Rússland er með framtíð efnahags Tyrklands í hendi sér Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Tómataframleiðsla er mikil í Tyrklandi en hugsanlegar efnahagsaðgerðir Rússa gætu haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá framleiðslu. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti vill mæta Vladimír Pútín Rússlandsforseta og ræða við hann augliti til auglitis í París í næstu viku á sama tíma og loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst. Pútín hefur krafist þess að Tyrkir biðjist afsökunar á því að hafa grandað herþotu sem flaug inn í Tyrkneska lofthelgi á þriðjudaginn. Hann muni ekki ræða við Erdogan fyrr en afsökunarbeiðni hafi borist. Þá hefur Erdogan harðneitað að biðjast afsökunar. „Ef það er einhver sem þarf að biðjast afsökunar þá erum það ekki við,“ sagði Erdogan í ávarpi á fimmtudaginn. „Þeir sem vanhelguðu lofthelgi okkar eru þeir sem þurfa að biðjast afsökunar. Flugmenn okkar og her voru einfaldlega að sinna skyldu sinni,“ sagði hann. Þá hefur Erdogan sagt að honum þyki það miður að samskipti ríkjanna hafi versnað en ekki er útlit fyrir þíðu í samskiptum ríkjanna tveggja á næstunni. Rússar hafa boðað umfangsmiklar þvingunaraðgerðir gagnvart Tyrklandi. Aðgerðir gegn Tyrkjum kynnu að hafa afdrifaríkar afleiðingar en Rússland er mikilvægasti viðskiptafélagi Tyrklands á eftir Þýskalandi. Um 3,5 milljónir Rússa sækja Tyrkland heim árlega og ferðaþjónustan í Tyrklandi leggur um 13 þúsund milljarða króna til landsframleiðslu Tyrklands, enn fremur starfa um 2,1 milljón manns við ferðaþjónustuna í Tyrklandi. Um 60 prósent af öllu jarðgasi og 30 prósent af allri olíu sem Tyrkir kaupa koma frá Rússlandi og árið 2014 voru tekjur af útflutningi til Rússlands sem nemur um 3.300 milljörðum króna. Nú þegar hefur landbúnaðarráðherra Rússlands tilkynnt um að ríflega 15 prósent innfluttra matvæla frá Tyrklandi standist ekki heilbrigðisstaðla í Rússlandi. Gennady Onishchenko, fyrrverandi yfirmaður matvælaeftirlitsins í Rússlandi, lét hafa eftir sér í vikunni að hver tyrkneskur tómatur sem Rússar keyptu færi í að fjármagna næsta loftskeyti til að granda rússneskri þotu. En rúmlega 20 prósent af öllu grænmeti sem flutt er til Rússlands koma frá Tyrklandi. Þá tilkynnti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær að frjálsum fólksflutningum á milli ríkjanna yrði hætt þann 1. janúar næstkomandi og vegabréfsáritunar yrði krafist. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti vill mæta Vladimír Pútín Rússlandsforseta og ræða við hann augliti til auglitis í París í næstu viku á sama tíma og loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst. Pútín hefur krafist þess að Tyrkir biðjist afsökunar á því að hafa grandað herþotu sem flaug inn í Tyrkneska lofthelgi á þriðjudaginn. Hann muni ekki ræða við Erdogan fyrr en afsökunarbeiðni hafi borist. Þá hefur Erdogan harðneitað að biðjast afsökunar. „Ef það er einhver sem þarf að biðjast afsökunar þá erum það ekki við,“ sagði Erdogan í ávarpi á fimmtudaginn. „Þeir sem vanhelguðu lofthelgi okkar eru þeir sem þurfa að biðjast afsökunar. Flugmenn okkar og her voru einfaldlega að sinna skyldu sinni,“ sagði hann. Þá hefur Erdogan sagt að honum þyki það miður að samskipti ríkjanna hafi versnað en ekki er útlit fyrir þíðu í samskiptum ríkjanna tveggja á næstunni. Rússar hafa boðað umfangsmiklar þvingunaraðgerðir gagnvart Tyrklandi. Aðgerðir gegn Tyrkjum kynnu að hafa afdrifaríkar afleiðingar en Rússland er mikilvægasti viðskiptafélagi Tyrklands á eftir Þýskalandi. Um 3,5 milljónir Rússa sækja Tyrkland heim árlega og ferðaþjónustan í Tyrklandi leggur um 13 þúsund milljarða króna til landsframleiðslu Tyrklands, enn fremur starfa um 2,1 milljón manns við ferðaþjónustuna í Tyrklandi. Um 60 prósent af öllu jarðgasi og 30 prósent af allri olíu sem Tyrkir kaupa koma frá Rússlandi og árið 2014 voru tekjur af útflutningi til Rússlands sem nemur um 3.300 milljörðum króna. Nú þegar hefur landbúnaðarráðherra Rússlands tilkynnt um að ríflega 15 prósent innfluttra matvæla frá Tyrklandi standist ekki heilbrigðisstaðla í Rússlandi. Gennady Onishchenko, fyrrverandi yfirmaður matvælaeftirlitsins í Rússlandi, lét hafa eftir sér í vikunni að hver tyrkneskur tómatur sem Rússar keyptu færi í að fjármagna næsta loftskeyti til að granda rússneskri þotu. En rúmlega 20 prósent af öllu grænmeti sem flutt er til Rússlands koma frá Tyrklandi. Þá tilkynnti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær að frjálsum fólksflutningum á milli ríkjanna yrði hætt þann 1. janúar næstkomandi og vegabréfsáritunar yrði krafist.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira