Fótbolti

Mellberg tekur við starfi Magna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Olof Mellberg.
Olof Mellberg. Vísir/Getty

Olof Mellberg, fyrrum varnarmaður sænska landsliðsins, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska B-deildarliðsins Brommapojkarna.

Hann tekur við starfinu af Magna Fannberg en undir stjórn hans féll liðið úr sænsku úrvalsdeildinni í haust.

Það lá fyrir að Magni myndi láta af störfum sem aðallþjálfari liðsins fyrir nokkru síðan en enn er óvíst hvort að hann haldi áfram að starfa fyrir félagið.

Þorlákur Árnason, sem verið hefur yfirþjálfari knattspyrnuakademíu Brommapojkarna, verður framkvæmdastjóri félagsins frá og með 1. mars.

Mellberg er 38 ára og lék 117 leiki með sænska landsliðinu. Á ferli sínum lék hann meðal annars með Aston Villa, Juventus, Olympiakos og Villarreal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×