ISIS liðar tóku mikilvægan bæ af hernum Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2015 17:30 Með sigrinum geta vígamenn ISIS lokað á birgðaflutninga norður frá Damascus. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa hernumið lítinn en einkar mikilvægan bæ nærri Damascus, höfuðborg Sýrlands og helsta vígi forsetans Bashar al-Assad. Minnst 50 meðlimir stjórnarhersins féllu í árásinni samkvæmt aðgerðarsinnum í Sýrlandi. Bærinn Mheen liggur á milli Damascus og borgarinnar Homs, steinsnar frá þjóðvegi sem tengir Damascus við yfirráðasvæði hersins í norðurhluta Sýrlands, eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Sem svo oft áður notuðu vígamennirnir sjálfsmorðsárásir til að veikja stöðu verjenda Mheen áður en árásin hófst.Bandaríkin tilkynntu nýverið að sérsveitarmenn verða sendir til aðstoðar Kúrdum í Sýrlandi.Vísir/GraphicnewsSamkvæmt Independent segjast ISISliðar einnig hafa lagt hald á fjölda vopna og skotfæri í Mheen. Á meðan ISISliðar sækja fram gegn hernum nærri Damascus, heldur sókn hersins gegn uppreisnarhópum og íslamistum áfram norðar í Sýrlandi. Bandaríkin tilkynntu nýverið að sérsveitarmenn yrðu sendir til aðstoðar Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, þar sem þeir berjast gegn Íslamska ríkinu. Þar að auki ætla Bandaríkin að fjölga loftárásum.Reuters fréttaveitan segir að á meðan unnið er að því að fá deiluaðila til að setjast að samningaborðinu, sé lítið útlit fyrir að svo verði á meðan harðir bardagar geisa víða í Sýrlandi. Sérfræðingar segja að allir aðilar reyni nú að stækka yfirráðasvæði sitt svo staða þeirra verði betri í mögulegum viðræðum. Mið-Austurlönd Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa hernumið lítinn en einkar mikilvægan bæ nærri Damascus, höfuðborg Sýrlands og helsta vígi forsetans Bashar al-Assad. Minnst 50 meðlimir stjórnarhersins féllu í árásinni samkvæmt aðgerðarsinnum í Sýrlandi. Bærinn Mheen liggur á milli Damascus og borgarinnar Homs, steinsnar frá þjóðvegi sem tengir Damascus við yfirráðasvæði hersins í norðurhluta Sýrlands, eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Sem svo oft áður notuðu vígamennirnir sjálfsmorðsárásir til að veikja stöðu verjenda Mheen áður en árásin hófst.Bandaríkin tilkynntu nýverið að sérsveitarmenn verða sendir til aðstoðar Kúrdum í Sýrlandi.Vísir/GraphicnewsSamkvæmt Independent segjast ISISliðar einnig hafa lagt hald á fjölda vopna og skotfæri í Mheen. Á meðan ISISliðar sækja fram gegn hernum nærri Damascus, heldur sókn hersins gegn uppreisnarhópum og íslamistum áfram norðar í Sýrlandi. Bandaríkin tilkynntu nýverið að sérsveitarmenn yrðu sendir til aðstoðar Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, þar sem þeir berjast gegn Íslamska ríkinu. Þar að auki ætla Bandaríkin að fjölga loftárásum.Reuters fréttaveitan segir að á meðan unnið er að því að fá deiluaðila til að setjast að samningaborðinu, sé lítið útlit fyrir að svo verði á meðan harðir bardagar geisa víða í Sýrlandi. Sérfræðingar segja að allir aðilar reyni nú að stækka yfirráðasvæði sitt svo staða þeirra verði betri í mögulegum viðræðum.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira