Myndin tengist fréttinni ekki beint, en hún var tekin eftir að eldur kom upp í olíuborpalli á Kaspíahafi, skammt frá umræddum eldsvoða.vísir/epa
Tuttugu og níu er saknað eftir að mikill eldur kom upp í olíuborpalli við Aserbaídsjan á föstudag. Einn lést og á fjórða tug slasaðist. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu og flaggað er í hálfa stöng við allar helstu byggingar landsins.
Slökkviliðsmenn hafa barist við að ráða niðurlögum eldsins og enn logar í einhverjum glæðum. Talið er að gaslína hafi eyðilagst, en jafnframt grunur leikur á að öryggi á borpallinum hafi verið ábótavant.