Sport

Ólafur Engilbert og Telma Rut tvöfaldir Íslandsmeistarar í karate

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Engilbert og Telma Rut með bikarana.
Ólafur Engilbert og Telma Rut með bikarana. vísir/karatesamband ísland
Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite fór fram í Fylkisselinu í dag. Ólafur Engilbert Árnason úr Fylki varð tvöfaldaur Íslandsmeistari auk þess að fá silfur í liðakeppni.

Ólafur Engilbert vann Sæmund Ragnarsson í úrslitum í -75kg flokki. Í opnum flokki mætti Ólafur nafna sínum Torfasyni úr ÍR, en viðureignin fór á endanum 3-2.

Telma Rut Frímannsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari kvenna, en hún vann bæði opna flokk kvenna og +61kg flokkinn þriðja árið í röð. Í opnum flokki vann Telma Kristínu Magnúsdóttir og Maríu Helgu Guðmundsdóttir.

Í úrslitum á +61kg flokki mætti Telma henni Katrínu Ingunni Björnsdóttur sem endaði 3-2 fyrir Thelmu. Í -61kg flokki stóð Helga Halldórsdóttir uppi sem meistari eftir sigur á Maríu Helgu Guðmundsdóttur.

Íslandsmeistarar í kumite fullorðinna

Hekla Halldórsdóttir, Fylkir, Kumite kvenna -61kg

Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding, Kumite kvenna +61kg

Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding, Kumite kvenna opinn flokkur

Máni Karl Guðmundsson, Fylkir, Kumite karla -67kg

Ólafur Engilbert Árnason, Fylki, Kumite karla -75kg

Sverrir Ólafur Torfason, ÍR, Kumite karla +84kg

Ólafur Engilbert Árnason, Fylki, Kumite karla opinn flokkur

Víkingur (Kristján Helgi Carrasco, Diego Valencia, Sverrir Ólafur Torfason), liðakeppni karla

Helstu úrslit í dag:

Kumite kvenna, -61 kg.                  

1.Hekla Halldórsdóttir, Fylkir

2.María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar

3.Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir

3.Lilja Vigdís Davíðsdóttir, Fylkir

 

Kumite kvenna, +61 kg                  

1.Telma Rut Frímannsdóttir, UMFA

2.Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir

3.Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik

3.Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik

 

Kumite kvenna, opinn flokkur    

1.Telma Rut Frímannsdóttir, UMFA

2.Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik

3.María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar

 

Kumite karla, -67 kg                        

1.Máni Karl Guðmundsson, Fylkir

2.Aron Ahn, Ír

 

Kumite karla, -75 kg                        

1.Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir

2.Sæmundur Ragnarsson, Þórshamar

3.Kristján Helgi Carasco, ÍR

3.Elías Guðni Guðnason, Fylkir

 

Kumite karla, +84 kg                       

1.Sverrir Ólafur Torfason, ÍR

2.Diego Björn Valencia, ÍR

3.Aron Breki Heiðarsson, Breiðablik

 

Kumite karla, opinn flokkur  

1.Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir

2.Sverrir Ólafur Torfason, ÍR

3.Kristján Helgi Carrasco, ÍR

3.Elías Guðni Guðnason, Fylkir

 

Liðakeppni karla                      

1. ÍR

2. Fylkir

 

Heildarstig:                           

Fylkir 22

ÍR 17

UMFA 6

Breiðablik 5

Þórshamar 5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×