BL hefur selt 3.020 bíla fyrstu 10 mánuði ársins Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2015 14:50 Hyundai er söluhæsta merki BL það sem af er ári. Bifreiðaumboðið BL ehf. seldi 3020 fólks- og sendibíla fyrstu tíu mánuði ársins sem er aukning um 970 bíla miðað við sama tímabil í fyrra þegar umboðið seldi 2050 bíla á tímabilinu. Þetta kemur fram í skráningartölum Samgöngustofu. BL er fyrsta bílaumboðið til að rjúfa þrjú þúsund bíla múrinn frá hruni. Söluhæsta merkið hjá BL það sem af er ári er Hyundai, í öðru sæti Renault og Nissan í því þriðja en þessi merki voru með tæp 69% sölu fyrirtækisins fyrstu tíu mánuði ársins. Önnur merki BL mega einnig vel við una, ekki síst Dacia með vel á fjórða hundrað selda bíla og 133% aukningu, og einnig lúxusbílarnir frá Jaguar Land Rover og BMW sem eru með rúmlega 34% hlutdeild á lúxusbílamarkaði. Þá hefur sala á Subaru aukist um 91% frá sama tíma 2014, sem einkum er rakið til mikilla vinsælda hins nýja og endurhannaða Outback. Heildarmarkaður í sölu nýrra fólks- og sendibíla á landinu jókst um 42% fyrstu tíu mánuðina miðað við sama tímabil 2014. Á sama tíma jókst markaðshlutdeild BL um 47%, eða 5 prósentum meira en markaðurinn í heild.100% aukning til bílaleiga það sem af er seinni árshelmingiÁ sama tíma og heildarmarkaður í sölu nýrra fólks- og sendibíla jókst um 42% jókst sala bifreiðaumboða landsins til bílaleiganna um 35% miðað við sama tímabil í fyrra. Sé hins vegar einungis litið til síðari hluta ársins (júlí til og með október) sést að nýskráningar á bílaleigubílum eru 100% fleiri á tímabilinu heldur en á sama tíma 2014. Alls voru skráðir 572 bílaleigubílar í júlí, ágúst, september og október en 286 á sama tíma í fyrra. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent
Bifreiðaumboðið BL ehf. seldi 3020 fólks- og sendibíla fyrstu tíu mánuði ársins sem er aukning um 970 bíla miðað við sama tímabil í fyrra þegar umboðið seldi 2050 bíla á tímabilinu. Þetta kemur fram í skráningartölum Samgöngustofu. BL er fyrsta bílaumboðið til að rjúfa þrjú þúsund bíla múrinn frá hruni. Söluhæsta merkið hjá BL það sem af er ári er Hyundai, í öðru sæti Renault og Nissan í því þriðja en þessi merki voru með tæp 69% sölu fyrirtækisins fyrstu tíu mánuði ársins. Önnur merki BL mega einnig vel við una, ekki síst Dacia með vel á fjórða hundrað selda bíla og 133% aukningu, og einnig lúxusbílarnir frá Jaguar Land Rover og BMW sem eru með rúmlega 34% hlutdeild á lúxusbílamarkaði. Þá hefur sala á Subaru aukist um 91% frá sama tíma 2014, sem einkum er rakið til mikilla vinsælda hins nýja og endurhannaða Outback. Heildarmarkaður í sölu nýrra fólks- og sendibíla á landinu jókst um 42% fyrstu tíu mánuðina miðað við sama tímabil 2014. Á sama tíma jókst markaðshlutdeild BL um 47%, eða 5 prósentum meira en markaðurinn í heild.100% aukning til bílaleiga það sem af er seinni árshelmingiÁ sama tíma og heildarmarkaður í sölu nýrra fólks- og sendibíla jókst um 42% jókst sala bifreiðaumboða landsins til bílaleiganna um 35% miðað við sama tímabil í fyrra. Sé hins vegar einungis litið til síðari hluta ársins (júlí til og með október) sést að nýskráningar á bílaleigubílum eru 100% fleiri á tímabilinu heldur en á sama tíma 2014. Alls voru skráðir 572 bílaleigubílar í júlí, ágúst, september og október en 286 á sama tíma í fyrra.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent