Körfubolti

Sigrún Sjöfn hetja Grindavík gegn Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigrún Sjöfn í eldlínunni með Grindavík fyrr á tímabilinu.
Sigrún Sjöfn í eldlínunni með Grindavík fyrr á tímabilinu. vísir/anton brink
Sigrún Sjöfn Ámundardóttir var hetja Grindavík gegn Val í Dominos-deild kvenna í dag. Sigrún Sjöfn setti niður þriggja stiga körfu rúmri mínútu fyrir leikslok og lokatölur, 66-63, Grindavík í vil.

Grindavík byrjaði af miklum krafti og var fjórtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-11. Þá vöknuðu hins vegar heimastúlkur og náðu að minnka muninn í 21-31 fyrir hlé.

Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, hefur greinilega tekið vel á málunum í hálfleik því Valur vann þriðja leikhlutann, 21-11 og staðan því 52-52 fyrir lokaleikhlutann.

Lokamínúturnar voru æsispennandi og þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka var staðan jöfn, 63-63. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir tryggði Grindavík sigur með þriggja stiga skoti 1:14 fyrir leikslok og lokatölur, 66-63, sigur Grindavíkur.

Karisma Chapman átti frábæran leik fyrir Val, en hún skoraði 39 stig, tók 20 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Næst stigahæst var Guðbjörg Sverrisdóttir með níu stig.

Whitney Frazier skoraði 24 stig, tók átján fráköst og gaf fjórar stoðsendingar fyrir Grindavík, en næstar komu þær Lilja Sjöfn Ámundardóttir og Lilja Ósk Sigmarsdóttir, báðar með níu stig.

Með sigrinum fer Grindavík upp fyrir granna sína í Keflavík og er í þriðja sætinu með átta stig eftir sjö leiki. Valur er í fimmta sætinu með sex stig einnig eftir sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×