt við sig leikmanni undir lok félagsskiptagluggans vegna þess að enginn þeirra leikmanna sem í boði voru hefðu verið þess virði. 10. september 2015 19:00 Fimmti sigur Arsenal í röð | Sjáðu mörkin Arsenal er á miklu skriði þessar vikurnar og í dag vann liðið sinn fimmta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar það sótti Swansea City heim. 31. október 2015 17:00 Skytturnar endurheimtu 2. sætið | Sjáðu mörkin Arsenal endurheimti 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni með 0-3 sigri á Watford á Vicarage Road í dag. 17. október 2015 18:15 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Enginn hefur meiðst oftar en Wayne Rooney | Sjáið topp 20 listann Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru enn á ný á sjúkrabekknum hjá Arsenal en þeir eru samt hvorki leikmennirnir sem hafa meiðst oftast í ensku úrvalsdeildinni né hjá Arsenal. 30. október 2015 11:30
Wenger: Réttu leikmennirnir voru ekki í boði Arsene Wenger sagði að ástæðan fyrir því að Arsenal hefði ekki bætt við sig leikmanni undir lok félagsskiptagluggans vegna þess að enginn þeirra leikmanna sem í boði voru hefðu verið þess virði. 10. september 2015 19:00
Fimmti sigur Arsenal í röð | Sjáðu mörkin Arsenal er á miklu skriði þessar vikurnar og í dag vann liðið sinn fimmta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar það sótti Swansea City heim. 31. október 2015 17:00
Skytturnar endurheimtu 2. sætið | Sjáðu mörkin Arsenal endurheimti 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni með 0-3 sigri á Watford á Vicarage Road í dag. 17. október 2015 18:15