Tekur þátt í 5.000 km rafbílaakstri í Indlandi Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2015 15:47 Við upphaf ferðarinnar sem spannar 5.000 km frá norðurhluta til suðurodda Indlands. Mahindra er stærsti bílaframleiðandi Indlands og framleiðir meðal annars REVA rafmagnsbíla. Mahindra er að fagna nýjum rafmagnsbíl sínum, REVA e2o og er nú að aka þremur þeirra 5.000 km leið í Indlandi og í leiðinni slá á þá mýtu að ekki sé hægt að fara langar leiðir á rafmagnsbílum. Lagt var af stað nyrst í landinu og endað við suðurodda þess. Einn af þátttakendum í þessu ævintýri er Gísli Gíslason, en fyrirtæki hans, EVEN, selur rafmagnsbíla á Íslandi, þar á meðal Tesla bíla. Gísli mun aka síðasta hluta leiðarinnar en hann er rétt ófarinn til Indlands til að taka þátt í þessu ævintýri. För Gísla hefst í Bangalore og endar í Kanyakumari á suðurodda Indlands. Leiðangurinn hefur nú þegar ekið um 2.000 km leið. Mahindra segir að með því að aka þessum þremur rafmagnsbílum í stað bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti muni sparast 1.250 lítrar af eldsneyti.Gísli Gíslason í EVEN. Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent
Mahindra er stærsti bílaframleiðandi Indlands og framleiðir meðal annars REVA rafmagnsbíla. Mahindra er að fagna nýjum rafmagnsbíl sínum, REVA e2o og er nú að aka þremur þeirra 5.000 km leið í Indlandi og í leiðinni slá á þá mýtu að ekki sé hægt að fara langar leiðir á rafmagnsbílum. Lagt var af stað nyrst í landinu og endað við suðurodda þess. Einn af þátttakendum í þessu ævintýri er Gísli Gíslason, en fyrirtæki hans, EVEN, selur rafmagnsbíla á Íslandi, þar á meðal Tesla bíla. Gísli mun aka síðasta hluta leiðarinnar en hann er rétt ófarinn til Indlands til að taka þátt í þessu ævintýri. För Gísla hefst í Bangalore og endar í Kanyakumari á suðurodda Indlands. Leiðangurinn hefur nú þegar ekið um 2.000 km leið. Mahindra segir að með því að aka þessum þremur rafmagnsbílum í stað bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti muni sparast 1.250 lítrar af eldsneyti.Gísli Gíslason í EVEN.
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent