Tákn úr heimi íþrótta og leikja Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 10:45 "Þetta eru nokkurs konar leikföng en þó má ekki hrófla við þeim,“ segir Kristín um prikin sem hún er með á leið niður í Núllið. Vísir/GVA „Mér finnst gaman að takast á við þetta rými og hentar það ágætlega. En það er vissulega ólíkt öðrum sýningarstöðum,“ segir Kristín Rúnarsdóttir myndlistarkona þar sem hún er að hefja uppsetningu sýningarinnar prik/strik/ í Nýlistasafninu í Bankastræti núll. Hún er einmitt með marglit prik undir hendinni, þau hefur hún unnið í vinnustofunni sinni og mun finna þeim stað og listræna merkingu í Núllinu. „Þetta eru nokkurs konar leikföng en samt má ekki leika sér með þau eða hrófla við þeim,“ segir hún kankvís. Kristín notar límbönd til að teikna á veggi, gólf og loft. Hún kveðst búin að skissa mynstrin upp að mestu en síðan laga þau að hurðaopum, innréttingum, loftlistum og öðrum hlutföllum og einkennum jarðhússins. „Í verkinu er mikið af beinum línum og réttum hornum og ég nota hallamál og reglustikur til að ná fram réttu formunum,“ segir hún. Kristín byggir myndmál sitt á máluðum línum í umhverfi okkar. „Ég skoða mikið merkingar í almannarýmum, svo sem á flugvöllum, akbrautum, íþróttavöllum og leikvöllum, þessar máluðu línur sem eru allt í kringum okkur og afmarka svæði fyrir hinar ýmsu greinar,“ útskýrir hún. „Þetta er verk sem fólk gengur inn í og verður að koma á staðinn til að sjá hvernig tekur sig út.“ Sýningin verður opnuð klukkan 17 á morgun, föstudag, og stendur til sunnudagsins 6. desember. Núllið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18. Myndlist Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Mér finnst gaman að takast á við þetta rými og hentar það ágætlega. En það er vissulega ólíkt öðrum sýningarstöðum,“ segir Kristín Rúnarsdóttir myndlistarkona þar sem hún er að hefja uppsetningu sýningarinnar prik/strik/ í Nýlistasafninu í Bankastræti núll. Hún er einmitt með marglit prik undir hendinni, þau hefur hún unnið í vinnustofunni sinni og mun finna þeim stað og listræna merkingu í Núllinu. „Þetta eru nokkurs konar leikföng en samt má ekki leika sér með þau eða hrófla við þeim,“ segir hún kankvís. Kristín notar límbönd til að teikna á veggi, gólf og loft. Hún kveðst búin að skissa mynstrin upp að mestu en síðan laga þau að hurðaopum, innréttingum, loftlistum og öðrum hlutföllum og einkennum jarðhússins. „Í verkinu er mikið af beinum línum og réttum hornum og ég nota hallamál og reglustikur til að ná fram réttu formunum,“ segir hún. Kristín byggir myndmál sitt á máluðum línum í umhverfi okkar. „Ég skoða mikið merkingar í almannarýmum, svo sem á flugvöllum, akbrautum, íþróttavöllum og leikvöllum, þessar máluðu línur sem eru allt í kringum okkur og afmarka svæði fyrir hinar ýmsu greinar,“ útskýrir hún. „Þetta er verk sem fólk gengur inn í og verður að koma á staðinn til að sjá hvernig tekur sig út.“ Sýningin verður opnuð klukkan 17 á morgun, föstudag, og stendur til sunnudagsins 6. desember. Núllið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18.
Myndlist Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“