Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, er hvergi nærri hætt að slá Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallarlaug um helgina.
Hrafnhildur hafði slegið fjögur Íslandsmet í dag og í gær; í blönduðu boðsundi, í 100 metra fjórsundi, í 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi.
Hún bætti því fimmta í safnið nú síðdegis þegar sveit SH synti til sigurs í 4x100 metra fjórsundi kvenna. Hrafnhildur var þar ásamt Katrarínu Róbertsdóttur, Maríu Fanney Kristjánsdóttur og Kareni Sif Vilhjálmsdóttur.
Þær syntu á 4:17,43 mínútum og bættu því metið um rúmar tvær sekúndum. Það gamla var einnig í eigu SH, en það var 4:19,86. Fimm Íslandsmet komin hjá Hrafnhildi um helgina.
Í karlaflokki var það SH sem vann í 4x100 metra skriðsundi og settu einnig Íslandsmet. Þeir syntu á 3:24,24, en gamla metið var 3:35,63. Aron Örn Stefánsson, Kolbeinn Hrafnkelsson, Viktor Máni Vilbergsson og Predrag Milos voru í sveitinni.
