Eygló Ósk Gústafsdóttir, úr Ægi, setti Íslandsmet 100 metra baksundi á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem haldið er í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.
Hrafnhildur Lúthersdóttir hafði verið stjarna helgarinnar hingað til, en hún hafði slegið fimm Íslandsmet. Eygló sló sitt fyrsta Íslandsmet þessa helgina nú rétt í þessu.
Eygló synti í mark á 58,40 sekúndum í 100 metra baksundi, en hún átti einnig gamla metið. Þá kom hún í mark á 58;58, en það var einmitt á þessu sama móti í fyrra sem hún setti það met. Steingerður Hauksdóttir kom önnur í mark.
Aron Örn Stefánsson vann gull í 100 metra skriðsundi karla, Karen Sif Vilhjálmsdóttir í 100 metra skriðsundi kvenna og Kristinn Þórarinsson í 100 metra baksundi karla. Þá vann Viktor Máni Vilbergsson gull í 50 metra bringusundi karla.
Eygló Ósk með Íslandsmet í baksundi

Tengdar fréttir

SH með tvö Íslandsmet | Fimmta met Hrafnhildar
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, er hvergi nærri hætt að slá Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallarlaug um helgina.

Hrafnhildur fer á kostum í Ásvallalaug og sló fjórða Íslandsmetið
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, heldur áfram að fara á kostum á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í heimabæ Hrafnhildar, Hafnarfirði.

Hrafnhildur byrjar af krafti
Bætti Íslandsmetið í 100 m bringusundi á Íslandsmótinu í 25 m laug.

Hrafnhildur stórbætti met Eyglóar
Hrafnhildur Lúthersdóttir heldur áfram að gera það gott í lauginni.

Íslandsmet hjá sveit SH í fjórsundi
Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar bætti í dag Íslandsmetið í fjórum sinnum 50 metra fjórsundi, en Íslandsmótið í 25 metra laug fer fram í Hafnarfirði um helgina.