Það verður smá gaul í kvöld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 09:45 „Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur,“ segir Ólafur Kjartan. Vísir/Ernir Ef maður getur sungið Rigoletto sem missir alltaf dóttur sína á hverri einustu sýningu þá á maður að komast í gegnum þetta,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón um ljóðaflokkinn Kindertotenlieder eftir Gustav Mahler sem hann syngur í kvöld með sinfóníunni. Það eru fimm ljóð sem fjalla um dauða barna. Hann segir flutninginn krefjandi. „En þetta eru ljúfsár ljóð og áhrifamikil tónlist sem gaman er að fást við þó efnið sé ekkert léttmeti.“ Ólafur Kjartan býr í Saarbrücken í Þýskalandi, rétt við landamæri Frakklands og Þýskalands, þar sem hann hefur verið með samning við óperuna síðan 2008. „Ég er enn með annan fótinn við óperuhúsið í Saarbrücken, syng þar tvær uppsetningar á ári þannig að við höldum enn heimili þar í útjaðri borgarinnar sem er okkar fasti punktur.“ Hann kveðst hafa átt annríkt undanfarin ár og vera þéttbókaður til 2018. „Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur. Þó eru alltaf smá göt í dagskránni og stundum detta atriði út því það gerast alls konar hlutir í þessum bilaða bransa. Það var til dæmis að detta út ferð til Mexíkó sem ég átti að fara í á mánudaginn að syngja í tveimur sýningum á Carmen. Maður lendir í alls konar vitleysu. En það verður smá gaul í kvöld.“ Það er vikustopp hjá söngvaranum á landinu. „Við hjónin komum heim um síðustu helgi ásamt sextán ára dóttur okkar og barnabarni og förum þrjú út á sunnudag, litli guttinn verður skilinn eftir hjá mömmu og pabba. Tvö eldri börnin okkar búa hér. Sonurinn er söngvari en lætur það ekki duga heldur er á öðru ári í lögfræði í háskólanum. Hann vildi læra fleiri lög! Eldri dóttir okkar er í Háskóla Íslands í viðskiptafræði, það var eitthvað sem togaði þessi blessuð börn heim til Íslands.“ Foreldrar Ólafs Kjartans, Ásgerður Ólafsdóttir og Sigurður Rúnar Jónsson, hafa búið í Saarbrücken í rúm þrjú ár. „Við búum í gamalli lestarstöð langt úti í skógi og pabbi og mamma eru á jarðhæðinni,“ segir Ólafur Kjartan. „Við höfum það ágætt saman í sveitinni.“ Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ef maður getur sungið Rigoletto sem missir alltaf dóttur sína á hverri einustu sýningu þá á maður að komast í gegnum þetta,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón um ljóðaflokkinn Kindertotenlieder eftir Gustav Mahler sem hann syngur í kvöld með sinfóníunni. Það eru fimm ljóð sem fjalla um dauða barna. Hann segir flutninginn krefjandi. „En þetta eru ljúfsár ljóð og áhrifamikil tónlist sem gaman er að fást við þó efnið sé ekkert léttmeti.“ Ólafur Kjartan býr í Saarbrücken í Þýskalandi, rétt við landamæri Frakklands og Þýskalands, þar sem hann hefur verið með samning við óperuna síðan 2008. „Ég er enn með annan fótinn við óperuhúsið í Saarbrücken, syng þar tvær uppsetningar á ári þannig að við höldum enn heimili þar í útjaðri borgarinnar sem er okkar fasti punktur.“ Hann kveðst hafa átt annríkt undanfarin ár og vera þéttbókaður til 2018. „Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur. Þó eru alltaf smá göt í dagskránni og stundum detta atriði út því það gerast alls konar hlutir í þessum bilaða bransa. Það var til dæmis að detta út ferð til Mexíkó sem ég átti að fara í á mánudaginn að syngja í tveimur sýningum á Carmen. Maður lendir í alls konar vitleysu. En það verður smá gaul í kvöld.“ Það er vikustopp hjá söngvaranum á landinu. „Við hjónin komum heim um síðustu helgi ásamt sextán ára dóttur okkar og barnabarni og förum þrjú út á sunnudag, litli guttinn verður skilinn eftir hjá mömmu og pabba. Tvö eldri börnin okkar búa hér. Sonurinn er söngvari en lætur það ekki duga heldur er á öðru ári í lögfræði í háskólanum. Hann vildi læra fleiri lög! Eldri dóttir okkar er í Háskóla Íslands í viðskiptafræði, það var eitthvað sem togaði þessi blessuð börn heim til Íslands.“ Foreldrar Ólafs Kjartans, Ásgerður Ólafsdóttir og Sigurður Rúnar Jónsson, hafa búið í Saarbrücken í rúm þrjú ár. „Við búum í gamalli lestarstöð langt úti í skógi og pabbi og mamma eru á jarðhæðinni,“ segir Ólafur Kjartan. „Við höfum það ágætt saman í sveitinni.“
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira