Minnið brást vitnum í Stím-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 15:00 Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru á meðal vitna í Stím-málinu. vísir/valli/gva Mikill fjöldi vitna er kallaður til í Stím-málinu en aðalmeðferð þess fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Á meðal þeirra sem hafa gefið skýrslu í dag eru Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Jón Ásgeir Jóhannesson sem var stjórnarformaður FL Group, stærsta eiganda Glitnis. Í málinu er fyrrverandi forstjóri Glitnis, Lárus Welding, ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna láns bankans til Stím en peningurinn var notaður til að kaupa hlutabréf af Glitni í bankanum sjálfum og FL Group. Lánið var veitt í nóvember 2007. Auk Lárusar eru þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir vegna kaupa og sölu á skuldabréfi sem útgefið var af Stím í ágúst 2008.Ekki boðið að vera kjölfestufjárfestirBæði Þorsteinn og Jón Ásgeir gáfu símaskýrslu. Þorsteinn var spurður út í það hvort að Samherja hafi verið boðið að taka þátt í stofnun Stím og vera svokallaður kjölfestufjárfestir. Þorsteinn sagði orðið „kjölfestufjárfestir“ vera rangt en það væri hins vegar ljóst að Samherja hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í þessari fjárfestingunni. Þorsteinn mundi hins vegar ekki hver það var sem hafði samband við hann vegna málsins og skömmu síðar sagði hann spurningar saksóknara „fráleitar“ þar sem hann væri að spyrja um hluti sem hefðu gerst fyrir átta til níu árum síðan. Hann gat þó svarað þeirri spurningu frá verjanda að ekki hefðu verið aðrar forsendur en viðskiptalegar að baki því tilboði sem Samherji fékk á sínum tíma varðandi þátttöku í Stím. Man ekki hvort hann var stjórnarformaður FL GroupJón Ásgeir gaf svo skýrslu og var fyrst spurður að því hvort að hann hafi verið stjórnarformaður í FL Group í nóvember 2007. Kvaðst Jón Ásgeir ekki muna það en sagði vissulega rétt að á þessum tíma hafi FL Group verið stærsti eigandi Glitnis. Þess má þó geta í þessu samhengi að Jón Ásgeir var stjórnarformaður FL Group frá júní 2007 og þar til í júní 2008. Aðspurður sagðist Jón Ásgeir ekki hafa haft neina aðkomu að Stím-viðskiptunum og kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið í því að finna hluthafa inn í Stím. Þá var Jón Ásgeir spurður að því hvort hann hafi verið í samskiptum við Lárus Welding á þessum tíma og svaraði:„Ekki man ég eftir því, nei.“ Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings Dómari í Stím-málinu tilkynnti þetta í Héraðsdómi Reykjavíkur. 18. nóvember 2015 14:04 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Mikill fjöldi vitna er kallaður til í Stím-málinu en aðalmeðferð þess fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Á meðal þeirra sem hafa gefið skýrslu í dag eru Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Jón Ásgeir Jóhannesson sem var stjórnarformaður FL Group, stærsta eiganda Glitnis. Í málinu er fyrrverandi forstjóri Glitnis, Lárus Welding, ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna láns bankans til Stím en peningurinn var notaður til að kaupa hlutabréf af Glitni í bankanum sjálfum og FL Group. Lánið var veitt í nóvember 2007. Auk Lárusar eru þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir vegna kaupa og sölu á skuldabréfi sem útgefið var af Stím í ágúst 2008.Ekki boðið að vera kjölfestufjárfestirBæði Þorsteinn og Jón Ásgeir gáfu símaskýrslu. Þorsteinn var spurður út í það hvort að Samherja hafi verið boðið að taka þátt í stofnun Stím og vera svokallaður kjölfestufjárfestir. Þorsteinn sagði orðið „kjölfestufjárfestir“ vera rangt en það væri hins vegar ljóst að Samherja hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í þessari fjárfestingunni. Þorsteinn mundi hins vegar ekki hver það var sem hafði samband við hann vegna málsins og skömmu síðar sagði hann spurningar saksóknara „fráleitar“ þar sem hann væri að spyrja um hluti sem hefðu gerst fyrir átta til níu árum síðan. Hann gat þó svarað þeirri spurningu frá verjanda að ekki hefðu verið aðrar forsendur en viðskiptalegar að baki því tilboði sem Samherji fékk á sínum tíma varðandi þátttöku í Stím. Man ekki hvort hann var stjórnarformaður FL GroupJón Ásgeir gaf svo skýrslu og var fyrst spurður að því hvort að hann hafi verið stjórnarformaður í FL Group í nóvember 2007. Kvaðst Jón Ásgeir ekki muna það en sagði vissulega rétt að á þessum tíma hafi FL Group verið stærsti eigandi Glitnis. Þess má þó geta í þessu samhengi að Jón Ásgeir var stjórnarformaður FL Group frá júní 2007 og þar til í júní 2008. Aðspurður sagðist Jón Ásgeir ekki hafa haft neina aðkomu að Stím-viðskiptunum og kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið í því að finna hluthafa inn í Stím. Þá var Jón Ásgeir spurður að því hvort hann hafi verið í samskiptum við Lárus Welding á þessum tíma og svaraði:„Ekki man ég eftir því, nei.“
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings Dómari í Stím-málinu tilkynnti þetta í Héraðsdómi Reykjavíkur. 18. nóvember 2015 14:04 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59
„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00
Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings Dómari í Stím-málinu tilkynnti þetta í Héraðsdómi Reykjavíkur. 18. nóvember 2015 14:04
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20