Sjálfakandi framtíðarsýn Benz í Tókýó Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 10:45 Sannarlega framúrstefnulegur bíll. Autonews Mercedes Benz kynnti þennan strumpastrætó á bílasýningunni í Tókýó, sem hófst um miðja síðustu viku. Þarna fer straumlínulagaður afar tæknivæddur bíll sem farþegar hans þurfa ekki að aka, heldur fremur leika sér í öllum tæknibúnaðinum sem í bílnum er. Grill bílsins er upplýst og á að skipta litum eftir því sem hverskonar tónlist farþegar hansvelja sér. Ytra útlit bílsins er naumhyggjulegt og einfalt en afar straumlínulagað. Innanrýmið er hinsvegar afar þægilegt fyrir þá 5 farþega sem bíllinn tekur. Farþegarnir ganga inn um vængjahurð og setjast ekki í hefðbundin bílsæti heldur afar þægilega bekki sem líkjast frekar sófum. LED skjáir eru innan í hliðum bílsins til afþreyingar fyrir farþegana og sci-fi holographic afþreyingarkerfi er einnig í bílnum. Ef í einhverjum tilvikum þurfi einhver að aka bílnum sprettur fram stýri og bílstjórasæti úr einum sófanum. Drifrás bílsins samanstendur bæði af vetnisbrennadi mótor og rafmótorum með 980 km drægni og 190 km þess eingöngu á rafmagni. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent
Mercedes Benz kynnti þennan strumpastrætó á bílasýningunni í Tókýó, sem hófst um miðja síðustu viku. Þarna fer straumlínulagaður afar tæknivæddur bíll sem farþegar hans þurfa ekki að aka, heldur fremur leika sér í öllum tæknibúnaðinum sem í bílnum er. Grill bílsins er upplýst og á að skipta litum eftir því sem hverskonar tónlist farþegar hansvelja sér. Ytra útlit bílsins er naumhyggjulegt og einfalt en afar straumlínulagað. Innanrýmið er hinsvegar afar þægilegt fyrir þá 5 farþega sem bíllinn tekur. Farþegarnir ganga inn um vængjahurð og setjast ekki í hefðbundin bílsæti heldur afar þægilega bekki sem líkjast frekar sófum. LED skjáir eru innan í hliðum bílsins til afþreyingar fyrir farþegana og sci-fi holographic afþreyingarkerfi er einnig í bílnum. Ef í einhverjum tilvikum þurfi einhver að aka bílnum sprettur fram stýri og bílstjórasæti úr einum sófanum. Drifrás bílsins samanstendur bæði af vetnisbrennadi mótor og rafmótorum með 980 km drægni og 190 km þess eingöngu á rafmagni.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent