Það verður smá gaul í kvöld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 09:45 „Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur,“ segir Ólafur Kjartan. Vísir/Ernir Ef maður getur sungið Rigoletto sem missir alltaf dóttur sína á hverri einustu sýningu þá á maður að komast í gegnum þetta,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón um ljóðaflokkinn Kindertotenlieder eftir Gustav Mahler sem hann syngur í kvöld með sinfóníunni. Það eru fimm ljóð sem fjalla um dauða barna. Hann segir flutninginn krefjandi. „En þetta eru ljúfsár ljóð og áhrifamikil tónlist sem gaman er að fást við þó efnið sé ekkert léttmeti.“ Ólafur Kjartan býr í Saarbrücken í Þýskalandi, rétt við landamæri Frakklands og Þýskalands, þar sem hann hefur verið með samning við óperuna síðan 2008. „Ég er enn með annan fótinn við óperuhúsið í Saarbrücken, syng þar tvær uppsetningar á ári þannig að við höldum enn heimili þar í útjaðri borgarinnar sem er okkar fasti punktur.“ Hann kveðst hafa átt annríkt undanfarin ár og vera þéttbókaður til 2018. „Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur. Þó eru alltaf smá göt í dagskránni og stundum detta atriði út því það gerast alls konar hlutir í þessum bilaða bransa. Það var til dæmis að detta út ferð til Mexíkó sem ég átti að fara í á mánudaginn að syngja í tveimur sýningum á Carmen. Maður lendir í alls konar vitleysu. En það verður smá gaul í kvöld.“ Það er vikustopp hjá söngvaranum á landinu. „Við hjónin komum heim um síðustu helgi ásamt sextán ára dóttur okkar og barnabarni og förum þrjú út á sunnudag, litli guttinn verður skilinn eftir hjá mömmu og pabba. Tvö eldri börnin okkar búa hér. Sonurinn er söngvari en lætur það ekki duga heldur er á öðru ári í lögfræði í háskólanum. Hann vildi læra fleiri lög! Eldri dóttir okkar er í Háskóla Íslands í viðskiptafræði, það var eitthvað sem togaði þessi blessuð börn heim til Íslands.“ Foreldrar Ólafs Kjartans, Ásgerður Ólafsdóttir og Sigurður Rúnar Jónsson, hafa búið í Saarbrücken í rúm þrjú ár. „Við búum í gamalli lestarstöð langt úti í skógi og pabbi og mamma eru á jarðhæðinni,“ segir Ólafur Kjartan. „Við höfum það ágætt saman í sveitinni.“ Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Ef maður getur sungið Rigoletto sem missir alltaf dóttur sína á hverri einustu sýningu þá á maður að komast í gegnum þetta,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón um ljóðaflokkinn Kindertotenlieder eftir Gustav Mahler sem hann syngur í kvöld með sinfóníunni. Það eru fimm ljóð sem fjalla um dauða barna. Hann segir flutninginn krefjandi. „En þetta eru ljúfsár ljóð og áhrifamikil tónlist sem gaman er að fást við þó efnið sé ekkert léttmeti.“ Ólafur Kjartan býr í Saarbrücken í Þýskalandi, rétt við landamæri Frakklands og Þýskalands, þar sem hann hefur verið með samning við óperuna síðan 2008. „Ég er enn með annan fótinn við óperuhúsið í Saarbrücken, syng þar tvær uppsetningar á ári þannig að við höldum enn heimili þar í útjaðri borgarinnar sem er okkar fasti punktur.“ Hann kveðst hafa átt annríkt undanfarin ár og vera þéttbókaður til 2018. „Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur. Þó eru alltaf smá göt í dagskránni og stundum detta atriði út því það gerast alls konar hlutir í þessum bilaða bransa. Það var til dæmis að detta út ferð til Mexíkó sem ég átti að fara í á mánudaginn að syngja í tveimur sýningum á Carmen. Maður lendir í alls konar vitleysu. En það verður smá gaul í kvöld.“ Það er vikustopp hjá söngvaranum á landinu. „Við hjónin komum heim um síðustu helgi ásamt sextán ára dóttur okkar og barnabarni og förum þrjú út á sunnudag, litli guttinn verður skilinn eftir hjá mömmu og pabba. Tvö eldri börnin okkar búa hér. Sonurinn er söngvari en lætur það ekki duga heldur er á öðru ári í lögfræði í háskólanum. Hann vildi læra fleiri lög! Eldri dóttir okkar er í Háskóla Íslands í viðskiptafræði, það var eitthvað sem togaði þessi blessuð börn heim til Íslands.“ Foreldrar Ólafs Kjartans, Ásgerður Ólafsdóttir og Sigurður Rúnar Jónsson, hafa búið í Saarbrücken í rúm þrjú ár. „Við búum í gamalli lestarstöð langt úti í skógi og pabbi og mamma eru á jarðhæðinni,“ segir Ólafur Kjartan. „Við höfum það ágætt saman í sveitinni.“
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira