Tesla að ráða 1.650 nýja starfsmenn Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 09:26 Tesla Model X jepplingurinn. Autoblog Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla ætlar á næstunni að ráða 1.650 nýja starfmenn viðsvegar um heiminn og bætast þeir við þá 14.000 starfsmenn sem fyrir eru. Þessi störf eru ekki bara í höfuðstöðvum Tesla í Kaliforníu, heldur eru fjölmörg störf í boði í söluumboðum fyrirtæksins um víðan völl, tæknistörf, meðal annars í Noregi og ráðgjafastörf í Frakklandi og Þýskalandi, svo eitthvað sé nefnt. Tesla auglýsir einnig eftir nokkrum verkfræðingum til frekari þróunar á Autopilot sjálfakandi tækni Tesla. Elon Musk, forstjóri Tesla, ætlar sjálfur að taka starfsviðtölin við þá sem um þau störf sækja. Það að fá starf hjá Tesla er þó ekki mjög auðvelt og sést það best á því að um 1,5 milljónir starfsumsókna hefur borist fyrirtækinu á síðustu 14 mánuðum, en fáir þeirra hafa verið ráðnir. Hinsvegar eru þeir sem ráðnir hafa verið mjög ánægðir í starfi sínu. Tesla ætlaði að selja 50.000 bíla í ár, en salan það sem af er ári bendir ekki til þess að það náist þó Tesla muni höggva nokkuð nærri því. Tesla ætlar hinsvegar ekki að slá neitt af og hyggst kynna nýjan Tesla Model 3 bíl árið 2017 og auka með því mjög sölu fyrirtækisins. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla ætlar á næstunni að ráða 1.650 nýja starfmenn viðsvegar um heiminn og bætast þeir við þá 14.000 starfsmenn sem fyrir eru. Þessi störf eru ekki bara í höfuðstöðvum Tesla í Kaliforníu, heldur eru fjölmörg störf í boði í söluumboðum fyrirtæksins um víðan völl, tæknistörf, meðal annars í Noregi og ráðgjafastörf í Frakklandi og Þýskalandi, svo eitthvað sé nefnt. Tesla auglýsir einnig eftir nokkrum verkfræðingum til frekari þróunar á Autopilot sjálfakandi tækni Tesla. Elon Musk, forstjóri Tesla, ætlar sjálfur að taka starfsviðtölin við þá sem um þau störf sækja. Það að fá starf hjá Tesla er þó ekki mjög auðvelt og sést það best á því að um 1,5 milljónir starfsumsókna hefur borist fyrirtækinu á síðustu 14 mánuðum, en fáir þeirra hafa verið ráðnir. Hinsvegar eru þeir sem ráðnir hafa verið mjög ánægðir í starfi sínu. Tesla ætlaði að selja 50.000 bíla í ár, en salan það sem af er ári bendir ekki til þess að það náist þó Tesla muni höggva nokkuð nærri því. Tesla ætlar hinsvegar ekki að slá neitt af og hyggst kynna nýjan Tesla Model 3 bíl árið 2017 og auka með því mjög sölu fyrirtækisins.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent