Lars: Áskorun að þjálfa mann eins og Zlatan Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 10:30 Lars Lagerbäck fór tvisvar á HM og tvisvar á EM með Zlatan. vísir/getty Zlatan Ibrahimovic, leikmaður PSG og einn besti fótboltamaður heims, verður í eldlínunni með sænska landsliðinu á næstu dögum þegar það mætir Danmörku í Norðurlandaslag um eitt laust sæti á EM í Frakklandi. Zlatan hefur að vanda farið mikinn í aðdraganda leikjanna og sagði í viðtali á dögunum að Evrópumótið yrði ekki eins án sín.Sjá einnig:Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hann segir að stórmót verði tómlegra án sín, en hann sagði það sama um HM í Brasilíu eftir að Portúgal afgreiddi Svía í umspili fyrir heimsmeistaramótið í nóvember 2013. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, þjálfaði Zlatan hjá sænska landsliðinu í átta ár frá 2001-2009 og fór með honum á fjögur stórmót. Hann var spurður út í þessi ummæli Zlatans á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Póllands í gær. „Hann hefur mikið sjálfstraust,“ sagði Lars en benti mönnum nú á að þetta væri líka sálfræðistríð hjá hinum bráðskarpa Zlatan. „Hann er klár og hefur gaman að því að segja svona hluti. Þið verðið að taka þessu með smá fyrirvara,“ sagði Lars.Lars og Zlatan á blaðamannafundi árið 2008.vísir/gettyÞarf að byggja í kringum þann besta Lars sagðist ekki geta spáð fyrir um hvort sínir gömlu félagar og samlandar komist í gegnum danska liðið og tryggi sér farseðilinn á EM. „Ég hef bara ekki séð neina leiki því við erum alltaf að spila á sama tíma,“ sagði hann. „Eins og þið vitið hefur sænska liðið ekki náð góðum úrslitum að undanförnu og því er pressa á því. Þetta verða hörkuleikir eins og eru alltaf á milli þessara þjóða því þetta er nágrannaslagur.“Sjá einnig:Strákarnir spila í Abu Dhabi í janúar Aðspurður hvernig það væri að þjálfa Zlatan sagði Lars það ekki auðvelt. Ástæðan er ekki að hann sé svo erfiður - þó Lars hafi reyndar einu sinni hent honum úr landsliðinu - heldur er stundum erfitt að vera með svona frábæran mann í liðinu. „Það er áskorun fyrir þjálfara að vera með svona yfirburðarmann í sínu liði. Fótbolti er liðsíþrótt og maður þarf að reyna að kreista það besta út úr öllum leikmönnunum,“ sagði Lars. „Þjálfarar með svona leikmenn innan sinna raða verða að byggja í kringum hann og ná jafnvægi með því að fá það besta út úr honum sem og öðrum leikmönnum. Þetta er það sem Pólland hefur gert með Robert Lewandowski,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt. 12. nóvember 2015 10:57 Verður brjálæðislega erfiður leikur Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM næsta sumar hefst í kvöld. Þá mætir Ísland liði Pólverja ytra. Nýir menn fá tækifæri. Fyrsta tækifæri drengjanna í baráttu um farseðilinn til Frakklands. 13. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður PSG og einn besti fótboltamaður heims, verður í eldlínunni með sænska landsliðinu á næstu dögum þegar það mætir Danmörku í Norðurlandaslag um eitt laust sæti á EM í Frakklandi. Zlatan hefur að vanda farið mikinn í aðdraganda leikjanna og sagði í viðtali á dögunum að Evrópumótið yrði ekki eins án sín.Sjá einnig:Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hann segir að stórmót verði tómlegra án sín, en hann sagði það sama um HM í Brasilíu eftir að Portúgal afgreiddi Svía í umspili fyrir heimsmeistaramótið í nóvember 2013. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, þjálfaði Zlatan hjá sænska landsliðinu í átta ár frá 2001-2009 og fór með honum á fjögur stórmót. Hann var spurður út í þessi ummæli Zlatans á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Póllands í gær. „Hann hefur mikið sjálfstraust,“ sagði Lars en benti mönnum nú á að þetta væri líka sálfræðistríð hjá hinum bráðskarpa Zlatan. „Hann er klár og hefur gaman að því að segja svona hluti. Þið verðið að taka þessu með smá fyrirvara,“ sagði Lars.Lars og Zlatan á blaðamannafundi árið 2008.vísir/gettyÞarf að byggja í kringum þann besta Lars sagðist ekki geta spáð fyrir um hvort sínir gömlu félagar og samlandar komist í gegnum danska liðið og tryggi sér farseðilinn á EM. „Ég hef bara ekki séð neina leiki því við erum alltaf að spila á sama tíma,“ sagði hann. „Eins og þið vitið hefur sænska liðið ekki náð góðum úrslitum að undanförnu og því er pressa á því. Þetta verða hörkuleikir eins og eru alltaf á milli þessara þjóða því þetta er nágrannaslagur.“Sjá einnig:Strákarnir spila í Abu Dhabi í janúar Aðspurður hvernig það væri að þjálfa Zlatan sagði Lars það ekki auðvelt. Ástæðan er ekki að hann sé svo erfiður - þó Lars hafi reyndar einu sinni hent honum úr landsliðinu - heldur er stundum erfitt að vera með svona frábæran mann í liðinu. „Það er áskorun fyrir þjálfara að vera með svona yfirburðarmann í sínu liði. Fótbolti er liðsíþrótt og maður þarf að reyna að kreista það besta út úr öllum leikmönnunum,“ sagði Lars. „Þjálfarar með svona leikmenn innan sinna raða verða að byggja í kringum hann og ná jafnvægi með því að fá það besta út úr honum sem og öðrum leikmönnum. Þetta er það sem Pólland hefur gert með Robert Lewandowski,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt. 12. nóvember 2015 10:57 Verður brjálæðislega erfiður leikur Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM næsta sumar hefst í kvöld. Þá mætir Ísland liði Pólverja ytra. Nýir menn fá tækifæri. Fyrsta tækifæri drengjanna í baráttu um farseðilinn til Frakklands. 13. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt. 12. nóvember 2015 10:57
Verður brjálæðislega erfiður leikur Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM næsta sumar hefst í kvöld. Þá mætir Ísland liði Pólverja ytra. Nýir menn fá tækifæri. Fyrsta tækifæri drengjanna í baráttu um farseðilinn til Frakklands. 13. nóvember 2015 06:00