Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, verður í eldlínunni með strákunum okkar í kvöld þegar þeir mæta Pólverjum í vináttuleik í Varsjá.
Í marki Pólverja stendur samherji Gylfa hjá Swansea, Lukasz Fabianski, sem var magnaður á síðustu leiktíð og hársbreidd frá því að vinna gullhanskann í úrvalsdeildinni.
Þeir félagarnir fóru í skemmtilega keppni í sumar þar sem Gylfi skaut á Fabianski og markvörðurinn reyndi að verja. Eðlilega.
Keppnin var upp í þrettán og auðvitað hafði okkar maður betur og þó það hafi staðið tæpt undir lokin.
Nú er bara að vona að Gylfa Þór gangi svona vel að koma boltanum framhjá Fabianski í kvöld. Líklega fær hann þó ekki svona mörg dauðfæri.
Einvígi Gylfa Þórs og Fabianskis má sjá í spilaranum hér að ofan.
Vonandi gengur Gylfa svona vel gegn Fabianski í kvöld | Sjáðu einvígið
Tengdar fréttir

Lars: Áskorun að þjálfa mann eins og Zlatan
Lars Lagerbäck segir það ekki einfalt verkefni að vera með yfirburðar leikmann eins og Zlatan Ibrahimovic í sínu liði.

Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan
Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt.

Íslensku strákarnir spila með „Beau Jeu" næsta sumar
Zinedine Zidane kynnti keppnisboltann á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar á instagram-síðu sinni á dögunum en íslensku strákarnir fá að sparka í þennan bolta eftir sjö mánuði.

Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða
Strákarnir okkar mæta Póllandi í vináttulandsleik annað kvöld.

Verður brjálæðislega erfiður leikur
Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM næsta sumar hefst í kvöld. Þá mætir Ísland liði Pólverja ytra. Nýir menn fá tækifæri. Fyrsta tækifæri drengjanna í baráttu um farseðilinn til Frakklands.