
Carina valdi fjórar týpískar þýskar kökur. „Ég valdi þær sem hægt var að fá allt hráefni í hér á Íslandi,“ segir hún en bendir á að það eina sem erfitt hafi verið að nálgast hafi verið valhnetumjöl en það bjó hún til sjálf.
Kanilstjörnur
Deig
500 g malaðar möndlur
300 g flórsykur
2 tsk. kanill
2 eggjahvítur
2 msk. vatn eða appelsínusafi eða möndlulíkjör
flórsykur á borðplötuna
Glassúr
1 eggjahvíta
125 g flórsykur
Blandið möndlum, flórsykri og kanil saman. Bætið 2 eggjahvítum og vatni/appelsínusafa/möndlulíkjör út í blönduna og hnoðið allt saman þar til deigið verður slétt.
Skiptið deiginu í tvennt (eða þrennt eftir stærð borðplötu), fletjið út á flórsykursstráðri borðplötunni (1 cm á þykkt). Setjið pappír á bökunarplötu og raðið útstungnum stjörnum á hana. Dýfið forminu af og til í flórsykur.
Þeytið eggjahvítu. Haldið áfram að þeyta á meðan flórsykrinum er bætt út í smám saman. Dreifið glassúrnum á stjörnurnar með pensli, skeið eða sprautu. Bakað við 140°C á neðstu rim í 10-15 mín.

1 kg epli
350 g sykur
375 g rúsínur
200 g möndlur eða heslihnetur, heilar
670 g hveiti
30 g lyftiduft
1 msk. kúfuð kakó
100 ml epla- eða appelsínusafi eða romm
1 tsk. kanill
Afhýðið eplin, raspið þau gróft og blandið saman við sykurinn. Látið bíða í 4-6 klst. Blandið öllu öðru út í og fyllið í tvö brauðform (ca. 30 cm á lengd). Bakið við 175°C í 90 mín.
Vanillukipferl
Deig
560 g hveiti
160 g sykur
400 g smjör
200 g heslihnetur, malaðar
Ídýfa
100 g sykur
8 tsk. vanillusykur
Blandið hveiti, sykri og smjöri (í litlum bitum) saman, bætið heslihnetum út í og hnoðið allt saman þangað til deigið verður slétt og fallegt. Kælið í 1 klst., rúllið deiginu upp eftir endilöngu, skerið fingurþykkar sneiðar og búið til litla hálfmána (Kipferl). Því minni sem kökurnar eru, þeim mun síður brotna þær.
Setjið pappír á bökunarplötu, raðið hálfmánunum á og bakið við 175°C í ca. 15 mín. á næstneðstu rim eða þar til þeir eru gullbrúnir.
Rúllið enn vel heitum kökunum upp úr sykur-vanillusykurblöndunni og látið þær kólna.
Hunangskökur með jólakryddi og hnetum
Hunangskaka
Smjör og malaðar möndlur til að strá í formið
120 g hunang
80 g púðursykur
100 ml rjómi
100 g valhnetur, malaðar
100 g valhnetur, hakkaðar
200 g smjör, mjúkt
3 egg
400 g hveiti
1 msk. kakó
1 hnífsoddur vanillufræ, skafin úr vanillustöng
1 tsk. malaður engifer (ef vill)
1 hnífsoddur af múskati
½ – 1 tsk. kanill
1 hnífsoddur af kardimommu
1 tsk. lyftiduft
Síróp
50 ml appelsínusafi
175 g sykur
30 valhnetuhelmingar
Hitið ofninn í 180°C, Stráið möndlum í ofnskúffu. Hitið í potti hunang, sykur og rjóma þar til sykurinn er bráðinn. Látið kólna. Þeytið smjör með hunangsblöndunni og hrærið egg saman við. Blandið saman hveiti, kakói, möluðum og hökkuðum valhnetum, kryddi og lyftidufti og bætið út í fyrri blönduna. Smyrjið deiginu á plötu og bakið í ca. 45 mín. eða þar til ekkert festist við prjón sem stungið er í. Látið kólna. Hitið appelsínusafa og sykur í potti og látið malla í 10 mín. Dýfið valhnetum í sírópið og setjið ofan á kökuna. Afganginum má dreifa yfir. Skerið í bita.