5000 flóttamenn fastir við landamæri Grikklands Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2015 23:52 Hluti flóttamanna er argur sökum forgangsröðunnar makedónskra stjórnvalda. VÍSIR/AFP Grikkir hafa óskað eftir aðstoð Evrópusambandsins við landamæravörslu í skugga þúsunda flóttamanna sem eru strandaglópar á landamærum Grikklands og Makedóníu. Makedónar hafa einungis hleypt Sýrlendingum, Írökum og Afgönum sem eru að flýja átök inn í landið sem vakið hefur mikla reiði meðal annarra hópa flóttamanna. Lögreglan beitti táragasi á flóttamennina í dag er hún reyndi að ryðja vegartálma sem þeir höfðu komið fyrir við landamærin. Þá lést ungur marakóskur flóttamaður eftir raflost í átökum lögreglunnar og flóttamanna nærri Idomeni. Maðurinn hafði klifrað ofan á þak farþegalestar sem flutti flóttamenn og snert háspennuvír að sögn þarlendra lögreglumanna. Talið er að um 5000 flóttamenn séu nú strandaglópar við landamærin, þar af eru 43 fullar rútur af Sýrlendingum, Írökum og Afgönum sem komu að landamærunum síðastliðna nótt. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu funda á föstudag til að ræða getu Grikklands til að ráða við straum flóttamannanna í gegnum landið á leið sinn til norðurhluta álfunnar. Talið var að á fundinum yrði einnig rætt um að gera tveggja ára hlé á Schengen-samstarfinu, ekki síst vegna þess að flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu. Þessu mótmælti aðstoðarmaður Ólafar Nordal í kvöld og sagði að ekkert slíkt væri á efniskránni. Flóttamenn Tengdar fréttir Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44 Segir hlé á Schengen-samstarfinu ekki vera til umræðu Aðstoðarmaður innanríkisráðherra vísar fréttaflutningi Vísis, sem og Financial Times, á bug. 3. desember 2015 19:19 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Grikkir hafa óskað eftir aðstoð Evrópusambandsins við landamæravörslu í skugga þúsunda flóttamanna sem eru strandaglópar á landamærum Grikklands og Makedóníu. Makedónar hafa einungis hleypt Sýrlendingum, Írökum og Afgönum sem eru að flýja átök inn í landið sem vakið hefur mikla reiði meðal annarra hópa flóttamanna. Lögreglan beitti táragasi á flóttamennina í dag er hún reyndi að ryðja vegartálma sem þeir höfðu komið fyrir við landamærin. Þá lést ungur marakóskur flóttamaður eftir raflost í átökum lögreglunnar og flóttamanna nærri Idomeni. Maðurinn hafði klifrað ofan á þak farþegalestar sem flutti flóttamenn og snert háspennuvír að sögn þarlendra lögreglumanna. Talið er að um 5000 flóttamenn séu nú strandaglópar við landamærin, þar af eru 43 fullar rútur af Sýrlendingum, Írökum og Afgönum sem komu að landamærunum síðastliðna nótt. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu funda á föstudag til að ræða getu Grikklands til að ráða við straum flóttamannanna í gegnum landið á leið sinn til norðurhluta álfunnar. Talið var að á fundinum yrði einnig rætt um að gera tveggja ára hlé á Schengen-samstarfinu, ekki síst vegna þess að flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu. Þessu mótmælti aðstoðarmaður Ólafar Nordal í kvöld og sagði að ekkert slíkt væri á efniskránni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44 Segir hlé á Schengen-samstarfinu ekki vera til umræðu Aðstoðarmaður innanríkisráðherra vísar fréttaflutningi Vísis, sem og Financial Times, á bug. 3. desember 2015 19:19 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44
Segir hlé á Schengen-samstarfinu ekki vera til umræðu Aðstoðarmaður innanríkisráðherra vísar fréttaflutningi Vísis, sem og Financial Times, á bug. 3. desember 2015 19:19