Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti 7. desember 2015 15:30 Matreiðslunemarnir Guðbjörg Líf Óskarsdóttir og Thelma Lind Halldórsdóttir. MYNDIR/ANTON Jólabörnin og matreiðslunemarnir Thelma Lind Halldórsdóttir frá Vestmannaeyjum og Guðbjörg Líf Óskarsdóttir frá Selfossi starfa báðar á Fiskmarkaðinum í Reykjavík. Hér gefa þær fjórar einfaldar uppskriftir að ljúffengu meðlæti með jólasteikinni sem flestir ættu að ráða við.Rósakál með karmeluðum rauðlauk700 g rósakál2 rauðlaukar40 g smjör80 g púðursykur2 msk. eplaedikRósakálið sett út í sjóðandi vatn og látið sjóða í 2 mínútur. Snöggkælt í ísköldu vatni. Á meðan er púðursykurinn settur á pönnu og látinn bráðna. Ediki er bætt út í og endað á því að setja kalt smjörið út í. Rauðlaukurinn er skorinn í bita og látinn út á pönnuna með karamellunni. Laukurinn látinn malla í 5-10 mín. Rósakálið skorið í helminga og léttsteikt á pönnu. Í lokin er lauknum bætt út á rósakálið.Appelsínu balsamik sveppir5 portobellosveppir40 ml balsamedik70 ml teriyaki1 tsk. chilikraftur2 appelsínurSafi úr appelsínu er kreistur og sigtaður. Öllu blandað í skál. Sveppirnir eru látnir liggja í vökvanum í 15 mínútur. Þá eru þeir léttsteiktir á pönnu og settir í ofn á 160°C í 15 mínútur. Sveppirnir eru skornir í nokkra bita og appelsínubörkur rifinn yfir þá.Rjómalöguð villisveppasósa½ krukka þurrkaðir villisveppir1 l vatn50 g smjör2 skarlottlaukar1 rautt chili4 sveppir6 greinar timjan300 ml rauðvín150 g rjómaostur300 ml rjómi80 g smjörbolla (hveiti+smjör) Lítra af sjóðandi vatni er hellt yfir þurrkuðu sveppina og þeir látnir liggja í 10 mínútur. Sveppir sigtaðir með kaffipoka og vökvinn geymdur. Laukarnir og chili saxað niður og steikt á pönnu með smjöri ásamt timjan. Sveppirnir og þurrkuðu sveppirnir eru skornir í bita og steiktir með lauknum. Vatninu af sveppunum er þá bætt út í ásamt rauðvíninu og látið sjóða vel niður. Rjómanum og rjómaostinum er bætt út í og látið malla í smástund. Endað á því að setja smjörbolluna út í og láta sósuna þykkna. Smakkað til með salti og pipar.Ilmandi rauðkál1 rauðkálshaus, (u.þ.b. 1 kg)1 epli200 ml berjasaft3 msk. eplaedik3-4 negulnaglar1 tsk. kanill1 stk. anísstjarna100 g púðursykur saltKálið skorið í þunnar ræmur, eplið afhýtt og kjarnhreinsað og skorið í mjóa bita. Kálið og epli sett í pott ásamt öllu hinu hráefninu. Soðið undir loki við vægan hita í um klukkustund. Lokið er tekið af síðustu mínúturnar til að vökvinn gufi upp og smakkað til með sykri og salti. Jól Jólamatur Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Frá ljósanna hásal Jól Jólaguðspjallið Jól
Jólabörnin og matreiðslunemarnir Thelma Lind Halldórsdóttir frá Vestmannaeyjum og Guðbjörg Líf Óskarsdóttir frá Selfossi starfa báðar á Fiskmarkaðinum í Reykjavík. Hér gefa þær fjórar einfaldar uppskriftir að ljúffengu meðlæti með jólasteikinni sem flestir ættu að ráða við.Rósakál með karmeluðum rauðlauk700 g rósakál2 rauðlaukar40 g smjör80 g púðursykur2 msk. eplaedikRósakálið sett út í sjóðandi vatn og látið sjóða í 2 mínútur. Snöggkælt í ísköldu vatni. Á meðan er púðursykurinn settur á pönnu og látinn bráðna. Ediki er bætt út í og endað á því að setja kalt smjörið út í. Rauðlaukurinn er skorinn í bita og látinn út á pönnuna með karamellunni. Laukurinn látinn malla í 5-10 mín. Rósakálið skorið í helminga og léttsteikt á pönnu. Í lokin er lauknum bætt út á rósakálið.Appelsínu balsamik sveppir5 portobellosveppir40 ml balsamedik70 ml teriyaki1 tsk. chilikraftur2 appelsínurSafi úr appelsínu er kreistur og sigtaður. Öllu blandað í skál. Sveppirnir eru látnir liggja í vökvanum í 15 mínútur. Þá eru þeir léttsteiktir á pönnu og settir í ofn á 160°C í 15 mínútur. Sveppirnir eru skornir í nokkra bita og appelsínubörkur rifinn yfir þá.Rjómalöguð villisveppasósa½ krukka þurrkaðir villisveppir1 l vatn50 g smjör2 skarlottlaukar1 rautt chili4 sveppir6 greinar timjan300 ml rauðvín150 g rjómaostur300 ml rjómi80 g smjörbolla (hveiti+smjör) Lítra af sjóðandi vatni er hellt yfir þurrkuðu sveppina og þeir látnir liggja í 10 mínútur. Sveppir sigtaðir með kaffipoka og vökvinn geymdur. Laukarnir og chili saxað niður og steikt á pönnu með smjöri ásamt timjan. Sveppirnir og þurrkuðu sveppirnir eru skornir í bita og steiktir með lauknum. Vatninu af sveppunum er þá bætt út í ásamt rauðvíninu og látið sjóða vel niður. Rjómanum og rjómaostinum er bætt út í og látið malla í smástund. Endað á því að setja smjörbolluna út í og láta sósuna þykkna. Smakkað til með salti og pipar.Ilmandi rauðkál1 rauðkálshaus, (u.þ.b. 1 kg)1 epli200 ml berjasaft3 msk. eplaedik3-4 negulnaglar1 tsk. kanill1 stk. anísstjarna100 g púðursykur saltKálið skorið í þunnar ræmur, eplið afhýtt og kjarnhreinsað og skorið í mjóa bita. Kálið og epli sett í pott ásamt öllu hinu hráefninu. Soðið undir loki við vægan hita í um klukkustund. Lokið er tekið af síðustu mínúturnar til að vökvinn gufi upp og smakkað til með sykri og salti.
Jól Jólamatur Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Frá ljósanna hásal Jól Jólaguðspjallið Jól