Þjóðverjar senda hermenn í stríð Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. desember 2015 07:00 Angela Merkel kanslari og Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra þýsku stjórnarinnar. vísir/epa Þýska þingið samþykkti í gær að senda þýska hermenn til að taka þátt í hernaði á hendur „Íslamska ríkinu” svonefnda í Sýrlandi. Að vísu eiga hermennirnir ekki að taka þátt í bardögum, heldur vera franska hernum til aðstoðar. Alls greiddu 445 þingmenn atkvæði með aðgerðunum en 146 voru á móti. „Mér sýnist að það þurfi fjári góð rök ef maður greiðir atkvæði gegn þessu andspænis þessari grimmilegu mannfyrirlitningu,“ sagði Norbert Röttgen, sem er formaður utanríkismálanefndar þýska þjóðþingsins. Hann sagði nauðsynlegt að Evrópuríki átti sig á því að hryðjuverk og styrjaldir í Mið-Austurlöndum ógni öryggi þeirra sjálfra: „Árum saman höfum við látið þennan heimshluta eiga sig.“ Þýskir hermenn hafa á seinni árum tekið þátt í hernaði meðal annars í Afganistan, Írak og Malí, en annars voru Þjóðverjar lengi vel ansi tregir til að halda í stríð eftir að hafa farið hamförum í seinni heimsstyrjöldinni með skelfilegum afleiðingum. Ákvörðun þingsins í gær hefur verið umdeild í Þýskalandi. Ekki síst hefur gagnrýnin snúist um að hernaðurinn gegn Íslamska ríkinu sé mjög ómarkviss og alger óvissa ríki um afleiðingarnar. „Í staðinn fyrir að berjast gegn Íslamska ríkinu þá eruð þið að styrkja það,” sagði Sahra Wagenknecht, þingmaður Vinstriflokksins. Þá hefur Angela Merkel kanslari verið gagnrýnd fyrir að halda í stríð fyrst og fremst til þess að sýna samstöðu og „vera með” í aðgerðum Frakka, Bandaríkjanna, Breta og fleiri ríkja. Samkvæmt skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin ARD lét gera eru 58 prósent Þjóðverja fylgjandi hernaðinum en 37 prósent á móti. Breska þingið samþykkti á miðvikudaginn að taka þátt í loftárásum á Íslamska ríkið. Frakkar hófu loftárásir í kjölfar voðaverkanna í París nýverkið, Bandaríkjamenn hafa í meira en ár varpað sprengjum á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Sýrlandi og Rússar byrjuðu í haust að varpa sprengjum á uppreisnarmenn gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Þjóðverjar ætla að senda allt að 1.200 hermenn, sex njósnaþotur og eina freigátu. Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær að senda þýska hermenn til að taka þátt í hernaði á hendur „Íslamska ríkinu” svonefnda í Sýrlandi. Að vísu eiga hermennirnir ekki að taka þátt í bardögum, heldur vera franska hernum til aðstoðar. Alls greiddu 445 þingmenn atkvæði með aðgerðunum en 146 voru á móti. „Mér sýnist að það þurfi fjári góð rök ef maður greiðir atkvæði gegn þessu andspænis þessari grimmilegu mannfyrirlitningu,“ sagði Norbert Röttgen, sem er formaður utanríkismálanefndar þýska þjóðþingsins. Hann sagði nauðsynlegt að Evrópuríki átti sig á því að hryðjuverk og styrjaldir í Mið-Austurlöndum ógni öryggi þeirra sjálfra: „Árum saman höfum við látið þennan heimshluta eiga sig.“ Þýskir hermenn hafa á seinni árum tekið þátt í hernaði meðal annars í Afganistan, Írak og Malí, en annars voru Þjóðverjar lengi vel ansi tregir til að halda í stríð eftir að hafa farið hamförum í seinni heimsstyrjöldinni með skelfilegum afleiðingum. Ákvörðun þingsins í gær hefur verið umdeild í Þýskalandi. Ekki síst hefur gagnrýnin snúist um að hernaðurinn gegn Íslamska ríkinu sé mjög ómarkviss og alger óvissa ríki um afleiðingarnar. „Í staðinn fyrir að berjast gegn Íslamska ríkinu þá eruð þið að styrkja það,” sagði Sahra Wagenknecht, þingmaður Vinstriflokksins. Þá hefur Angela Merkel kanslari verið gagnrýnd fyrir að halda í stríð fyrst og fremst til þess að sýna samstöðu og „vera með” í aðgerðum Frakka, Bandaríkjanna, Breta og fleiri ríkja. Samkvæmt skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin ARD lét gera eru 58 prósent Þjóðverja fylgjandi hernaðinum en 37 prósent á móti. Breska þingið samþykkti á miðvikudaginn að taka þátt í loftárásum á Íslamska ríkið. Frakkar hófu loftárásir í kjölfar voðaverkanna í París nýverkið, Bandaríkjamenn hafa í meira en ár varpað sprengjum á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Sýrlandi og Rússar byrjuðu í haust að varpa sprengjum á uppreisnarmenn gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Þjóðverjar ætla að senda allt að 1.200 hermenn, sex njósnaþotur og eina freigátu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira