Ákváðu strax í Sýrlandi að þau vildu fara til Íslands Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 20. nóvember 2015 20:27 Fjórtán hælisleitendur fengu alþjóðlega vernd í dag, en alls hafa tuttugu og sjö fengið vernd á Íslandi það sem af er ári. Ellefu einstaklingar eru frá Sýrlandi og þrír frá Írak. Meðal þeirra sem fá hæli er sýrlensk fjölskylda sem setti stefnuna á Íslandi en þurfti að fara í gegnum ótal lönd áður en hún komst á áfangastað. Heimilisfaðirinn Aisar Nakour er doktor í landafræði, og hefur lesið sér mikið til um Ísland. Hann segir að þau hafi ákveðið að fara til Íslands því þar hafi verið öryggi að finna og framtíð fyrir börnin þeirra. Fjölskyldan kom meðal annars til Ungverjalands en íslensk stjórnvöld eru hætt að senda hælisleitendur til baka þangað á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar vegna aðbúnaðar flóttamanna þar í landi. Móðirin Enas Abu Hassun segist afar hamingjusöm með úrskurðinn í dag og það séu hinir Sýrlendingarnir líka, en þau hafi rætt saman eftir að fréttirnar bárust frá Útlendingastofnun. Hún starfaði sem kennari í Sýrlandi og segir að börnin hafi ekki fengið neitt að borða í marga daga meðan þau dvöldu í Ungverjalandi. Þá hafi hún þurft að breiða yfir þau skítugt lak á kvöldin. Hún segist hata Ungverjaland og geti ekki hugsað sér að koma þangað aftur, Dóttirin sem er 13 ára hefur verið í íslenskum skóla í tæpan mánuð og slær ekki slöku við íslenskunámið. Hún sagði fréttamanni sem hitti hana í Æsufellinu ýmislegt um hagi sína á íslensku, en hún hlakkar til að búa á Íslandi og segist þegar búin að eignast vini. Flóttamenn Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Fjórtán hælisleitendur fengu alþjóðlega vernd í dag, en alls hafa tuttugu og sjö fengið vernd á Íslandi það sem af er ári. Ellefu einstaklingar eru frá Sýrlandi og þrír frá Írak. Meðal þeirra sem fá hæli er sýrlensk fjölskylda sem setti stefnuna á Íslandi en þurfti að fara í gegnum ótal lönd áður en hún komst á áfangastað. Heimilisfaðirinn Aisar Nakour er doktor í landafræði, og hefur lesið sér mikið til um Ísland. Hann segir að þau hafi ákveðið að fara til Íslands því þar hafi verið öryggi að finna og framtíð fyrir börnin þeirra. Fjölskyldan kom meðal annars til Ungverjalands en íslensk stjórnvöld eru hætt að senda hælisleitendur til baka þangað á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar vegna aðbúnaðar flóttamanna þar í landi. Móðirin Enas Abu Hassun segist afar hamingjusöm með úrskurðinn í dag og það séu hinir Sýrlendingarnir líka, en þau hafi rætt saman eftir að fréttirnar bárust frá Útlendingastofnun. Hún starfaði sem kennari í Sýrlandi og segir að börnin hafi ekki fengið neitt að borða í marga daga meðan þau dvöldu í Ungverjalandi. Þá hafi hún þurft að breiða yfir þau skítugt lak á kvöldin. Hún segist hata Ungverjaland og geti ekki hugsað sér að koma þangað aftur, Dóttirin sem er 13 ára hefur verið í íslenskum skóla í tæpan mánuð og slær ekki slöku við íslenskunámið. Hún sagði fréttamanni sem hitti hana í Æsufellinu ýmislegt um hagi sína á íslensku, en hún hlakkar til að búa á Íslandi og segist þegar búin að eignast vini.
Flóttamenn Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira