Erlent

Fabius leggur fram ný drög að loftslagssamningi í París

Atli ísleifsson skrifar
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands.
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands. Vísir/AFP
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, lagði nú síðdegis fram ný drög að loftslagssamningi á loftslagsráðstefnunni sem nú stendur yfir í París.

Drögin eru afrakstur vinnu fjölda vinnuhópa síðustu daga.

Síðustu daga hafa samningsdrögin einkennst af miklum texta sem hafður er innan hornklofa, sem merkir að ósætti sé um orðalag.

Fabius segir hins vegar að texti innan hornklofa hafi hins vegar minnkað um þrjá fjórðuhluta. „Þetta eru mikil framför,“ sagði ráðherrann.

Loftslagsráðstefnunni lýkur á föstudaginn.


Tengdar fréttir

Pólitíska vinnan er eftir á Loftslagsráðstefnunni

Ráðamenn 195 þjóða hafa tekið við uppkasti að loftslagssamningi í París og munu næstu daga reyna að ná málamiðlun um einstök atriði hans. Formaður samninganefndar kveðst vera bjartsýnn. Efasemdaraddir eru þó háværar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×