Lífróður að bjartri framtíð Íslensku óperunnar Magnús Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2015 13:00 Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri. Visir/GVA Steinunn Birna Ragnarsdóttir tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar um mitt árið en talsverður styr hefur staðið um starfsemina að undanförnu. Flutningur óperunnar í Hörpu, umtalsverðar skipulagsbreytingar, verkefnaval og fleira hefur verið til umræðu. Steinunn Birna segir að það sé mikilvægt að þessi umræða fari fram og að það sé þrátt fyrir allt ánægjulegt að sjá að margir láta sig málefni Íslensku óperunnar miklu varða.Tengsl við samfélagið „Það er vísbending um að fólki er ekki sama og sitt sýnist hverjum. Við erum einmitt núna með hjá okkur tvær konur frá Berlín sem eru sérfræðingar í hugmyndavinnu sem heitir Design Thinking Workshop sem ég kynntist þegar ég var úti í Berlín á sínum tíma að vinna með Mahler Chamber Orchestra sem eru leiðandi í að ná í nýja áhorfendahópa og það er stóra verkefnið. Vinnusmiðjan er með þátttöku listamanna, áhorfenda og stjórnenda og þátttakendur munu m.a. fara út á götu og spyrja fólk hvað því finnist um óperu, hvort það fari, hvers vegna eða hvers vegna ekki og fleira sem getur reynst okkur dýrmætar upplýsingar. Ég er viss um að þetta verður gott veganesti til framtíðar. Það er svo mikilvægt fyrir listastofnanir að einangrast ekki heldur vinna í takt við samfélagið, bæði fólkið í landinu sem og menntastofnanir. Þess vegna er ég að stofna til virks samstarfs við Listaháskólann varðandi t.d. samnýtingu á kröftum sem við erum að fá erlendis frá. Að auki bind ég vonir við að geta fengið langt komna nemendur til þess að taka þátt í okkar starfi því það er mjög mikilvægt að tengja þetta saman.“ Steinunn Birna segir að stóra verkefnið sem er framundan sé Don Giovanni eftir Mozart í febrúar. „Það sem einkennir Don Giovanni er að þetta er afskaplega elskuð ópera og áhrifarík. Mikið drama og saga um þennan mjög svo umdeilda og kvensama mann, örlög hans og samskipti kynjanna. Það verður alfarið íslensk hlutverkaskipan í þeirri uppfærslu fyrir utan einn söngvara en það er stefnan að reyna að koma með einn sterkan söngvara að utan í hverri uppfærslu. Þetta hefur góð áhrif á starfsemina í heild enda þurfum við alltaf að líta á okkur í alþjóðlegu samhengi.“Óperan á tímamótum Það er Steinunni Birnu áhyggjuefni hversu rekstrarrammi óperunnar er þröngur. „Við fórum eins og aðrir í gegnum mikinn niðurskurð í kreppunni en á sama tíma fórum við úr eigin húsnæði í Gamla bíói yfir í leiguhúsnæði í Hörpu. Við róum mikinn lífróður þessa dagana þar sem húsaleigan í Hörpu tekur mikinn hluta þess framlags sem við höfum haft en þá er lítið eftir fyrir starfsemina. Við gerum allt sem við getum til þess að gera reksturinn eins hagkvæman og mögulegt er og þar koma m.a. til þær skipulagsbreytingar sem við þurftum að fara í núna í haust. Uppsagnir eru alltaf ömurlegar og í hinum fullkomna heimi myndi hver einasti stjórnandi óska sér þess að til slíks þyrfti aldrei að koma. en þegar horft er á þær staðreyndir sem blasa við hjá okkur er nauðsynlegt að bregðast við til að ná niður föstum kostnaði og auka verkefnaráðningar sem eru hagkvæmari. Aðstaðan í Hörpu er frábær en við höfum verið að leggja með rekstrinum eigið fé sem við höfum átt vegna sölunnar á Gamla bíói en nú er það á þrotum og óperan á tímamótum. Ef ekki verður gripið til aðgerða er ljóst að við verðum að leggja starfsemina niður að miklu eða öllu leyti. Það er alvarleg og umhugsunarverð staða ef tónlistin í landinu, hvort sem það er Óperan eða aðrir, hefur ekki efni á að vera í okkar langþráða og óviðjafnanlega tónlistarhúsi, sem á að vera musteri tónlistarinnar í landinu í öllum sínum fjölbreytileika.“Evgeny Onegin og Tosca Með þessum fyrirvara, að þessi lífróður takist og að framtíðin verði björt, þá segir Steinunn Birna að nú sé horft lengra inn í framtíðina í Íslensku óperunni en áður hafi verið gert. „Það er því með þessum fyrirvara um ásættanlega afkomu að ég kynni verkefni okkar næsta starfsár þ.e. 2016-2017, en það yrðu óperurnar Evgeny Onegin eftir Tsjajkovskí og Tosca eftir Puccini. Tvær frábærar óperur sem er tilhlökkunarefni að undirbúa. Við eigum mikinn mannauð í íslenskum söngvurum sem fá þarna verðug verkefni. Íslenska óperan er þeirra eini vettvangur til þess að starfa hérlendis en margir eru vissulega líka að vinna erlendis. Það er því mikið í húfi að þessi vettvangur haldi áfram að vera til og vaxi og dafni. Að auki erum við að fara í aukið samstarf við skólastigið og tengingu með aukinni áherslu á barnaóperur, fá nemendur í heimsókn að kynnast starfinu og tónleikaröð sem kallast Kúnstpása þar sem við kynnum unga söngvara til leiks sem eru að byrja sinn feril ásamt þeim eldri og reyndari sem halda tónleika á vegum óperunnar. Auk þess eru miklir sóknarmöguleikar í menningarferðamennskunni og það er ein af ástæðum fyrir því að við viljum kynna næsta starfsár með svona góðum fyrirvara. Menningarferðamenn plana langt fram í tímann og til þess að svara þeirri eftirspurn þurfum við að skipuleggja okkur með þessum hætti og listamenn skipuleggja líka tíma sinn með löngum fyrirvara og við þurfum að ganga í takt við það. En ef þetta á að ganga eftir verður að vera rekstraröryggi og ég finn vissulega fyrir mikilli velvild og áhuga og trúi ekki öðru en að þetta takist því það er mikið í húfi fyrir menninguna í landinu.“ Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Steinunn Birna Ragnarsdóttir tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar um mitt árið en talsverður styr hefur staðið um starfsemina að undanförnu. Flutningur óperunnar í Hörpu, umtalsverðar skipulagsbreytingar, verkefnaval og fleira hefur verið til umræðu. Steinunn Birna segir að það sé mikilvægt að þessi umræða fari fram og að það sé þrátt fyrir allt ánægjulegt að sjá að margir láta sig málefni Íslensku óperunnar miklu varða.Tengsl við samfélagið „Það er vísbending um að fólki er ekki sama og sitt sýnist hverjum. Við erum einmitt núna með hjá okkur tvær konur frá Berlín sem eru sérfræðingar í hugmyndavinnu sem heitir Design Thinking Workshop sem ég kynntist þegar ég var úti í Berlín á sínum tíma að vinna með Mahler Chamber Orchestra sem eru leiðandi í að ná í nýja áhorfendahópa og það er stóra verkefnið. Vinnusmiðjan er með þátttöku listamanna, áhorfenda og stjórnenda og þátttakendur munu m.a. fara út á götu og spyrja fólk hvað því finnist um óperu, hvort það fari, hvers vegna eða hvers vegna ekki og fleira sem getur reynst okkur dýrmætar upplýsingar. Ég er viss um að þetta verður gott veganesti til framtíðar. Það er svo mikilvægt fyrir listastofnanir að einangrast ekki heldur vinna í takt við samfélagið, bæði fólkið í landinu sem og menntastofnanir. Þess vegna er ég að stofna til virks samstarfs við Listaháskólann varðandi t.d. samnýtingu á kröftum sem við erum að fá erlendis frá. Að auki bind ég vonir við að geta fengið langt komna nemendur til þess að taka þátt í okkar starfi því það er mjög mikilvægt að tengja þetta saman.“ Steinunn Birna segir að stóra verkefnið sem er framundan sé Don Giovanni eftir Mozart í febrúar. „Það sem einkennir Don Giovanni er að þetta er afskaplega elskuð ópera og áhrifarík. Mikið drama og saga um þennan mjög svo umdeilda og kvensama mann, örlög hans og samskipti kynjanna. Það verður alfarið íslensk hlutverkaskipan í þeirri uppfærslu fyrir utan einn söngvara en það er stefnan að reyna að koma með einn sterkan söngvara að utan í hverri uppfærslu. Þetta hefur góð áhrif á starfsemina í heild enda þurfum við alltaf að líta á okkur í alþjóðlegu samhengi.“Óperan á tímamótum Það er Steinunni Birnu áhyggjuefni hversu rekstrarrammi óperunnar er þröngur. „Við fórum eins og aðrir í gegnum mikinn niðurskurð í kreppunni en á sama tíma fórum við úr eigin húsnæði í Gamla bíói yfir í leiguhúsnæði í Hörpu. Við róum mikinn lífróður þessa dagana þar sem húsaleigan í Hörpu tekur mikinn hluta þess framlags sem við höfum haft en þá er lítið eftir fyrir starfsemina. Við gerum allt sem við getum til þess að gera reksturinn eins hagkvæman og mögulegt er og þar koma m.a. til þær skipulagsbreytingar sem við þurftum að fara í núna í haust. Uppsagnir eru alltaf ömurlegar og í hinum fullkomna heimi myndi hver einasti stjórnandi óska sér þess að til slíks þyrfti aldrei að koma. en þegar horft er á þær staðreyndir sem blasa við hjá okkur er nauðsynlegt að bregðast við til að ná niður föstum kostnaði og auka verkefnaráðningar sem eru hagkvæmari. Aðstaðan í Hörpu er frábær en við höfum verið að leggja með rekstrinum eigið fé sem við höfum átt vegna sölunnar á Gamla bíói en nú er það á þrotum og óperan á tímamótum. Ef ekki verður gripið til aðgerða er ljóst að við verðum að leggja starfsemina niður að miklu eða öllu leyti. Það er alvarleg og umhugsunarverð staða ef tónlistin í landinu, hvort sem það er Óperan eða aðrir, hefur ekki efni á að vera í okkar langþráða og óviðjafnanlega tónlistarhúsi, sem á að vera musteri tónlistarinnar í landinu í öllum sínum fjölbreytileika.“Evgeny Onegin og Tosca Með þessum fyrirvara, að þessi lífróður takist og að framtíðin verði björt, þá segir Steinunn Birna að nú sé horft lengra inn í framtíðina í Íslensku óperunni en áður hafi verið gert. „Það er því með þessum fyrirvara um ásættanlega afkomu að ég kynni verkefni okkar næsta starfsár þ.e. 2016-2017, en það yrðu óperurnar Evgeny Onegin eftir Tsjajkovskí og Tosca eftir Puccini. Tvær frábærar óperur sem er tilhlökkunarefni að undirbúa. Við eigum mikinn mannauð í íslenskum söngvurum sem fá þarna verðug verkefni. Íslenska óperan er þeirra eini vettvangur til þess að starfa hérlendis en margir eru vissulega líka að vinna erlendis. Það er því mikið í húfi að þessi vettvangur haldi áfram að vera til og vaxi og dafni. Að auki erum við að fara í aukið samstarf við skólastigið og tengingu með aukinni áherslu á barnaóperur, fá nemendur í heimsókn að kynnast starfinu og tónleikaröð sem kallast Kúnstpása þar sem við kynnum unga söngvara til leiks sem eru að byrja sinn feril ásamt þeim eldri og reyndari sem halda tónleika á vegum óperunnar. Auk þess eru miklir sóknarmöguleikar í menningarferðamennskunni og það er ein af ástæðum fyrir því að við viljum kynna næsta starfsár með svona góðum fyrirvara. Menningarferðamenn plana langt fram í tímann og til þess að svara þeirri eftirspurn þurfum við að skipuleggja okkur með þessum hætti og listamenn skipuleggja líka tíma sinn með löngum fyrirvara og við þurfum að ganga í takt við það. En ef þetta á að ganga eftir verður að vera rekstraröryggi og ég finn vissulega fyrir mikilli velvild og áhuga og trúi ekki öðru en að þetta takist því það er mikið í húfi fyrir menninguna í landinu.“
Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira