Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 11:30 Birkir Bjarnason spilaði fyrri hálfleikinn gegn Póllandi en eftir hann var Ísland 1-0 yfir. vísir/adam jasztrebowski Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Slóvakíu í vináttuleik í Zilina klukkan 19.45 í kvöld, en þetta verður síðasti leikur strákanna okkar á árinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland tapaði fyrir Póllandi, 4-2, á föstudagskvöldið, en Slóvakar, líkt og við og Pólverjar, eru búnir að tryggja sér farseðilinn á EM 2016.Sjá einnig:Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, eru að nýta þessa tvo vináttuleiki til að gefa nýjum mönnum og þeim sem minna hafa spilað tækifæri. Það mátti greina á leik liðsins í seinni hálfleik gegn Póllandi þar sem strákarnir fengu á sig fjögur mörk. Þetta segir Heimir vera fórnarkostnað við að prófa nýja menn. „Skiljanlega hoppar enginn tilbúinn inn í sinn fyrsta landsleik. Það er ósanngjarnt að halda að einhver geti hoppað inn í svona taktík og spilað gallalausan leik. Það voru ákveðnir þættir samt sem voru ekki góðri gegn Póllandi og við erum búnir að fara yfir þá. Við erum að reyna að koma þessum strákum inn í það sem við erum að gera,“ segir Heimir í samtali við Vísi.Einn nýliði var í byrjunarliðinu gegn Póllandi.vísir/adam jasztrebowskiVarnarleikur eru okkar leið Sóknarleikurinn gegn Póllandi var að stórum hluta mjög góður. Íslenska liðið skoraði tvö mörk og þau hefðu svo sannarlega getað verið fleiri. Aftur á móti slitnaði mikið á milli í varnarleiknum. „Við lítum á það sem jákvæðan hlut að við sköpuðum nokkuð mörg góð færi en á kostnað þess gáfum við svæði sem Pólverjarnir nýttu sér. Þeir sköpuðu sér fleiri færi og nýttu þau. Við þurfum að finna einhvern meðalveg á milli þess að opna okkur of mikið en búa samt til færi,“ segir Heimir.Sjá einnig:Einnar mínútu þögn á æfingu strákanna vegna hryðjuverkanna í París „Það verður allt að vera í lagi hjá íslenska landsliðinu ef það ætlar að vinna lið eins og Pólland. Við verðum að vera skipulagðir og spila sterkan varnarleik. Við getum ekki farið svona „all in“ gegn liði eins og Pólverjum með öll sín einstaklingsgæði. Þeir eru vanir því að skora mörk og munu alltaf gera það ef þeir fá svona pláss.“ „Okkar leið er að spila góðan varnarleik og ein ástæða þess að okkur gengur svona vel er að við höfum haldið saman liðinu þar sem leikmennirnir þekkja vel inn á hvorn annan. Það tekur tíma fyrir nýja leikmenn að koma inn í skipulagið,“ segir Heimir.Lars og Heimir eru að reyna að stækka hópinn fyrir EM.vísir/adam jasztrebowskiErfitt að hvetja menn fyrir vináttuleik Leikmönnum íslenska liðsins hefur verið tíðrætt um að halda í sigurhefðina og koma á skriði inn á Evrópumótið. Minna hefur farið fyrir sigurleikjum undanfarið, en liðið vann ekki í síðustu þremur leikjum undankeppninnar og tapaði svo fyrir Pólverjum á föstudagskvöldið. Þessi hrina kom þó eftir að strákarnir okkar voru búnir að tryggja sér farseðilinn á stórmót í fyrsta sinn og því minna undir. Þegar allt var undir lögðu þeir Tyrki, Tékka og Hollendinga tvisvar svo dæmi megi nefna.Sjá einnig:Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM „Persónulega hef ég engar áhyggjur af þessum tapleikjum. Þetta eru ekki leikirnir sem skipta mestu máli. Íslenska landsliðið hefur aldrei spilað svona leiki sem skipta engu máli þannig séð,“ segir Heimir. „Við getum farið í einhvern pollýönnuleik og bent á að við erum búnir að tryggja okkur á EM. Það hefur verið svolítið skrítið að fá liðið upp á tærnar fyrir þessa leiki þegar það er komið í lokakeppnina. Það er erfitt að hvetja menn upp í vináttuleik því þeir vita alveg hvað skiptir meira máli.“ „Við erum samt að stimpla inn í menn að spila vináttuleikina líka eins vel og við getum. Við erum að reyna að gera ákveðna hluti og sumir þeirra eru að takast þó sigrarnir hafa ekki dottið inn. Leikurinn gegn Tyrklandi var til dæmis góður og fyrri hálfleikurinn gegn Póllandi. Á endanum var fórnarkostnaðurinn þar of mikill,“ segir Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Tekur tíma fyrir nýja menn að komast inn í skipulagið Landsliðsþjálfarinn fagnar því að fá vináttuleiki gegn jafn sterkum þjóðum og Póllandi og Slóvakíu. 16. nóvember 2015 15:15 Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Slóvakíu í vináttuleik í Zilina klukkan 19.45 í kvöld, en þetta verður síðasti leikur strákanna okkar á árinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland tapaði fyrir Póllandi, 4-2, á föstudagskvöldið, en Slóvakar, líkt og við og Pólverjar, eru búnir að tryggja sér farseðilinn á EM 2016.Sjá einnig:Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, eru að nýta þessa tvo vináttuleiki til að gefa nýjum mönnum og þeim sem minna hafa spilað tækifæri. Það mátti greina á leik liðsins í seinni hálfleik gegn Póllandi þar sem strákarnir fengu á sig fjögur mörk. Þetta segir Heimir vera fórnarkostnað við að prófa nýja menn. „Skiljanlega hoppar enginn tilbúinn inn í sinn fyrsta landsleik. Það er ósanngjarnt að halda að einhver geti hoppað inn í svona taktík og spilað gallalausan leik. Það voru ákveðnir þættir samt sem voru ekki góðri gegn Póllandi og við erum búnir að fara yfir þá. Við erum að reyna að koma þessum strákum inn í það sem við erum að gera,“ segir Heimir í samtali við Vísi.Einn nýliði var í byrjunarliðinu gegn Póllandi.vísir/adam jasztrebowskiVarnarleikur eru okkar leið Sóknarleikurinn gegn Póllandi var að stórum hluta mjög góður. Íslenska liðið skoraði tvö mörk og þau hefðu svo sannarlega getað verið fleiri. Aftur á móti slitnaði mikið á milli í varnarleiknum. „Við lítum á það sem jákvæðan hlut að við sköpuðum nokkuð mörg góð færi en á kostnað þess gáfum við svæði sem Pólverjarnir nýttu sér. Þeir sköpuðu sér fleiri færi og nýttu þau. Við þurfum að finna einhvern meðalveg á milli þess að opna okkur of mikið en búa samt til færi,“ segir Heimir.Sjá einnig:Einnar mínútu þögn á æfingu strákanna vegna hryðjuverkanna í París „Það verður allt að vera í lagi hjá íslenska landsliðinu ef það ætlar að vinna lið eins og Pólland. Við verðum að vera skipulagðir og spila sterkan varnarleik. Við getum ekki farið svona „all in“ gegn liði eins og Pólverjum með öll sín einstaklingsgæði. Þeir eru vanir því að skora mörk og munu alltaf gera það ef þeir fá svona pláss.“ „Okkar leið er að spila góðan varnarleik og ein ástæða þess að okkur gengur svona vel er að við höfum haldið saman liðinu þar sem leikmennirnir þekkja vel inn á hvorn annan. Það tekur tíma fyrir nýja leikmenn að koma inn í skipulagið,“ segir Heimir.Lars og Heimir eru að reyna að stækka hópinn fyrir EM.vísir/adam jasztrebowskiErfitt að hvetja menn fyrir vináttuleik Leikmönnum íslenska liðsins hefur verið tíðrætt um að halda í sigurhefðina og koma á skriði inn á Evrópumótið. Minna hefur farið fyrir sigurleikjum undanfarið, en liðið vann ekki í síðustu þremur leikjum undankeppninnar og tapaði svo fyrir Pólverjum á föstudagskvöldið. Þessi hrina kom þó eftir að strákarnir okkar voru búnir að tryggja sér farseðilinn á stórmót í fyrsta sinn og því minna undir. Þegar allt var undir lögðu þeir Tyrki, Tékka og Hollendinga tvisvar svo dæmi megi nefna.Sjá einnig:Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM „Persónulega hef ég engar áhyggjur af þessum tapleikjum. Þetta eru ekki leikirnir sem skipta mestu máli. Íslenska landsliðið hefur aldrei spilað svona leiki sem skipta engu máli þannig séð,“ segir Heimir. „Við getum farið í einhvern pollýönnuleik og bent á að við erum búnir að tryggja okkur á EM. Það hefur verið svolítið skrítið að fá liðið upp á tærnar fyrir þessa leiki þegar það er komið í lokakeppnina. Það er erfitt að hvetja menn upp í vináttuleik því þeir vita alveg hvað skiptir meira máli.“ „Við erum samt að stimpla inn í menn að spila vináttuleikina líka eins vel og við getum. Við erum að reyna að gera ákveðna hluti og sumir þeirra eru að takast þó sigrarnir hafa ekki dottið inn. Leikurinn gegn Tyrklandi var til dæmis góður og fyrri hálfleikurinn gegn Póllandi. Á endanum var fórnarkostnaðurinn þar of mikill,“ segir Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Tekur tíma fyrir nýja menn að komast inn í skipulagið Landsliðsþjálfarinn fagnar því að fá vináttuleiki gegn jafn sterkum þjóðum og Póllandi og Slóvakíu. 16. nóvember 2015 15:15 Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjá meira
Heimir: Tekur tíma fyrir nýja menn að komast inn í skipulagið Landsliðsþjálfarinn fagnar því að fá vináttuleiki gegn jafn sterkum þjóðum og Póllandi og Slóvakíu. 16. nóvember 2015 15:15
Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00