Flókið regluverk ekki afsökun fyrir því að brjóta lög 12. nóvember 2015 19:30 Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Sprenging hefur orðið í skammtímaleigu íbúða til ferðamanna í gegnum vefsíðuna airbnb. Í nýrri skýrslu Háskólans á Bifröst kemur fram að í Reykjavík séu yfir 1.900 herbergi og íbúðir í útleigu. Samtök ferðaþjónustunnar benda á að í mörgum íbúðum séu fleiri en eitt herbergi svo ætla megi að hlutdeild airbnb slagi upp í að vera á pari við hótelmarkaðinn, en um 3.900 hótelherbergi eru nú á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn er sá að hátt í 90% leiguíbúða eru rekin í leyfisleysi. „Þannig að þetta er helmingurinn af framboðinu og það má segja að þegar aðeins 13% þeirra eru með tilskylin leyfi og skili sköttum og skyldum, þá er samkeppnisstaðan mjög skökk á þessum markaði og við gerum þá sjálfsögðu og skýlausu kröfu að það sé leiðrétt," segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir þær tölur sem fram komu í skýrslunni, að 4% allra íbúða í Reykjavík séu í útleigu til ferðamanna, ekki koma á óvart. „Þessi íbúðagisting er að sjálfsögðu komin til að vera hér eins og annars staðar í heiminum, en það sem er þó sérstakt hér á Íslandi er að hvergi annars staðar, allavega ekki í þeim öndum sem eru næst okkur, er þetta hlutfall svona svakalega hátt. En það má líka að segja að annars staðar hefur ekki verið jafnsvakalegur vöxtur frá ári til árs í fjölda ferðamana, svo það er að hluta til eðlilegt."Mikilvægt að gera greinarmun á frístundaleigu og atvinnurekstri Iðnaðarráðherra greindi frá því í Íslandi í dag í vikunni að unnið sé að því að einfalda regluverkið þannig að fólki verði heimilt að leigja út heimili sín í allt að 90 daga á ári án þess að þurfa sömu leyfi og hótel eða gistiheimili. Samtök ferðaþjónustunnar telja jákvætt að koma til móts við þá sem stunda svo kallaða frístundaleigu. „En hinsvegar þeir sem eru í fullum atvinnurekstri við það að leigja út íbúðir, það er eðlilegt að þeir sitji við sama borð og þeir sem eru í sömu starfsemi, það er að segja, hvort sem verið er að leigja út hótelherbergi, eða herbergi og íbúðir. Það er ekkert óeðlilegt við það og við gerum kröfu um það að sjálfsögðu að menn sitji við sama borð hvað það varðar," segir Helga. Það eitt að regluverkið sé flókið sé ekki afsökun til þess að brjóta lög. Helga segir þetta í raun þríþætt. Í fyrsta lagi að allir sem hafi atvinnu af rekstri gistinga búi við sama skattaumhverfi. Í öðru lagi að regluverkið tryggi öryggi ferðamanna sem best. Í þriðja lagi þurfi svo að gæta þess að reglunum sé fylgt. „Til þess að þetta komi allt heim og saman þá verðum við að tryggja eftirlit og viðurlög. Það er eitthvað sem við teljum að hafi verið verulega ábótavant." Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Airbnb á Íslandi sækir á Mikil aukning í framboði og eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum hér á landi. 30. október 2015 10:39 Hegðun neytenda í deilihagkerfinu er að breytast Deilihagkerfið er farið að snúast minna um félagsleg tengsl og meira um peninga. 30. október 2015 16:30 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 4% allra íbúða í Reykjavík í útleigu til ferðamanna Um 3400 íbúðir og herbergi á Íslandi eru skráð á Airbnb. 6. nóvember 2015 16:03 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Sprenging hefur orðið í skammtímaleigu íbúða til ferðamanna í gegnum vefsíðuna airbnb. Í nýrri skýrslu Háskólans á Bifröst kemur fram að í Reykjavík séu yfir 1.900 herbergi og íbúðir í útleigu. Samtök ferðaþjónustunnar benda á að í mörgum íbúðum séu fleiri en eitt herbergi svo ætla megi að hlutdeild airbnb slagi upp í að vera á pari við hótelmarkaðinn, en um 3.900 hótelherbergi eru nú á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn er sá að hátt í 90% leiguíbúða eru rekin í leyfisleysi. „Þannig að þetta er helmingurinn af framboðinu og það má segja að þegar aðeins 13% þeirra eru með tilskylin leyfi og skili sköttum og skyldum, þá er samkeppnisstaðan mjög skökk á þessum markaði og við gerum þá sjálfsögðu og skýlausu kröfu að það sé leiðrétt," segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir þær tölur sem fram komu í skýrslunni, að 4% allra íbúða í Reykjavík séu í útleigu til ferðamanna, ekki koma á óvart. „Þessi íbúðagisting er að sjálfsögðu komin til að vera hér eins og annars staðar í heiminum, en það sem er þó sérstakt hér á Íslandi er að hvergi annars staðar, allavega ekki í þeim öndum sem eru næst okkur, er þetta hlutfall svona svakalega hátt. En það má líka að segja að annars staðar hefur ekki verið jafnsvakalegur vöxtur frá ári til árs í fjölda ferðamana, svo það er að hluta til eðlilegt."Mikilvægt að gera greinarmun á frístundaleigu og atvinnurekstri Iðnaðarráðherra greindi frá því í Íslandi í dag í vikunni að unnið sé að því að einfalda regluverkið þannig að fólki verði heimilt að leigja út heimili sín í allt að 90 daga á ári án þess að þurfa sömu leyfi og hótel eða gistiheimili. Samtök ferðaþjónustunnar telja jákvætt að koma til móts við þá sem stunda svo kallaða frístundaleigu. „En hinsvegar þeir sem eru í fullum atvinnurekstri við það að leigja út íbúðir, það er eðlilegt að þeir sitji við sama borð og þeir sem eru í sömu starfsemi, það er að segja, hvort sem verið er að leigja út hótelherbergi, eða herbergi og íbúðir. Það er ekkert óeðlilegt við það og við gerum kröfu um það að sjálfsögðu að menn sitji við sama borð hvað það varðar," segir Helga. Það eitt að regluverkið sé flókið sé ekki afsökun til þess að brjóta lög. Helga segir þetta í raun þríþætt. Í fyrsta lagi að allir sem hafi atvinnu af rekstri gistinga búi við sama skattaumhverfi. Í öðru lagi að regluverkið tryggi öryggi ferðamanna sem best. Í þriðja lagi þurfi svo að gæta þess að reglunum sé fylgt. „Til þess að þetta komi allt heim og saman þá verðum við að tryggja eftirlit og viðurlög. Það er eitthvað sem við teljum að hafi verið verulega ábótavant."
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Airbnb á Íslandi sækir á Mikil aukning í framboði og eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum hér á landi. 30. október 2015 10:39 Hegðun neytenda í deilihagkerfinu er að breytast Deilihagkerfið er farið að snúast minna um félagsleg tengsl og meira um peninga. 30. október 2015 16:30 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 4% allra íbúða í Reykjavík í útleigu til ferðamanna Um 3400 íbúðir og herbergi á Íslandi eru skráð á Airbnb. 6. nóvember 2015 16:03 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Airbnb á Íslandi sækir á Mikil aukning í framboði og eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum hér á landi. 30. október 2015 10:39
Hegðun neytenda í deilihagkerfinu er að breytast Deilihagkerfið er farið að snúast minna um félagsleg tengsl og meira um peninga. 30. október 2015 16:30
Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00
4% allra íbúða í Reykjavík í útleigu til ferðamanna Um 3400 íbúðir og herbergi á Íslandi eru skráð á Airbnb. 6. nóvember 2015 16:03
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30