Mercedes Benz SLK verður SLC Finnur Thorlacius skrifar 30. nóvember 2015 09:55 Nýr Mercedes Benz SLC leysir af SLK. Worldcarfans Ekki er langt síðan Mercedes Benz skipti um nafn á GLK jepplingi sínum og breytti nafni hans í GLC til samræmingar nýju nafnakerfi bíla þeirra. Nú fær hinn smái tveggja sæta SLK sportbíll Mercedes Benz sömu meðferð og fær stafina SLC. Mercedes Benz vinnur að þróun nýs SLC og sést hér fyrsta myndin sem náðst hefur af bílnum án feluklæða og á henni má sjá að litlar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á bílnum, þó aðallega á stuðurum og ljósum hans sem verða með LED-tækni. Forsvarsmenn Mercedes Benz hafa látið eftir sér að bíllinn verði frumsýndur á bílasýningunni í Detroit í janúar, svo ekki er langt að bíða þess. Ein ný gerð bílsins mun líta dagsljósið, 450 AMG sportútgáfa. Sú útgáfa hans er skotið á milli AMG kraftútgáfu hans og hefðbundinnar gerðar bílsins. Þessi útgáfa mun fá 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og verður hún 367 hestöfl og togar 517 Nm. Öflugasta útgáfa hans verður SLC 55 með 421 hestafla vél sem er sú sama og er í núverandi gerð SLK 55. Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent
Ekki er langt síðan Mercedes Benz skipti um nafn á GLK jepplingi sínum og breytti nafni hans í GLC til samræmingar nýju nafnakerfi bíla þeirra. Nú fær hinn smái tveggja sæta SLK sportbíll Mercedes Benz sömu meðferð og fær stafina SLC. Mercedes Benz vinnur að þróun nýs SLC og sést hér fyrsta myndin sem náðst hefur af bílnum án feluklæða og á henni má sjá að litlar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á bílnum, þó aðallega á stuðurum og ljósum hans sem verða með LED-tækni. Forsvarsmenn Mercedes Benz hafa látið eftir sér að bíllinn verði frumsýndur á bílasýningunni í Detroit í janúar, svo ekki er langt að bíða þess. Ein ný gerð bílsins mun líta dagsljósið, 450 AMG sportútgáfa. Sú útgáfa hans er skotið á milli AMG kraftútgáfu hans og hefðbundinnar gerðar bílsins. Þessi útgáfa mun fá 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og verður hún 367 hestöfl og togar 517 Nm. Öflugasta útgáfa hans verður SLC 55 með 421 hestafla vél sem er sú sama og er í núverandi gerð SLK 55.
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent