Lars: Áskorun að þjálfa mann eins og Zlatan Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 10:30 Lars Lagerbäck fór tvisvar á HM og tvisvar á EM með Zlatan. vísir/getty Zlatan Ibrahimovic, leikmaður PSG og einn besti fótboltamaður heims, verður í eldlínunni með sænska landsliðinu á næstu dögum þegar það mætir Danmörku í Norðurlandaslag um eitt laust sæti á EM í Frakklandi. Zlatan hefur að vanda farið mikinn í aðdraganda leikjanna og sagði í viðtali á dögunum að Evrópumótið yrði ekki eins án sín.Sjá einnig:Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hann segir að stórmót verði tómlegra án sín, en hann sagði það sama um HM í Brasilíu eftir að Portúgal afgreiddi Svía í umspili fyrir heimsmeistaramótið í nóvember 2013. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, þjálfaði Zlatan hjá sænska landsliðinu í átta ár frá 2001-2009 og fór með honum á fjögur stórmót. Hann var spurður út í þessi ummæli Zlatans á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Póllands í gær. „Hann hefur mikið sjálfstraust,“ sagði Lars en benti mönnum nú á að þetta væri líka sálfræðistríð hjá hinum bráðskarpa Zlatan. „Hann er klár og hefur gaman að því að segja svona hluti. Þið verðið að taka þessu með smá fyrirvara,“ sagði Lars.Lars og Zlatan á blaðamannafundi árið 2008.vísir/gettyÞarf að byggja í kringum þann besta Lars sagðist ekki geta spáð fyrir um hvort sínir gömlu félagar og samlandar komist í gegnum danska liðið og tryggi sér farseðilinn á EM. „Ég hef bara ekki séð neina leiki því við erum alltaf að spila á sama tíma,“ sagði hann. „Eins og þið vitið hefur sænska liðið ekki náð góðum úrslitum að undanförnu og því er pressa á því. Þetta verða hörkuleikir eins og eru alltaf á milli þessara þjóða því þetta er nágrannaslagur.“Sjá einnig:Strákarnir spila í Abu Dhabi í janúar Aðspurður hvernig það væri að þjálfa Zlatan sagði Lars það ekki auðvelt. Ástæðan er ekki að hann sé svo erfiður - þó Lars hafi reyndar einu sinni hent honum úr landsliðinu - heldur er stundum erfitt að vera með svona frábæran mann í liðinu. „Það er áskorun fyrir þjálfara að vera með svona yfirburðarmann í sínu liði. Fótbolti er liðsíþrótt og maður þarf að reyna að kreista það besta út úr öllum leikmönnunum,“ sagði Lars. „Þjálfarar með svona leikmenn innan sinna raða verða að byggja í kringum hann og ná jafnvægi með því að fá það besta út úr honum sem og öðrum leikmönnum. Þetta er það sem Pólland hefur gert með Robert Lewandowski,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt. 12. nóvember 2015 10:57 Verður brjálæðislega erfiður leikur Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM næsta sumar hefst í kvöld. Þá mætir Ísland liði Pólverja ytra. Nýir menn fá tækifæri. Fyrsta tækifæri drengjanna í baráttu um farseðilinn til Frakklands. 13. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður PSG og einn besti fótboltamaður heims, verður í eldlínunni með sænska landsliðinu á næstu dögum þegar það mætir Danmörku í Norðurlandaslag um eitt laust sæti á EM í Frakklandi. Zlatan hefur að vanda farið mikinn í aðdraganda leikjanna og sagði í viðtali á dögunum að Evrópumótið yrði ekki eins án sín.Sjá einnig:Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hann segir að stórmót verði tómlegra án sín, en hann sagði það sama um HM í Brasilíu eftir að Portúgal afgreiddi Svía í umspili fyrir heimsmeistaramótið í nóvember 2013. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, þjálfaði Zlatan hjá sænska landsliðinu í átta ár frá 2001-2009 og fór með honum á fjögur stórmót. Hann var spurður út í þessi ummæli Zlatans á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Póllands í gær. „Hann hefur mikið sjálfstraust,“ sagði Lars en benti mönnum nú á að þetta væri líka sálfræðistríð hjá hinum bráðskarpa Zlatan. „Hann er klár og hefur gaman að því að segja svona hluti. Þið verðið að taka þessu með smá fyrirvara,“ sagði Lars.Lars og Zlatan á blaðamannafundi árið 2008.vísir/gettyÞarf að byggja í kringum þann besta Lars sagðist ekki geta spáð fyrir um hvort sínir gömlu félagar og samlandar komist í gegnum danska liðið og tryggi sér farseðilinn á EM. „Ég hef bara ekki séð neina leiki því við erum alltaf að spila á sama tíma,“ sagði hann. „Eins og þið vitið hefur sænska liðið ekki náð góðum úrslitum að undanförnu og því er pressa á því. Þetta verða hörkuleikir eins og eru alltaf á milli þessara þjóða því þetta er nágrannaslagur.“Sjá einnig:Strákarnir spila í Abu Dhabi í janúar Aðspurður hvernig það væri að þjálfa Zlatan sagði Lars það ekki auðvelt. Ástæðan er ekki að hann sé svo erfiður - þó Lars hafi reyndar einu sinni hent honum úr landsliðinu - heldur er stundum erfitt að vera með svona frábæran mann í liðinu. „Það er áskorun fyrir þjálfara að vera með svona yfirburðarmann í sínu liði. Fótbolti er liðsíþrótt og maður þarf að reyna að kreista það besta út úr öllum leikmönnunum,“ sagði Lars. „Þjálfarar með svona leikmenn innan sinna raða verða að byggja í kringum hann og ná jafnvægi með því að fá það besta út úr honum sem og öðrum leikmönnum. Þetta er það sem Pólland hefur gert með Robert Lewandowski,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt. 12. nóvember 2015 10:57 Verður brjálæðislega erfiður leikur Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM næsta sumar hefst í kvöld. Þá mætir Ísland liði Pólverja ytra. Nýir menn fá tækifæri. Fyrsta tækifæri drengjanna í baráttu um farseðilinn til Frakklands. 13. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt. 12. nóvember 2015 10:57
Verður brjálæðislega erfiður leikur Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM næsta sumar hefst í kvöld. Þá mætir Ísland liði Pólverja ytra. Nýir menn fá tækifæri. Fyrsta tækifæri drengjanna í baráttu um farseðilinn til Frakklands. 13. nóvember 2015 06:00
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti