Nýtt lag og myndband frá Emmsjé Gauta: "Ómar Ragnarsson er svo nettur náungi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2015 14:02 Línudansarinn Ingunn Hlín Björgvinsdóttir sýnir lipra takta í myndbandinu Mynd/Skjáskot Rapparinn Emmsjé Gauti hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Ómar Ragnarsson. Því fylgir glænýtt myndband þar sem sjá má Ingunni Hlín Björgvinsdóttir, línudansara á níræðisaldri, sýna glæsilega takta á dansgólfinu. Óneitanlega velta sumir því fyrir sér afhverju lagið heitir Ómar Ragnarsson en skýringin á bak við það er ósköp einföld. „Pælingin á bak við þetta er að maður þarf að lifa hátt, fljúga í gegnum lífið og njóta þess, alveg eins og Ómar Ragnarsson,“ útskýrir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. „Svo er hann bara svo nettur náungi að það er um að gera að heiðra hann.“ Myndbandið er unnið í samvinnu við Tjarnargatan framleiðslufyrirtæki og er leikstýrt af Frey Árnasyni og Hauki Karlssyni en Emmsjé Gauti segir að hugmyndin með línudansinum hafi komið frá þeim. „Þeir höfðu horft á línudansmyndband á YouTube vegna vinnunar sinnar og ákvaðu að þeir urðu að koma þessu fyrir í einhverju tónlistarmynbandi. Þeir heyrðu svo í mér og spurðu hvort ég væri ekki með eitthvað lag sem mætti gera myndband við.“ Það er línudansarinn Ingunn Hlín Björgvinsdóttir sem sýnir lipra takta í myndbandinu en þegar Emmsjé Gauti og leikstjórarnir fóru á stúfana í leit að línudansara bentu allir á hana. „Við töluðum við íþróttafélag og félagssamtök og nafnið hennar poppaði alltaf upp. Hún var til í þetta og var alveg frábær.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en það er eins og áður sagði í leikstjórn Freys Árnasonar og Hauks Karlssonar. Kári Jóhannsson sá um grafík og Dana Rún Hákonardóttir var stílisti. Tónlist Tengdar fréttir Vinsælustu Íslendingarnir á Snapchat Útvarpsþátturinn FM95Blö og Pétur Jóhann eru vinsælustu snapparar landsins eftir því sem Vísir kemst næst. 7. ágúst 2015 07:00 Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta um bullandi vináttu „Strákarnir er eitt af þessum lögum sem kom um leið og ég heyrði taktinn. Auðunn Lútherson sendi á mig demo af honum og ég varð samstundis ástfanginn,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. 14. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Ómar Ragnarsson. Því fylgir glænýtt myndband þar sem sjá má Ingunni Hlín Björgvinsdóttir, línudansara á níræðisaldri, sýna glæsilega takta á dansgólfinu. Óneitanlega velta sumir því fyrir sér afhverju lagið heitir Ómar Ragnarsson en skýringin á bak við það er ósköp einföld. „Pælingin á bak við þetta er að maður þarf að lifa hátt, fljúga í gegnum lífið og njóta þess, alveg eins og Ómar Ragnarsson,“ útskýrir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. „Svo er hann bara svo nettur náungi að það er um að gera að heiðra hann.“ Myndbandið er unnið í samvinnu við Tjarnargatan framleiðslufyrirtæki og er leikstýrt af Frey Árnasyni og Hauki Karlssyni en Emmsjé Gauti segir að hugmyndin með línudansinum hafi komið frá þeim. „Þeir höfðu horft á línudansmyndband á YouTube vegna vinnunar sinnar og ákvaðu að þeir urðu að koma þessu fyrir í einhverju tónlistarmynbandi. Þeir heyrðu svo í mér og spurðu hvort ég væri ekki með eitthvað lag sem mætti gera myndband við.“ Það er línudansarinn Ingunn Hlín Björgvinsdóttir sem sýnir lipra takta í myndbandinu en þegar Emmsjé Gauti og leikstjórarnir fóru á stúfana í leit að línudansara bentu allir á hana. „Við töluðum við íþróttafélag og félagssamtök og nafnið hennar poppaði alltaf upp. Hún var til í þetta og var alveg frábær.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en það er eins og áður sagði í leikstjórn Freys Árnasonar og Hauks Karlssonar. Kári Jóhannsson sá um grafík og Dana Rún Hákonardóttir var stílisti.
Tónlist Tengdar fréttir Vinsælustu Íslendingarnir á Snapchat Útvarpsþátturinn FM95Blö og Pétur Jóhann eru vinsælustu snapparar landsins eftir því sem Vísir kemst næst. 7. ágúst 2015 07:00 Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta um bullandi vináttu „Strákarnir er eitt af þessum lögum sem kom um leið og ég heyrði taktinn. Auðunn Lútherson sendi á mig demo af honum og ég varð samstundis ástfanginn,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. 14. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Vinsælustu Íslendingarnir á Snapchat Útvarpsþátturinn FM95Blö og Pétur Jóhann eru vinsælustu snapparar landsins eftir því sem Vísir kemst næst. 7. ágúst 2015 07:00
Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta um bullandi vináttu „Strákarnir er eitt af þessum lögum sem kom um leið og ég heyrði taktinn. Auðunn Lútherson sendi á mig demo af honum og ég varð samstundis ástfanginn,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. 14. ágúst 2015 12:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“