Fjallar á léttu nótunum um miðaldarkirkjugarða Guðrún Ansnes skrifar 9. desember 2015 12:16 Guðný segir gríðarlega mikinn mun á hvernig jarðarfarir fari fram í nútímanum séu þær bornar saman við það sem áður tíðkaðist. Hún mun kynna rannsóknir sínar klukkan 16.00 í Þjóðminjasafninu. „Mér finnast kirkjugarðar aðal málið“ segir Guðný Zoëga fornleifa- og mannabeinafræðingur hjá Byggðasafni Skagfirðinga, sem flyja mun erindið Gluggað í garða og byggir á rannsókn skagfirskra miðaldakirkjugarða. Tilefnið er ársfundur hins Íslenzka fornleifafélags 2015 sem haldinn er á Þjóðminjasafninu í dag. Guðný segir íslendinga almennt mjög áhugasama um fornleifafræði og það skipti miklu máli, þar sem það er mikilvægt að skilja hvaðan við komum og hvernig við fórum að því að komast hingað. „Við verðum að nálgast þennan arf á jákvæðan hátt. Fornleifar eru sameign okkar og mér þykir það skipta miklu máli að kynna rannsóknir og niðurstöður þeirra, ekki síst til að undirstrika mikilvægi þess að minjar séu rannsakaðar þegar þær koma upp við framkvæmdir til dæmis“ útskýrir hún og bendir á að fornleifauppgröftur sé aðeins toppurinn á ísjakanum, mikil úrvinnsla og aðrar rannsóknir fari fram að vettvangsvinnu lokinni. Þær rannsóknir geta meðal annars sagt okkur hvað fólk borðaði, hvernig almennt heilsufar var, hvort lífsbaraáttan var hörð og jafnvel sýnt fram á erfðatengsl.“ Guðný mun, eins og áður var sagt, fjalla um rannsóknir miðaldakirkjugarða á fundi Hins íslenzka fornleifafélags í dag „ Við byrjuðum Skagfirsku kirkjurannsóknina árið 2008, að hluta til vegna þess að fornir kristnir grafreitir voru að koma upp við framkvæmdir og við vildum athuga hvort við gætum ekki leitað að og staðsett þessa grafreiti áður en að stórvirkar vinnuvélar fyndu þá," segir hún og heldur áfram; „Við höfum grafið í um 11 garða og þar af hafa stærri uppgreftir farið fram á tveimur þeirra." Þetta vatt upp á sig og Guðný hefur, ásamt teymi sínu og hópi bandarískra sérfrðinga og hlotið veglegan styrk frá Bandaríska rannsóknarráðinu og Fornminjasjóði. Sumarið 2015 var upphaf fyrsta rannsóknarárið af þremur og var þá til dæmis byrjað á uppgreftri Kirkjugarðs í Keflavík í Hegranesi. En hver er helsti munurinn á kirkjugörðum þá og nú? Varla getur munurinn verið svo mikill? „Munurinn er töluverður,“ svarar Guðný. „Þessir garðar sem við erum að skoða voru teknir í notkun við upphaf 11. aldar og flestir eru aflagðir á fyrri hluta 12. aldar. Þeir voru heima við bæi og voru jafnan hringlaga, fimmtán til tuttugu metrar í þvermál og lítil timburkirkja í miðjunni. Um var að ræða fjölskyldukirkjugarða þar sem heimilisfólkið sá alfarið um að jarðsetja sitt fólk. Heimilisfólk sá um allt sem snéri að umbúnaði og greftrun, hvort sem var að búa um líkið, smíða kistuna eða grafa,“ útskýrir hún og bætir við; „Í dag deyja flestir inn á sjúkrastofnunum og fagaðilar sjá um þetta ferli. Við höfum þannig fjarlægt dauðann frá venjulegu lífi og þar með kunnum við kannski ekki lengur að tala um hann.“ Rannsóknirnar hafa bætt við mikilli nýrri þekkingu. Guðný segist ætla að fjalla um rannsóknirnar á fundinum, og ætlar sér að gera það frekar á léttu nótunum, enda sé ekki ástæða til annars. „Ég held að fólk hafi bara almennt mikinn áhuga á fólki og þú kemst ekki nær því en akkúrat svona.“ Menning Tengdar fréttir Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00 Skáli við Lækjargötu: Hugum að heildarmyndinni Fornleifarnar við Lækjargötu hafa legið þar óáreittar í þúsund ár og ábyrgð þeirra er mikil sem vilja fjarlægja þær. 8. ágúst 2015 07:00 Átta milljónir til eflingar á fræðasamstarfi Íslands og Japans Sjö styrkjum var í dag úthlutað til íslenskra og japanskra nemenda og vísindamanna úr Watanabe-styrktarsjóðnum. 30. apríl 2015 11:00 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Mér finnast kirkjugarðar aðal málið“ segir Guðný Zoëga fornleifa- og mannabeinafræðingur hjá Byggðasafni Skagfirðinga, sem flyja mun erindið Gluggað í garða og byggir á rannsókn skagfirskra miðaldakirkjugarða. Tilefnið er ársfundur hins Íslenzka fornleifafélags 2015 sem haldinn er á Þjóðminjasafninu í dag. Guðný segir íslendinga almennt mjög áhugasama um fornleifafræði og það skipti miklu máli, þar sem það er mikilvægt að skilja hvaðan við komum og hvernig við fórum að því að komast hingað. „Við verðum að nálgast þennan arf á jákvæðan hátt. Fornleifar eru sameign okkar og mér þykir það skipta miklu máli að kynna rannsóknir og niðurstöður þeirra, ekki síst til að undirstrika mikilvægi þess að minjar séu rannsakaðar þegar þær koma upp við framkvæmdir til dæmis“ útskýrir hún og bendir á að fornleifauppgröftur sé aðeins toppurinn á ísjakanum, mikil úrvinnsla og aðrar rannsóknir fari fram að vettvangsvinnu lokinni. Þær rannsóknir geta meðal annars sagt okkur hvað fólk borðaði, hvernig almennt heilsufar var, hvort lífsbaraáttan var hörð og jafnvel sýnt fram á erfðatengsl.“ Guðný mun, eins og áður var sagt, fjalla um rannsóknir miðaldakirkjugarða á fundi Hins íslenzka fornleifafélags í dag „ Við byrjuðum Skagfirsku kirkjurannsóknina árið 2008, að hluta til vegna þess að fornir kristnir grafreitir voru að koma upp við framkvæmdir og við vildum athuga hvort við gætum ekki leitað að og staðsett þessa grafreiti áður en að stórvirkar vinnuvélar fyndu þá," segir hún og heldur áfram; „Við höfum grafið í um 11 garða og þar af hafa stærri uppgreftir farið fram á tveimur þeirra." Þetta vatt upp á sig og Guðný hefur, ásamt teymi sínu og hópi bandarískra sérfrðinga og hlotið veglegan styrk frá Bandaríska rannsóknarráðinu og Fornminjasjóði. Sumarið 2015 var upphaf fyrsta rannsóknarárið af þremur og var þá til dæmis byrjað á uppgreftri Kirkjugarðs í Keflavík í Hegranesi. En hver er helsti munurinn á kirkjugörðum þá og nú? Varla getur munurinn verið svo mikill? „Munurinn er töluverður,“ svarar Guðný. „Þessir garðar sem við erum að skoða voru teknir í notkun við upphaf 11. aldar og flestir eru aflagðir á fyrri hluta 12. aldar. Þeir voru heima við bæi og voru jafnan hringlaga, fimmtán til tuttugu metrar í þvermál og lítil timburkirkja í miðjunni. Um var að ræða fjölskyldukirkjugarða þar sem heimilisfólkið sá alfarið um að jarðsetja sitt fólk. Heimilisfólk sá um allt sem snéri að umbúnaði og greftrun, hvort sem var að búa um líkið, smíða kistuna eða grafa,“ útskýrir hún og bætir við; „Í dag deyja flestir inn á sjúkrastofnunum og fagaðilar sjá um þetta ferli. Við höfum þannig fjarlægt dauðann frá venjulegu lífi og þar með kunnum við kannski ekki lengur að tala um hann.“ Rannsóknirnar hafa bætt við mikilli nýrri þekkingu. Guðný segist ætla að fjalla um rannsóknirnar á fundinum, og ætlar sér að gera það frekar á léttu nótunum, enda sé ekki ástæða til annars. „Ég held að fólk hafi bara almennt mikinn áhuga á fólki og þú kemst ekki nær því en akkúrat svona.“
Menning Tengdar fréttir Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00 Skáli við Lækjargötu: Hugum að heildarmyndinni Fornleifarnar við Lækjargötu hafa legið þar óáreittar í þúsund ár og ábyrgð þeirra er mikil sem vilja fjarlægja þær. 8. ágúst 2015 07:00 Átta milljónir til eflingar á fræðasamstarfi Íslands og Japans Sjö styrkjum var í dag úthlutað til íslenskra og japanskra nemenda og vísindamanna úr Watanabe-styrktarsjóðnum. 30. apríl 2015 11:00 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00
Skáli við Lækjargötu: Hugum að heildarmyndinni Fornleifarnar við Lækjargötu hafa legið þar óáreittar í þúsund ár og ábyrgð þeirra er mikil sem vilja fjarlægja þær. 8. ágúst 2015 07:00
Átta milljónir til eflingar á fræðasamstarfi Íslands og Japans Sjö styrkjum var í dag úthlutað til íslenskra og japanskra nemenda og vísindamanna úr Watanabe-styrktarsjóðnum. 30. apríl 2015 11:00