Söluaukning hjá öllum þýsku bílaframleiðendunum Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 10:21 Nýr Audi A4. orderofdoom Mikill vöxtur þýsku lúxusbílaframleiðandanna heldur áfram og seldu Audi, BMW og Benz öll meira í október en í sama mánuði í fyrra. Minnst söluaukning var þó hjá Audi, eða 2% og seldi fyrirtækið 149.200 bíla. BMW seldi 164.915 bíla og jókst salan um 6,3%. Söluaukningin var þó mest hjá Mercedes benz, eða um 10% og nam 155.189 bílum. Því stefnir í að Mercedes Benz muni ná Audi sem næst söluhæstu þýski lúxusbílaframleiðandinn, en Audi hefur haldið þeim titli frá árinu 2011. BMW hefur lengi verið söluhæst þessara þriggja. Hjá Audi féll salan í Kína um 2,8%, jókst um 3,4% í Evrópu, en um heil 17% í Bandaríkjunum. Heildarsalan hjá Audi á árinu hefur vaxið um 3,6% og stendur nú í 1,5 milljónum bíla. Hjá BMW hefur vöxturinn verið 5,6% og salan 1,56 milljón bíla og hjá Mercedes Benz nemur vöxturinn 15% og salan 1,53 milljónir bíla. Sannarlega lítill munur á þessum þremur þýsku keppinautum. Það mun væntanlega auka hressilega söluna hjá Audi þegar sala á nýjum Audi A4 hefst fyrir alvöru, en salan í Evrópu hófst í þessari viku. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent
Mikill vöxtur þýsku lúxusbílaframleiðandanna heldur áfram og seldu Audi, BMW og Benz öll meira í október en í sama mánuði í fyrra. Minnst söluaukning var þó hjá Audi, eða 2% og seldi fyrirtækið 149.200 bíla. BMW seldi 164.915 bíla og jókst salan um 6,3%. Söluaukningin var þó mest hjá Mercedes benz, eða um 10% og nam 155.189 bílum. Því stefnir í að Mercedes Benz muni ná Audi sem næst söluhæstu þýski lúxusbílaframleiðandinn, en Audi hefur haldið þeim titli frá árinu 2011. BMW hefur lengi verið söluhæst þessara þriggja. Hjá Audi féll salan í Kína um 2,8%, jókst um 3,4% í Evrópu, en um heil 17% í Bandaríkjunum. Heildarsalan hjá Audi á árinu hefur vaxið um 3,6% og stendur nú í 1,5 milljónum bíla. Hjá BMW hefur vöxturinn verið 5,6% og salan 1,56 milljón bíla og hjá Mercedes Benz nemur vöxturinn 15% og salan 1,53 milljónir bíla. Sannarlega lítill munur á þessum þremur þýsku keppinautum. Það mun væntanlega auka hressilega söluna hjá Audi þegar sala á nýjum Audi A4 hefst fyrir alvöru, en salan í Evrópu hófst í þessari viku.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent