Lögreglumaður á Austurlandi dæmdur í tíu mánaða fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. nóvember 2015 12:00 Lögreglumaðurinn stundaði það að stilla hraðamælinn og telja fólki trú um að það hefði ekið of hratt og þyrfti að greiða sekt. Sektargreiðslurnar voru líka óeðlilega háar í sumum tilfellum. EINAR BRAGI/ANTON Stefán Pedro Cabrera, lögreglumaður á Austurlandi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, fjársvik og rangar sakargiftir í opinberu starfi. Hann dró sér tæplega eina milljón króna í starfi en um var að ræða sektargreiðslur sem erlendir ferðamenn greiddu vegna hraðaaksturs.Málið kom upp í ágúst 2014 og var tilkynnt til ríkissaksóknara. Embættið fól í kjölfarið lögreglunni á Eskifirði að fara með rannsókn málsins. Var hann ákærður í maí síðastliðnum. Stefán játaði sök í öllum ákæruliðum nema einum en var fundinn sekur í þeim öllum.Stöðvaði ferðamenn víða um AusturlandÁkæran gegn manninum var í 21 lið og áttu brotin sér stað sumrin 2013 og 2014. Var maðurinn meðal annars ákærður fyrir rangar sakargiftir með því að hafa í júní 2013 stöðvað ökumann sem hann sagði að hefði ekið á 105 kílómetra hraða á klukkustund. Hið rétta er að konan sem ók bílnum var á 75 kílómetra hraða en lögreglumaðurinn hafði læst hraðamælinum í 105 kílómetrum. Lét lögreglumaðurinn ökumanninn því næst greiða 25.000 krónur í sekt „með því að hagnýta sér ranga hugmynd hennar um að hún hafi framið refsivert brot,“ eins og segir í ákæru. Þetta var eini ákæruliðurinn þar sem Stefán neitaði sök en hann var engu að síður fundinn sekur. Önnur brot lögreglumannsins sneru að því að hann stöðvaði ökumenn víðs vegar um Austurland fyrir of hraðan akstur.Sektaði ferðamennina um mun hærri upphæð en lög leyfaLögreglumaðurinn stöðvaði þá fyrir of hraðan akstur, oft með hraðamælinn ranglega stilltan á kyrrstöðu en svo læsti hann inni ákveðna hraðatölu. Því næst stöðvaði hann ökumann fyrir of hraðan akstur og sektaði viðkomandi um mun hærri upphæð en lög leyfa. Þá stakk hann peningnum í eigin vasa. Háttsemi mannsins var til dæmis lýst svo í einum lið ákærunnar: „Með því að hafa þriðjudaginn 15. júlí, við hraðaeftirlit á þjóðvegi 1 við Flúðir, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., læst inn hraða bifreiðarinnar Y sem var 141 km/klst., stöðvað ökumann bifreiðarinnar fyrir of hraðan akstur og í kjölfarið, við Miðvang á Egilsstöðum, krafist og tekið við sektargreiðslu að fjárhæð kr. 108.000 úr hendi M, ökumanns bifreiðarinnar, og þannig hagnýtt sér ranga hugmynd hans um að sú sekt lægi við brotinu en rétt sekt nam kr. 67.500 að teknu tilliti til vikmarka og 25% afsláttar. Ákærði nýtti fjármunina heimildarlaust í eigin þágu í stað þess að standa skil á hluta þeirra til ríkissjóðs.“ Eins og áður segir nam fjárhæðin sem lögreglumaðurinn hafði upp úr krafsinu hátt í einni milljón króna. Brot hans varða við 148., 247. og 248. grein almennra hegningarlaga, en refsing vegna fjárdráttar getur numið allt að sex árum í fangelsi. Var niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra að dæma Stefán Pedro í 10 mánaða fangelsi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Rannsókn á máli lögreglumanns á Seyðisfirði á lokastigi 4. febrúar 2015 14:57 Meintur fjárdráttur lögreglumanns nemur milljónum króna Rannsókn lögreglu lokið og málið komið til ríkissaksóknara. 8. maí 2015 16:12 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Sjá meira
Stefán Pedro Cabrera, lögreglumaður á Austurlandi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, fjársvik og rangar sakargiftir í opinberu starfi. Hann dró sér tæplega eina milljón króna í starfi en um var að ræða sektargreiðslur sem erlendir ferðamenn greiddu vegna hraðaaksturs.Málið kom upp í ágúst 2014 og var tilkynnt til ríkissaksóknara. Embættið fól í kjölfarið lögreglunni á Eskifirði að fara með rannsókn málsins. Var hann ákærður í maí síðastliðnum. Stefán játaði sök í öllum ákæruliðum nema einum en var fundinn sekur í þeim öllum.Stöðvaði ferðamenn víða um AusturlandÁkæran gegn manninum var í 21 lið og áttu brotin sér stað sumrin 2013 og 2014. Var maðurinn meðal annars ákærður fyrir rangar sakargiftir með því að hafa í júní 2013 stöðvað ökumann sem hann sagði að hefði ekið á 105 kílómetra hraða á klukkustund. Hið rétta er að konan sem ók bílnum var á 75 kílómetra hraða en lögreglumaðurinn hafði læst hraðamælinum í 105 kílómetrum. Lét lögreglumaðurinn ökumanninn því næst greiða 25.000 krónur í sekt „með því að hagnýta sér ranga hugmynd hennar um að hún hafi framið refsivert brot,“ eins og segir í ákæru. Þetta var eini ákæruliðurinn þar sem Stefán neitaði sök en hann var engu að síður fundinn sekur. Önnur brot lögreglumannsins sneru að því að hann stöðvaði ökumenn víðs vegar um Austurland fyrir of hraðan akstur.Sektaði ferðamennina um mun hærri upphæð en lög leyfaLögreglumaðurinn stöðvaði þá fyrir of hraðan akstur, oft með hraðamælinn ranglega stilltan á kyrrstöðu en svo læsti hann inni ákveðna hraðatölu. Því næst stöðvaði hann ökumann fyrir of hraðan akstur og sektaði viðkomandi um mun hærri upphæð en lög leyfa. Þá stakk hann peningnum í eigin vasa. Háttsemi mannsins var til dæmis lýst svo í einum lið ákærunnar: „Með því að hafa þriðjudaginn 15. júlí, við hraðaeftirlit á þjóðvegi 1 við Flúðir, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., læst inn hraða bifreiðarinnar Y sem var 141 km/klst., stöðvað ökumann bifreiðarinnar fyrir of hraðan akstur og í kjölfarið, við Miðvang á Egilsstöðum, krafist og tekið við sektargreiðslu að fjárhæð kr. 108.000 úr hendi M, ökumanns bifreiðarinnar, og þannig hagnýtt sér ranga hugmynd hans um að sú sekt lægi við brotinu en rétt sekt nam kr. 67.500 að teknu tilliti til vikmarka og 25% afsláttar. Ákærði nýtti fjármunina heimildarlaust í eigin þágu í stað þess að standa skil á hluta þeirra til ríkissjóðs.“ Eins og áður segir nam fjárhæðin sem lögreglumaðurinn hafði upp úr krafsinu hátt í einni milljón króna. Brot hans varða við 148., 247. og 248. grein almennra hegningarlaga, en refsing vegna fjárdráttar getur numið allt að sex árum í fangelsi. Var niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra að dæma Stefán Pedro í 10 mánaða fangelsi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Rannsókn á máli lögreglumanns á Seyðisfirði á lokastigi 4. febrúar 2015 14:57 Meintur fjárdráttur lögreglumanns nemur milljónum króna Rannsókn lögreglu lokið og málið komið til ríkissaksóknara. 8. maí 2015 16:12 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Sjá meira
Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Rannsókn á máli lögreglumanns á Seyðisfirði á lokastigi 4. febrúar 2015 14:57
Meintur fjárdráttur lögreglumanns nemur milljónum króna Rannsókn lögreglu lokið og málið komið til ríkissaksóknara. 8. maí 2015 16:12