Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, heldur áfram að gera það gott á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði.
Hún bar í dag öruggan sigur úr býtum í 50 m bringusundi og vann þar með sína sjöttu grein á mótinu. Hún hafði bætt Íslandsmet í öllum hinum fimm greinunum og jafnaði eigið met í 50 m bringusundi í dag.
Hrafnhildur synti á 30,67 sekúndum en önnur varð Karen Sif Vilhjálmsdóttir, SH, á 33,24 sekúndum. Karen Mist Arngeirsdóttir varð þriðja á 33,56 sekúndum.
Hrafnhildur keppir einnig í 400 m fjórsundi í dag.

