„Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2015 14:34 Jóhannes Baldursson sést hér til hægri á myndinni fyrir aftan verjanda sinn Reimar Pétursson. vísir/stefán Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, var fyrsta vitnið sem saksóknari í Stím-málinu kallaði fyrir dóminn í dag. Magnús er lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og nýtur Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Er þetta gert á grundvelli 5. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara. Magnús bar vitni í dag gegn fyrrverandi yfirmanni sínum, Jóhannesi Baldurssyni, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis. Hann er ákærður fyrir umboðssvik vegna skuldabréfs sem einn fagfjárfestasjóða Glitnis, GLB FX, keypti af Sögu Capital í ágúst 2008. Segir að um óvenjuleg viðskipti hafi verið að ræðaÚtgefandi skuldabréfsins var Stím en bréfið var upphaflega lánssamningur milli Sögu og Stím en fjárfestingabankinn lánaði félaginu einn milljarð vegna hlutabréfakaupa í nóvember 2007. Vill ákæruvaldið meina að með kaupunum á skuldabréfinu hafi Jóhannes stofnað fé GLB FX í hættu þar sem hann mátti vita að eigið fé Stím var neikvætt auk þess sem eignir félagsins höfðu rýrnað. Magnús sá meðal annars um fjárfestingar fyrir GLB FX en sjóðurinn var aðallega í gjaldeyrisviðskiptum. Hann sagði því að kaupin á skuldabréfinu hefðu verið óvenjuleg og þess vegna myndi hann vel eftir þeim og hvernig þau komu til í ágúst 2008.„Þetta byrjar þannig að ég fæ símtal frá Jóhannesi Baldurssyni vegna skuldabréfs sem við áttum að kaupa af Sögu Capital. Það kom strax fram að þetta væri díll og að þetta væri eitthvað loforð sem væri búið að gefa Sögu Capital,“ sagði Magnús í dag. „Ég svona humma þetta fram af mér“Hann kvaðst ekki hafa gefið mikið út á þetta og sagðist ætla að skoða þetta þegar hann kæmi aftur til vinnu en hann var í fríi úti á landi. Þegar hann kom svo til baka sagði hann að honum hefði ekkert litist á þennan díl. Aðspurður hvers vegna svaraði Magnús:„Því hugmyndin var að kaupa þetta bréf á alltof háu verði að mínu mati. [...] Ég sagði bara að þetta kæmi ekki til greina og svo líða dagarnir og ég svona humma þetta fram af mér.“ Magnús og Jóhannes áttu síðan fund þar sem þeir tókust á að sögn þess fyrrnefnda. Það hafi verið óvanalegt en honum hafi einfaldlega þótt þessi kaup „langt yfir strikið.“ Á endanum fór það þó svo að skuldabréfið var keypt.„Ég bara segi við hann, þetta er það augljóst að þetta er langt yfir strikið. Ég spyr hann hvað ég eigi að gera þegar ég sit hér og þarf að svara fyrir þetta. Þá segir hann „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta.“ [...] Þetta var mjög óvenjulegt af hans hálfu að vera með einhverjar beinar skipanir.“„One for the team“Magnús sagði það ekki óeðlilegt að Jóhannes hafi komið með tillögu að díl á þessum tíma. Það sem hafi verið óeðlilegt í þessu tilviki var að þetta var díll „sem átti að gera.“„Ef allt hefði verið eðlilegt og Jóhannes hefði verið með upplýsingar um einhvern samning þá værum við kannski að setjast niður til að meta raunverulegt virði dílsins.“ Að sögn Magnúsar lagði Jóhannes mikla áherslu á að það væri hrikalega mikilvægt fyrir bankann að klára þetta. Magnús þyrfti bara að taka „one for the team, taka þetta á kassann.“ Þá sagði Magnús að af hans hálfu hefðu ekki verið neinar viðskiptalegar forsendur fyrir því að kaupa skuldabréfið á þessum tíma. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, var fyrsta vitnið sem saksóknari í Stím-málinu kallaði fyrir dóminn í dag. Magnús er lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og nýtur Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Er þetta gert á grundvelli 5. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara. Magnús bar vitni í dag gegn fyrrverandi yfirmanni sínum, Jóhannesi Baldurssyni, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis. Hann er ákærður fyrir umboðssvik vegna skuldabréfs sem einn fagfjárfestasjóða Glitnis, GLB FX, keypti af Sögu Capital í ágúst 2008. Segir að um óvenjuleg viðskipti hafi verið að ræðaÚtgefandi skuldabréfsins var Stím en bréfið var upphaflega lánssamningur milli Sögu og Stím en fjárfestingabankinn lánaði félaginu einn milljarð vegna hlutabréfakaupa í nóvember 2007. Vill ákæruvaldið meina að með kaupunum á skuldabréfinu hafi Jóhannes stofnað fé GLB FX í hættu þar sem hann mátti vita að eigið fé Stím var neikvætt auk þess sem eignir félagsins höfðu rýrnað. Magnús sá meðal annars um fjárfestingar fyrir GLB FX en sjóðurinn var aðallega í gjaldeyrisviðskiptum. Hann sagði því að kaupin á skuldabréfinu hefðu verið óvenjuleg og þess vegna myndi hann vel eftir þeim og hvernig þau komu til í ágúst 2008.„Þetta byrjar þannig að ég fæ símtal frá Jóhannesi Baldurssyni vegna skuldabréfs sem við áttum að kaupa af Sögu Capital. Það kom strax fram að þetta væri díll og að þetta væri eitthvað loforð sem væri búið að gefa Sögu Capital,“ sagði Magnús í dag. „Ég svona humma þetta fram af mér“Hann kvaðst ekki hafa gefið mikið út á þetta og sagðist ætla að skoða þetta þegar hann kæmi aftur til vinnu en hann var í fríi úti á landi. Þegar hann kom svo til baka sagði hann að honum hefði ekkert litist á þennan díl. Aðspurður hvers vegna svaraði Magnús:„Því hugmyndin var að kaupa þetta bréf á alltof háu verði að mínu mati. [...] Ég sagði bara að þetta kæmi ekki til greina og svo líða dagarnir og ég svona humma þetta fram af mér.“ Magnús og Jóhannes áttu síðan fund þar sem þeir tókust á að sögn þess fyrrnefnda. Það hafi verið óvanalegt en honum hafi einfaldlega þótt þessi kaup „langt yfir strikið.“ Á endanum fór það þó svo að skuldabréfið var keypt.„Ég bara segi við hann, þetta er það augljóst að þetta er langt yfir strikið. Ég spyr hann hvað ég eigi að gera þegar ég sit hér og þarf að svara fyrir þetta. Þá segir hann „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta.“ [...] Þetta var mjög óvenjulegt af hans hálfu að vera með einhverjar beinar skipanir.“„One for the team“Magnús sagði það ekki óeðlilegt að Jóhannes hafi komið með tillögu að díl á þessum tíma. Það sem hafi verið óeðlilegt í þessu tilviki var að þetta var díll „sem átti að gera.“„Ef allt hefði verið eðlilegt og Jóhannes hefði verið með upplýsingar um einhvern samning þá værum við kannski að setjast niður til að meta raunverulegt virði dílsins.“ Að sögn Magnúsar lagði Jóhannes mikla áherslu á að það væri hrikalega mikilvægt fyrir bankann að klára þetta. Magnús þyrfti bara að taka „one for the team, taka þetta á kassann.“ Þá sagði Magnús að af hans hálfu hefðu ekki verið neinar viðskiptalegar forsendur fyrir því að kaupa skuldabréfið á þessum tíma.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59
„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00
Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54
Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52
Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30