Sport

Arnar Davíð fékk gull á NM ungmenna í keilu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur.
Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur. Mynd/Keilusamband Íslands
Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur stóð sig frábærlega á Norðurlandamóti ungmenna í keilu sem fram fór um helgina í Hönefoss í Noregi.

Arnar Davíð Jónsson varð í efsta sæti hjá drengjum í samanlögðu (All Events) á mótinu með 224,4 í meðaltal en þar eru tekin saman úrslit úr öllum keppnum mótsins. Arnar Davíð gerði þar meðal annars betur en Svíinn Jesper Svensson sem er í fimmta sæti á Evróputúrnum í ár.

Arnar Davíð náði stórglæsilegum árangri á mótinu og spilaði m.a. fullkominn leik eða 300 pinnar í einum leik en það er hans þriðji 300 leikur í keppni.

Einnig varð Arnar Davíð í öðru sæti í einstaklingskeppninni en keppt var á mótinu í einstaklings-, tvímennings-, liða- og svokallaðri masters keppni.

Þetta er einn besti árangur sem íslenskur keiluspilari hefur náð á Norðurlandamóti og er framtíðin sannarlega björt hjá Arnari Davíð.

Keilusamband Ísland sendi alls sex þátttakendur í mótið en auk Arnars Davíðs voru það Andri Frey Jónsson (KFR), Guðlaugur Valgeirsson (KFR), Einar Sigurður Sigurðsson (ÍA), Hafdís Pála Jónasdóttir (KFR) og Katrín Fjóla Bragadóttir (KFR).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×