Kemur siglandi að Hörpu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. nóvember 2015 10:00 Helga Jónsdóttir sést hér lengst til hægri með öðrum leikkonum sem flytja með henni gjörning í Hörpu í þágu góðs málstaðar. Vísir/Ernir Fyrir 2400 árum skrifaði gríska leikskáldið Evripídes leikrit um Trójustríðið sem varnaðarorð til Aþeninga að halda ekki áfram yfirgangi og stríðsrekstri; með því myndu þeir hljóta hefnd guða. Sagan segir að eftir tíu ára umsátur um Trójuborg hafi Grikkjum tekist að smygla her sínum inn fyrir borgarmúra Tróju með blekkingum. Þeir töldu Tróverjum trú um að hesturinn, „Trójuhesturinn“, væri fullur af gulli. Í verkinu er sungið um gull og grimmd, Trója er fallin þegar leikritið um dætur hennar hefst. „Hvar lendi ég í ánauð ellimóð?“spyr Hekúba, fyrrum drottning í Tróju, sem bíður örlaga sinna ásamt öðrum Trójudætrum.Ofurtrú á stríðsrekstri Helga Jónsdóttir leikkona segir að efni leikritsins eigi brýnt erindi við samtímann, ekkert hafi breyst, því ójöfnuður, græðgi, ofurtrú á stríðsrekstri og virðingarleysi fyrir mennskunni tröllríði enn okkar ringlaða heimi. Helga verður sjötug þann 28. desember og til stóð að vera með dagskrá í Iðnó á sjálfan afmælisdaginn, sem ber upp á mánudag. „Þar höfum við, svokallaðar fimmtíu plús, fengið inni. En Harpa hentaði betur þar sem við ákváðum að koma siglandi til leiks,“ segir Helga Hvunndagsleikhúsið setti Trójudætur á svið í Iðnó árið 1995, fyrir tuttugu árum, í leikstjórn Ingu Bjarnason við frumsamda tónlist Leifs Þórarinssonar og þá fór Bríet Héðinsdóttir með hlutverk Hekúbu en Helga lék Andrómökku.Í minningu listamanna „Þessi hugmynd er ekki nýtilkomin. Ég ætlaði fyrst að vera með leiklestur tengdan verkinu fyrir ári síðan, 2014, en þá hefði Leifur Þórarinsson orðið áttatíu ára. Það varð hins vegar ekki að veruleika og kannski hefði Leifur frekar viljað halda upp afmælið með Bríeti sem hefði orðið áttræð á þessu ári, 15. október sl. Mig langaði að heiðra minningu þeirra og svo á ég sjálf afmæli og ekki er leiðinlegt að fá að deila hátíð með þeim tveim.“ Helga segir að sköpunarferli sýningarinnar fyrir tuttugu árum hafi verið bæði spennandi og krefjandi, mikill texti í frábærri þýðingu Helga Hálfdanarsonar, og tónlist Leifs einstaklega falleg og vandmeðfarin. Leikmyndin var sjálft Iðnó sem búið var að „rústa“ og var því tilvalin umgjörð um sýninguna. „Það var ómetanleg reynsla að vinna með þessum stórkostlegum listamönnum. Þau Leifur og Bríet hurfu allt of fljótt af sjónarsviðinu en andi þeirra svífur yfir vötnum,“ segir Helga. Varðandi þann áfanga að verða sjötug segir Helga: „Ég hef margt að gleðjast yfir eftir því sem ég eldist því við eigum fjögur stórkostleg börn, þrettán barnabörn og eitt langömmubarn, hvert öðru yndislegra. Það er mikil blessun að fá að lifa og njóta þess að vera með mínu fólki á þessum tímamótum.“ Nú mun Helga fara með hlutverk Hekúbu drottningar en aðrir leikendur eru Lilja Þórisdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Guðrún Þórðardóttir og Kolbrún Erna Pétursdóttir, sem allar léku í sýningunni í Iðnó 1995. Helga fékk til liðs við sig fleiri leikkonur, þær Önnu Kristínu Arngrímsdóttur, barnabarn Bríetar, leikkonuna Esther Talíu Casey, og sömuleiðis dóttur sína Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur. Þá leikur Eyja Ólafsdóttir, langömmubarn Bríetar, barn og Friðrik Friðriksson, leikari, og tengdasonur Helgu flytur texta Póseidons, sjávarguðs, í upphafi sýningarinnar.Dagur Gunnarsson Sannur systraandi Um gjörninginn á sunnudag segir Helga: „Eitt er að fá hugmynd og langa til að láta gott af sér leiða og annað að draga aðra með sér, fara þess á leit við kollegana að gefa vinnu sína og mæta á æfingar á guðlegum sem óguðlegum tíma. En guðirnir hljóta að vera okkur hliðhollir því undirbúningur hefur gengið eins og í sögu og sannur systraandi ríkt í okkar herbúðum; frábær hópur og gefandi. Ég fór að hugsa um að það væri miklu gjöfulla fyrir mig að láta eitthvað gott af mér leiða og nýta þetta verk til þess.“ Allir þeir listamenn sem koma að verkinu gefa sína vinnu og aðgangur er ókeypis en Rauði krossinn tekur á móti söfnunarfé í anddyri Hörpu. Nú mun Helga fara með hlutverk Hekúbu drottningar en aðrir leikendur eru Lilja Þórisdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Guðrún Þórðardóttir og Kolbrún Erna Pétursdóttir, sem allar léku í sýningunni í Iðnó 1995. Helga fékk til liðs við sig fleiri leikkonur, þær Önnu Kristínu Arngrímsdóttur, barnabarn Bríetar, leikkonuna Esther Talíu Casey, og sömuleiðis dóttur sína Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur. Þá leikur Eyja Ólafsdóttir, langömmubarn Bríetar, barn og Friðrik Friðriksson, leikari, og tengdasonur Helgu flytur texta Póseidons, sjávarguðs, í upphafi sýningarinnar. Þrjár söngkonur flytja tónlistina sem Leifur Þórarinsson samdi við Trójudætur, þær Björk Jónsdóttir, Signý Sæmundsdóttir og Jóhanna Þórhallsdóttir, sem stjórnaði söngnum í Iðnó á sínum tíma. Fleiri listamenn koma að verkinu; Lára Stefánsdóttir, listdansari, sér um kóreógrafíu nú eins og í sýningunni 1995 og Helga Björnsson, búningahönnuður, velur klæðnaðinn. Lýsir sárum harmi „Flóttakonurnar“ munu koma siglandi frá Suðurbugt á sjófarinu Undínu og leggja að bryggju við Ingólfsgarð fyrir neðan Hörpu. „Við sláum þó þann varnagla að verði slæmt veður sleppum við kannski sjóferðinni. Þar skilur með okkur og blessuðu flóttafólkinu sem við erum að safna fé fyrir.“ Helga segir að verkið lýsi sárum harmi kvennanna, sem hafa misst allt og þurfa að leggja á flótta og þótt leikritið sé samið árið 415 f. Krist blasi við sú átakanlega staðreynd að ástandið í heiminum sé síst betra í dag.Dagur Gunnarsson Mannkynið er ein stór fjölskylda „Fólk getur fylgst með siglingunni innan úr húsinu,“ segir Helga. „Eða tekið á móti flóttakonunum niðri á bryggjunni við Ingólfsgarð og gengið í fylgd fána- og kyndilbera inn í Hörpu þar sem verkið verður flutt í stiganum í anddyrinu.“ Helga segir að verkið lýsi sárum harmi kvennanna, sem hafa misst allt og þurfa að leggja á flótta og þótt leikritið sé samið árið 415 f. Krist blasi við sú átakanlega staðreynd að ástandið í heiminum sé síst betra í dag. „Við viljum með verkinu sýna þeim samúð og samkennd sem þurfa að leggja líf sitt í hættu á flótta undan stríði.“ Hún skorar á fólk að leggja söfnunarátaki Rauða krossins lið því þörfin sé brýn eins og allir viti. Og Helga bætir við: „Maður getur reynt að ímynda sér hvernig það er að neyðast til að yfirgefa heimkynni sín, vini og ættingja og halda út í óvissuna. Það gerir enginn að gamni sínu. Mér finnst að okkur sem þjóð beri skylda til að sýna þeim sem hingað leita að þeir séu velkomnir. Við verðum fyrst og fremst að temja okkur þann hugsunarhátt að við erum bara hluti af stærri heild. Mannkynið er ein stór fjölskylda sem verður að standa saman eins og fjölskyldum ber að gera þegar eitthvað bjátar á.“ Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fyrir 2400 árum skrifaði gríska leikskáldið Evripídes leikrit um Trójustríðið sem varnaðarorð til Aþeninga að halda ekki áfram yfirgangi og stríðsrekstri; með því myndu þeir hljóta hefnd guða. Sagan segir að eftir tíu ára umsátur um Trójuborg hafi Grikkjum tekist að smygla her sínum inn fyrir borgarmúra Tróju með blekkingum. Þeir töldu Tróverjum trú um að hesturinn, „Trójuhesturinn“, væri fullur af gulli. Í verkinu er sungið um gull og grimmd, Trója er fallin þegar leikritið um dætur hennar hefst. „Hvar lendi ég í ánauð ellimóð?“spyr Hekúba, fyrrum drottning í Tróju, sem bíður örlaga sinna ásamt öðrum Trójudætrum.Ofurtrú á stríðsrekstri Helga Jónsdóttir leikkona segir að efni leikritsins eigi brýnt erindi við samtímann, ekkert hafi breyst, því ójöfnuður, græðgi, ofurtrú á stríðsrekstri og virðingarleysi fyrir mennskunni tröllríði enn okkar ringlaða heimi. Helga verður sjötug þann 28. desember og til stóð að vera með dagskrá í Iðnó á sjálfan afmælisdaginn, sem ber upp á mánudag. „Þar höfum við, svokallaðar fimmtíu plús, fengið inni. En Harpa hentaði betur þar sem við ákváðum að koma siglandi til leiks,“ segir Helga Hvunndagsleikhúsið setti Trójudætur á svið í Iðnó árið 1995, fyrir tuttugu árum, í leikstjórn Ingu Bjarnason við frumsamda tónlist Leifs Þórarinssonar og þá fór Bríet Héðinsdóttir með hlutverk Hekúbu en Helga lék Andrómökku.Í minningu listamanna „Þessi hugmynd er ekki nýtilkomin. Ég ætlaði fyrst að vera með leiklestur tengdan verkinu fyrir ári síðan, 2014, en þá hefði Leifur Þórarinsson orðið áttatíu ára. Það varð hins vegar ekki að veruleika og kannski hefði Leifur frekar viljað halda upp afmælið með Bríeti sem hefði orðið áttræð á þessu ári, 15. október sl. Mig langaði að heiðra minningu þeirra og svo á ég sjálf afmæli og ekki er leiðinlegt að fá að deila hátíð með þeim tveim.“ Helga segir að sköpunarferli sýningarinnar fyrir tuttugu árum hafi verið bæði spennandi og krefjandi, mikill texti í frábærri þýðingu Helga Hálfdanarsonar, og tónlist Leifs einstaklega falleg og vandmeðfarin. Leikmyndin var sjálft Iðnó sem búið var að „rústa“ og var því tilvalin umgjörð um sýninguna. „Það var ómetanleg reynsla að vinna með þessum stórkostlegum listamönnum. Þau Leifur og Bríet hurfu allt of fljótt af sjónarsviðinu en andi þeirra svífur yfir vötnum,“ segir Helga. Varðandi þann áfanga að verða sjötug segir Helga: „Ég hef margt að gleðjast yfir eftir því sem ég eldist því við eigum fjögur stórkostleg börn, þrettán barnabörn og eitt langömmubarn, hvert öðru yndislegra. Það er mikil blessun að fá að lifa og njóta þess að vera með mínu fólki á þessum tímamótum.“ Nú mun Helga fara með hlutverk Hekúbu drottningar en aðrir leikendur eru Lilja Þórisdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Guðrún Þórðardóttir og Kolbrún Erna Pétursdóttir, sem allar léku í sýningunni í Iðnó 1995. Helga fékk til liðs við sig fleiri leikkonur, þær Önnu Kristínu Arngrímsdóttur, barnabarn Bríetar, leikkonuna Esther Talíu Casey, og sömuleiðis dóttur sína Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur. Þá leikur Eyja Ólafsdóttir, langömmubarn Bríetar, barn og Friðrik Friðriksson, leikari, og tengdasonur Helgu flytur texta Póseidons, sjávarguðs, í upphafi sýningarinnar.Dagur Gunnarsson Sannur systraandi Um gjörninginn á sunnudag segir Helga: „Eitt er að fá hugmynd og langa til að láta gott af sér leiða og annað að draga aðra með sér, fara þess á leit við kollegana að gefa vinnu sína og mæta á æfingar á guðlegum sem óguðlegum tíma. En guðirnir hljóta að vera okkur hliðhollir því undirbúningur hefur gengið eins og í sögu og sannur systraandi ríkt í okkar herbúðum; frábær hópur og gefandi. Ég fór að hugsa um að það væri miklu gjöfulla fyrir mig að láta eitthvað gott af mér leiða og nýta þetta verk til þess.“ Allir þeir listamenn sem koma að verkinu gefa sína vinnu og aðgangur er ókeypis en Rauði krossinn tekur á móti söfnunarfé í anddyri Hörpu. Nú mun Helga fara með hlutverk Hekúbu drottningar en aðrir leikendur eru Lilja Þórisdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Guðrún Þórðardóttir og Kolbrún Erna Pétursdóttir, sem allar léku í sýningunni í Iðnó 1995. Helga fékk til liðs við sig fleiri leikkonur, þær Önnu Kristínu Arngrímsdóttur, barnabarn Bríetar, leikkonuna Esther Talíu Casey, og sömuleiðis dóttur sína Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur. Þá leikur Eyja Ólafsdóttir, langömmubarn Bríetar, barn og Friðrik Friðriksson, leikari, og tengdasonur Helgu flytur texta Póseidons, sjávarguðs, í upphafi sýningarinnar. Þrjár söngkonur flytja tónlistina sem Leifur Þórarinsson samdi við Trójudætur, þær Björk Jónsdóttir, Signý Sæmundsdóttir og Jóhanna Þórhallsdóttir, sem stjórnaði söngnum í Iðnó á sínum tíma. Fleiri listamenn koma að verkinu; Lára Stefánsdóttir, listdansari, sér um kóreógrafíu nú eins og í sýningunni 1995 og Helga Björnsson, búningahönnuður, velur klæðnaðinn. Lýsir sárum harmi „Flóttakonurnar“ munu koma siglandi frá Suðurbugt á sjófarinu Undínu og leggja að bryggju við Ingólfsgarð fyrir neðan Hörpu. „Við sláum þó þann varnagla að verði slæmt veður sleppum við kannski sjóferðinni. Þar skilur með okkur og blessuðu flóttafólkinu sem við erum að safna fé fyrir.“ Helga segir að verkið lýsi sárum harmi kvennanna, sem hafa misst allt og þurfa að leggja á flótta og þótt leikritið sé samið árið 415 f. Krist blasi við sú átakanlega staðreynd að ástandið í heiminum sé síst betra í dag.Dagur Gunnarsson Mannkynið er ein stór fjölskylda „Fólk getur fylgst með siglingunni innan úr húsinu,“ segir Helga. „Eða tekið á móti flóttakonunum niðri á bryggjunni við Ingólfsgarð og gengið í fylgd fána- og kyndilbera inn í Hörpu þar sem verkið verður flutt í stiganum í anddyrinu.“ Helga segir að verkið lýsi sárum harmi kvennanna, sem hafa misst allt og þurfa að leggja á flótta og þótt leikritið sé samið árið 415 f. Krist blasi við sú átakanlega staðreynd að ástandið í heiminum sé síst betra í dag. „Við viljum með verkinu sýna þeim samúð og samkennd sem þurfa að leggja líf sitt í hættu á flótta undan stríði.“ Hún skorar á fólk að leggja söfnunarátaki Rauða krossins lið því þörfin sé brýn eins og allir viti. Og Helga bætir við: „Maður getur reynt að ímynda sér hvernig það er að neyðast til að yfirgefa heimkynni sín, vini og ættingja og halda út í óvissuna. Það gerir enginn að gamni sínu. Mér finnst að okkur sem þjóð beri skylda til að sýna þeim sem hingað leita að þeir séu velkomnir. Við verðum fyrst og fremst að temja okkur þann hugsunarhátt að við erum bara hluti af stærri heild. Mannkynið er ein stór fjölskylda sem verður að standa saman eins og fjölskyldum ber að gera þegar eitthvað bjátar á.“
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira