Hyundai hannar Genesis flaggskip Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2015 11:25 Svona kemur Genesis G90 til með að líta út. worldcarfans Hyundai er full alvara með stofnun nýrrar lúxusbíladeildar og hefur nú hannað flaggskip í þann flota sem fær nafnið Genesis G90. Heiti nýrrar lúxusbíladeildar verður Genesis og fá því allir bílar hennar það nafn og greinilega einhverja stafi í endann. Genesis G90 kemur til með að leysa af hólmi Hyundai Equus og verður framleiðslu hans hætt í kjölfarið. Genesis verður hlaðinn tækninýjungum og hannaður sem lúxusbíll af stærri gerðinni og sportlegur að auki. Til stendur að Genesis flotinn samanstandi af minnst 5 bílgerðum árið 2020. Genesis verður lágur og langur bíll með stóru húddi, smáum gluggum til að auka á sportlegt útlit og stekar línur og stórt grill til að ná fram sterkum karakter. Ekki er ljóst hvenær til stendur að hefja framleiðslu Genesis G90. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent
Hyundai er full alvara með stofnun nýrrar lúxusbíladeildar og hefur nú hannað flaggskip í þann flota sem fær nafnið Genesis G90. Heiti nýrrar lúxusbíladeildar verður Genesis og fá því allir bílar hennar það nafn og greinilega einhverja stafi í endann. Genesis G90 kemur til með að leysa af hólmi Hyundai Equus og verður framleiðslu hans hætt í kjölfarið. Genesis verður hlaðinn tækninýjungum og hannaður sem lúxusbíll af stærri gerðinni og sportlegur að auki. Til stendur að Genesis flotinn samanstandi af minnst 5 bílgerðum árið 2020. Genesis verður lágur og langur bíll með stóru húddi, smáum gluggum til að auka á sportlegt útlit og stekar línur og stórt grill til að ná fram sterkum karakter. Ekki er ljóst hvenær til stendur að hefja framleiðslu Genesis G90.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent