Fjármögnun helsta þrætueplið í París sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. desember 2015 11:17 vísir/epa Allt kapp er lagt á að samkomulag náist á loftslagsráðstefnunni í París. Nokkur bjartsýni ríkir, en helsta þrætueplið snýr að því hver eigi að fjármagna baráttuna gegn loftslagsbreytingum, að sögn Kjartans Hreins Njálssonar, fréttamanns Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sem staddur er í París. „Í dag og sérstaklega núna í morgunsárið eru fjölmiðlar og sendinefndir að fara yfir það sem ráðherrarnir sögðu. Fórlk virðist sammála um að þetta hafi svolítið verið undir væntingum, vildu fá meiri festu og meiri stefnumörkun núna þegar seinni vikan er komin á fullt. Þessi seinni vika er svo gríðarlega mikilvæg því endanlegur samningur verður settur saman og margt sem verður á gera á þessum stutta tima sem eftir er,“ segir Kjartan. Seinni vika loftslagsráðstefnunnar hófst í gær, þegar ráðherrarnir settust yfir drög samningamanna. Samningsdrögin eru tæpar fimmtíu blaðsíður en ágreiningur er um tæp níu hundruð atriði. „Þegar lesið er yfir samninginn, þessa miklu orðasúpu sem hann er, þá kemur í ljós að helstu þrætueplin snúa að því hvernig tekist verður á við þær loftslagsbreytingar sem munu eiga sér stað. Hver á að borga og fyrir hvað. Hver á að borga þróunarríkjunum sem þurfa að standa í miklum framkvæmdum og dýrum verkefnum til þess að mæta kostnaði vegna lotfslagsbreytinga. En það er alveg klárt mál að þróunarríkin munu fá verulegar fjárhæðir á næstu árum frá alþjóðasamfélaginu, en upphæðirnar eru enn á reiki og ábyrgð þróaðri ríkja sem bera ábyrgð á þróuninni sjálfri,“ segir hann. Ráðherrarnir eiga gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum. Ráðstefnunni lýkur formlega á föstudag, en búist er við að hún dragist eitthvað á langinn. „Sendinefndir og samninganefndir eru klárlega á betri stað núna en þær voru árið 2009, þegar þær reyndu síðast að hamra saman þessum samningi í Kaupmannahöfn. Það er mikið verkefni fyrir höndum sem á eftir að dratgast aðeins, en það er í raun hefð fyrir því að svo far á loftslagsráðstefnum.“ Kjartan segir nokkra bjartsýni ríkja. „Alveg vafalaust. Það er í rauninni þannig að í ljósi þess sem hefur átt sér stað á síðustu tuttugu árum, þetta er tuttugasta og fyrsta ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, þannig að við höfum tuttugu sinnum reynt að gera þennan samning en okkur hefur mistekist tuttugu sinnum. Það má ekki gerast og það gera sér fletar þjóðir grein fyrir þvi. Þess vegna var þessi pólitíski vilji sem va svo bersynilegur í fyrri vikunni þegar þjóðhöfðingjar 195 landa komu saman til að segja að við verðum að ná þessum samningi. Ef þessi pólitíski vilji er til staðar og til grundvallar þá verða samningaviðræðurnar auðveldari.“Kjartan Hreinn mun fara nánar yfir þessi mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Sjá má umfjöllun hans frá því í gærkvöldi í spilaranum hér fyrir neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Samkomulagsdrög samþykkt í París Fulltrúar á Loftlagsráðstefnunni í París hafa samþykkt drög að því sem vonast er til að verði grunnurinn að alþjóðasamningi sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. 5. desember 2015 16:43 Hlýnun jarðar sést hvað best á Íslandi Breytingar á tiltölulega einföldu vistkerfi Íslands gera það að verkum að allar breytingar sjást greinilega. Nýjar lífverur verða áberandi í vötnum og í sjó. Vatn verður innan tíðar ein mesta auðlind mannkyns. 5. desember 2015 07:00 Pólitíska vinnan er eftir á Loftslagsráðstefnunni Ráðamenn 195 þjóða hafa tekið við uppkasti að loftslagssamningi í París og munu næstu daga reyna að ná málamiðlun um einstök atriði hans. Formaður samninganefndar kveðst vera bjartsýnn. Efasemdaraddir eru þó háværar. 8. desember 2015 06:00 Þar sem eru breytingar þar eru tækifæri Miklar væntingar eru gerðar til loftslagsráðstefnunnar COP21 í París. Þar verður þess freistað að ná samkomulagi um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar markmiðin hafa verið sett þarf að setja af stað vinnu til að ná þeim. 8. desember 2015 07:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Allt kapp er lagt á að samkomulag náist á loftslagsráðstefnunni í París. Nokkur bjartsýni ríkir, en helsta þrætueplið snýr að því hver eigi að fjármagna baráttuna gegn loftslagsbreytingum, að sögn Kjartans Hreins Njálssonar, fréttamanns Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sem staddur er í París. „Í dag og sérstaklega núna í morgunsárið eru fjölmiðlar og sendinefndir að fara yfir það sem ráðherrarnir sögðu. Fórlk virðist sammála um að þetta hafi svolítið verið undir væntingum, vildu fá meiri festu og meiri stefnumörkun núna þegar seinni vikan er komin á fullt. Þessi seinni vika er svo gríðarlega mikilvæg því endanlegur samningur verður settur saman og margt sem verður á gera á þessum stutta tima sem eftir er,“ segir Kjartan. Seinni vika loftslagsráðstefnunnar hófst í gær, þegar ráðherrarnir settust yfir drög samningamanna. Samningsdrögin eru tæpar fimmtíu blaðsíður en ágreiningur er um tæp níu hundruð atriði. „Þegar lesið er yfir samninginn, þessa miklu orðasúpu sem hann er, þá kemur í ljós að helstu þrætueplin snúa að því hvernig tekist verður á við þær loftslagsbreytingar sem munu eiga sér stað. Hver á að borga og fyrir hvað. Hver á að borga þróunarríkjunum sem þurfa að standa í miklum framkvæmdum og dýrum verkefnum til þess að mæta kostnaði vegna lotfslagsbreytinga. En það er alveg klárt mál að þróunarríkin munu fá verulegar fjárhæðir á næstu árum frá alþjóðasamfélaginu, en upphæðirnar eru enn á reiki og ábyrgð þróaðri ríkja sem bera ábyrgð á þróuninni sjálfri,“ segir hann. Ráðherrarnir eiga gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum. Ráðstefnunni lýkur formlega á föstudag, en búist er við að hún dragist eitthvað á langinn. „Sendinefndir og samninganefndir eru klárlega á betri stað núna en þær voru árið 2009, þegar þær reyndu síðast að hamra saman þessum samningi í Kaupmannahöfn. Það er mikið verkefni fyrir höndum sem á eftir að dratgast aðeins, en það er í raun hefð fyrir því að svo far á loftslagsráðstefnum.“ Kjartan segir nokkra bjartsýni ríkja. „Alveg vafalaust. Það er í rauninni þannig að í ljósi þess sem hefur átt sér stað á síðustu tuttugu árum, þetta er tuttugasta og fyrsta ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, þannig að við höfum tuttugu sinnum reynt að gera þennan samning en okkur hefur mistekist tuttugu sinnum. Það má ekki gerast og það gera sér fletar þjóðir grein fyrir þvi. Þess vegna var þessi pólitíski vilji sem va svo bersynilegur í fyrri vikunni þegar þjóðhöfðingjar 195 landa komu saman til að segja að við verðum að ná þessum samningi. Ef þessi pólitíski vilji er til staðar og til grundvallar þá verða samningaviðræðurnar auðveldari.“Kjartan Hreinn mun fara nánar yfir þessi mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Sjá má umfjöllun hans frá því í gærkvöldi í spilaranum hér fyrir neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Samkomulagsdrög samþykkt í París Fulltrúar á Loftlagsráðstefnunni í París hafa samþykkt drög að því sem vonast er til að verði grunnurinn að alþjóðasamningi sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. 5. desember 2015 16:43 Hlýnun jarðar sést hvað best á Íslandi Breytingar á tiltölulega einföldu vistkerfi Íslands gera það að verkum að allar breytingar sjást greinilega. Nýjar lífverur verða áberandi í vötnum og í sjó. Vatn verður innan tíðar ein mesta auðlind mannkyns. 5. desember 2015 07:00 Pólitíska vinnan er eftir á Loftslagsráðstefnunni Ráðamenn 195 þjóða hafa tekið við uppkasti að loftslagssamningi í París og munu næstu daga reyna að ná málamiðlun um einstök atriði hans. Formaður samninganefndar kveðst vera bjartsýnn. Efasemdaraddir eru þó háværar. 8. desember 2015 06:00 Þar sem eru breytingar þar eru tækifæri Miklar væntingar eru gerðar til loftslagsráðstefnunnar COP21 í París. Þar verður þess freistað að ná samkomulagi um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar markmiðin hafa verið sett þarf að setja af stað vinnu til að ná þeim. 8. desember 2015 07:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00
Samkomulagsdrög samþykkt í París Fulltrúar á Loftlagsráðstefnunni í París hafa samþykkt drög að því sem vonast er til að verði grunnurinn að alþjóðasamningi sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. 5. desember 2015 16:43
Hlýnun jarðar sést hvað best á Íslandi Breytingar á tiltölulega einföldu vistkerfi Íslands gera það að verkum að allar breytingar sjást greinilega. Nýjar lífverur verða áberandi í vötnum og í sjó. Vatn verður innan tíðar ein mesta auðlind mannkyns. 5. desember 2015 07:00
Pólitíska vinnan er eftir á Loftslagsráðstefnunni Ráðamenn 195 þjóða hafa tekið við uppkasti að loftslagssamningi í París og munu næstu daga reyna að ná málamiðlun um einstök atriði hans. Formaður samninganefndar kveðst vera bjartsýnn. Efasemdaraddir eru þó háværar. 8. desember 2015 06:00
Þar sem eru breytingar þar eru tækifæri Miklar væntingar eru gerðar til loftslagsráðstefnunnar COP21 í París. Þar verður þess freistað að ná samkomulagi um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar markmiðin hafa verið sett þarf að setja af stað vinnu til að ná þeim. 8. desember 2015 07:00