Sport

Freydís Halla vann FIS-mót í Bandaríkjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freydís Halla Einarsdóttir.
Freydís Halla Einarsdóttir. Mynd/Fésbókarsíða SKÍ
Freydís Halla Einarsdóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, byrjaði nýtt tímabil frábærlega í dag þegar hún vann FIS-mót í svigi í Bandaríkjunum.

Skíðasamband Íslands segir frá þessum flotta árangri Freydísar á nýrri heimasíðu sinni í kvöld.

Freydís var þarna að keppa á móti í Sunday River sem er í Maine fylki í Bandaríkjunum en hún hóf nám við Plymouth State háskóla í Bandaríkjunum í haust.

Freydís fékk 36.23 FIS punkta fyrir árangurinn og eru það hennar bestu punktar á ferlinum en hún er með 45.91 FIS punkta á heimslistanum.

Freydís var með besta tímann í báðum ferðum og vann með 0.98 sekúndna mun en stelpurnar sem enduðu í sætum tvö til fimm eru allar framar en Freydís á heimslistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×