RÚV getur ekki bæði sleppt og haldið Skjóðan skrifar 4. nóvember 2015 09:00 Samkvæmt svartri skýrslu er RÚV ohf. ekki sjálfbært félag. Félagið er mjög skuldsett m.a. vegna lífeyrisskuldbindinga sem fylgdu með í stofnefnahagsreikningi, dagskrár- og framleiðslukostnaður RÚV er nær tvöfaldur á við 365 miðla auk þess sem félagið hefur varið milljörðum í uppsetningu dreifikerfis, sem allt bendir til að sé úrelt. Þá verður ekki betur séð en að RÚV hafi blekkt Kauphöllina um rekstur félagsins, sem er alvarlegt mál. Framlag ríkisins, eða útvarpsgjaldið sem rennur til RÚV, nam rúmlega 3,3 milljörðum sem er næstum 25 prósentum hærri fjárhæð en útvarps- og sjónvarpssvið 365 miðla nær inn með áskriftartekjum fyrir allar sínar stöðvar. Auglýsingatekjur RÚV eru ennfremur næstum 50 prósentum hærri en auglýsingatekjur 365 miðla. Þrátt fyrir þetta skilar ljósvakarekstur 365 miðla nokkur hundruð milljóna rekstrarhagnaði á meðan tap er af rekstri RÚV. Almannaþjónustuhlutverk RÚV skýrir einhvern mun á rekstrarkostnaði en getur varla útskýrt að rekstrargjöld RÚV eru meira en helmingi hærri en rekstrargjöld 365 miðla. Hver er skýringin á því að hjá RÚV starfa 54 starfsmenn við fréttir og íþróttir á meðan 365 kemst af með 25 starfsmenn en heldur þó úti fullri fréttaumfjöllun og mun umfangsmeiri íþróttaumfjöllun en RÚV? Stjórnendur RÚV ákváðu að sjá sjálfir um sölu byggingarréttar á lóð félagsins í stað þess að leita eftir þjónustu sérhæfðra fasteignasala um verðmat og útboð. Þetta er ámælisvert þegar verið er að höndla með almannafé. Árið 2013 var gerður fjögurra milljarða samningur við Vodafone um uppbyggingu dreifikerfis að undangengnu útboði. Nýja dreifikerfið býður ekki upp á gagnvirkni eða Internet. Kostnaðurinn hefði nýst í að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins og lagt grunn að gagnvirku dreifikerfi með Interneti. Það verður því að setja spurningarmerki um það hvort stjórnendur RÚV eru starfi sínu vaxnir. RÚV er eini ríkisfjölmiðillinn í Vestur-Evrópu sem bæði nýtur styrkja af almannafé og fær að keppa óheftur á auglýsingamarkaði. Þetta skekkir alvarlega samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla og er óþolandi, auk þess sem ólíklegt er að þetta samræmist skyldum Íslands samkvæmt EES. Vilji stjórnvöld að RÚV starfi áfram verða þau að skilgreina hlutverk RÚV vandlega, taka það af auglýsingamarkaði og skikka stjórnendur þess til að halda sig innan ramma fjárheimilda. Það er ekki í boði að skuldhreinsa RÚV með því að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar þess og RÚV njóti áfram milljarða framlags af almannafé og keppi auk þess óheft á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld verða að velja á milli þess annars vegar að RÚV verði rekið fyrir almannafé og hins vegar að það keppi á auglýsingamarkaði. Ekki verður bæði sleppt og haldið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Samkvæmt svartri skýrslu er RÚV ohf. ekki sjálfbært félag. Félagið er mjög skuldsett m.a. vegna lífeyrisskuldbindinga sem fylgdu með í stofnefnahagsreikningi, dagskrár- og framleiðslukostnaður RÚV er nær tvöfaldur á við 365 miðla auk þess sem félagið hefur varið milljörðum í uppsetningu dreifikerfis, sem allt bendir til að sé úrelt. Þá verður ekki betur séð en að RÚV hafi blekkt Kauphöllina um rekstur félagsins, sem er alvarlegt mál. Framlag ríkisins, eða útvarpsgjaldið sem rennur til RÚV, nam rúmlega 3,3 milljörðum sem er næstum 25 prósentum hærri fjárhæð en útvarps- og sjónvarpssvið 365 miðla nær inn með áskriftartekjum fyrir allar sínar stöðvar. Auglýsingatekjur RÚV eru ennfremur næstum 50 prósentum hærri en auglýsingatekjur 365 miðla. Þrátt fyrir þetta skilar ljósvakarekstur 365 miðla nokkur hundruð milljóna rekstrarhagnaði á meðan tap er af rekstri RÚV. Almannaþjónustuhlutverk RÚV skýrir einhvern mun á rekstrarkostnaði en getur varla útskýrt að rekstrargjöld RÚV eru meira en helmingi hærri en rekstrargjöld 365 miðla. Hver er skýringin á því að hjá RÚV starfa 54 starfsmenn við fréttir og íþróttir á meðan 365 kemst af með 25 starfsmenn en heldur þó úti fullri fréttaumfjöllun og mun umfangsmeiri íþróttaumfjöllun en RÚV? Stjórnendur RÚV ákváðu að sjá sjálfir um sölu byggingarréttar á lóð félagsins í stað þess að leita eftir þjónustu sérhæfðra fasteignasala um verðmat og útboð. Þetta er ámælisvert þegar verið er að höndla með almannafé. Árið 2013 var gerður fjögurra milljarða samningur við Vodafone um uppbyggingu dreifikerfis að undangengnu útboði. Nýja dreifikerfið býður ekki upp á gagnvirkni eða Internet. Kostnaðurinn hefði nýst í að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins og lagt grunn að gagnvirku dreifikerfi með Interneti. Það verður því að setja spurningarmerki um það hvort stjórnendur RÚV eru starfi sínu vaxnir. RÚV er eini ríkisfjölmiðillinn í Vestur-Evrópu sem bæði nýtur styrkja af almannafé og fær að keppa óheftur á auglýsingamarkaði. Þetta skekkir alvarlega samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla og er óþolandi, auk þess sem ólíklegt er að þetta samræmist skyldum Íslands samkvæmt EES. Vilji stjórnvöld að RÚV starfi áfram verða þau að skilgreina hlutverk RÚV vandlega, taka það af auglýsingamarkaði og skikka stjórnendur þess til að halda sig innan ramma fjárheimilda. Það er ekki í boði að skuldhreinsa RÚV með því að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar þess og RÚV njóti áfram milljarða framlags af almannafé og keppi auk þess óheft á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld verða að velja á milli þess annars vegar að RÚV verði rekið fyrir almannafé og hins vegar að það keppi á auglýsingamarkaði. Ekki verður bæði sleppt og haldið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira