Líklegt er að Arnór Ingvi Traustason verði í byrjunarliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í kvöld þegar það mætir Póllandi í vináttuleik í Varsjá. Þetta verður fyrsti A-landsleikur Arnórs Ingva sem varð Svíþjóðarmeistari með IFK Norrköping á dögunum.
Sjá einnig:Skoraði og svo varð allt svart
Talið er að Lars og Heimir geri aðeins tvær breytingar frá hefðbundnu byrjunarliði í kvöld. Arnór Ingvi kemur inn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson og líklega tekur Hólmar Örn Eyjólfsson stöðu Kára Árnasonar við hlið Ragnars Sigurðssonar í vörninni, en Kári er meiddur.
Hólmar Örn hefur tvisvar sinnum komið við sögu hjá A-landsliðinu. Hann spilaði síðustu sjö mínúturnar í vináttuleik gegn Svíþjóð ytra í maí 2012 og sex mínútur í tapi gegn Belgíu í vináttuleik á síðasta ári.
Ögmundur Kristinsson er svo í markinu þar sem Hannes Þór Halldórsson er frá vegna meiðsla, en aðalmarkvörðurinn verður frá keppni næstu mánuðina.
Líklegt byrjunarlið gegn Póllandi:
Markvörður: Ögmundur Kristinsson
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Miðverðir: Hólmar Örn Eyjólfsson og Ragnar Sigurðsson
Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason
Hægri kantmaður: Birkir Bjarnason
Tengiliðir: Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði
Vinstri kantmaður: Arnór Ingvi Traustason
Framherjar: Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson
Líklegt byrjunarlið gegn Póllandi: Arnór Ingvi gæti byrjað í sínum fyrsta leik

Tengdar fréttir

Vonandi gengur Gylfa svona vel gegn Fabianski í kvöld | Sjáðu einvígið
Gylfi Þór Sigurðsson fór í skotkeppni á móti pólska landsliðsmarkverðinum.

Lars: Áskorun að þjálfa mann eins og Zlatan
Lars Lagerbäck segir það ekki einfalt verkefni að vera með yfirburðar leikmann eins og Zlatan Ibrahimovic í sínu liði.

Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan
Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt.

Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða
Strákarnir okkar mæta Póllandi í vináttulandsleik annað kvöld.

Emil og Birkir fengu einkalestur upp í rúmi frá Þorgrími Þráins
Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason kúrðu með verðlaunarithöfundinum á hóteli í Tyrklandi.