Mótmæla Dyflinnarreglugerðinni og fara fram á að Útlendingastofnun verði lögð niður sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. desember 2015 13:29 Meðlimir samtakanna segja Útlendingastofnun kvarta í sífellu undan miklum málafjölda, sem þó sé mun minni en í nágrannalöndum. vísir/anton brink Meðlimir samtakanna No Borders Iceland mótmæltu fyrir utan Útlendingastofnun í hádeginu í dag. Þeir krefjast þess að notkun Dyflinnarreglugerðarinnar verði hætt og segja ótækt að senda fólk aftur til Evrópu þar sem fjöldi hælisleitenda sé orðinn það mikill að ekki sé hægt að veita þeim viðunandi þjónustu. Hér á landi séu hælisleitendur hlutfallslega mun færri en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þá segja samtökin það skjóta skökku við að ríkisstjórn Íslands gefi út yfirlýsingar þess efnis að hún ætli að standa sit vel í flóttamannamálum á sama tíma og Útlendingastofnun haldi áfram að senda flóttamenn til Evrópu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Þrátt fyrir yfirlýsingar innanríkisráðherra um að hætta eigi að senda fólk til Grikklands og Ítalíu hefur stofnunin ekki hætt því,“ segir á vef samtakanna.vísir/anton brinkVilja að Útlendingastofnun verði lögð niður Þá vilja samtökin að Útlendingastofnun verði lögð niður. Ástæður þess eru á vefnum sagðar nokkrar; stofnunin sé óskilvirk og kvarti í sífellu undan málafjölda og skorti á fjármagni. Þrátt fyrir það hafi hún fengið 200 milljón króna aukafjárveitingu á síðasta ári. „Málafjöldinn sem stofnunin segir vera að kæfa sig er um 300 umsóknir um alþjóðlega vernd.“ Þá er það jafnframt vegna þess að stofnunin hafi haft frumkvæði að því að láta rannsaka mál á borð við grun um málamyndahjónabönd, sem sé ekki hlutverk stofnunarinnar. Stofnunin sé með öllu óþörf og að hún virðist hafa það hlutverk að halda fólki frá landinu. „Við viljum að í stað stofnunar sem enn virðist föst í hugmyndinni um sjálfa sig sem “Útlendingaeftirlitið” verði stofnunin alfarið lögð niður og verkefni hennar færð annað. Það myndi spara fjármagn í yfirstjórn sem í staðinn mætti nota til að bæta gagnsæi og auka þjónustu. Þetta mun vonandi leiða til þess að fólk þurfi ekki að bíða mánuðum eða árum saman eftir svari, fái ekki lengur misvísandi og ruglingsleg svör og þar sem svör eru veitt á tungumálum sem skjólstæðingarnir skilja,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Flóttamenn Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Meðlimir samtakanna No Borders Iceland mótmæltu fyrir utan Útlendingastofnun í hádeginu í dag. Þeir krefjast þess að notkun Dyflinnarreglugerðarinnar verði hætt og segja ótækt að senda fólk aftur til Evrópu þar sem fjöldi hælisleitenda sé orðinn það mikill að ekki sé hægt að veita þeim viðunandi þjónustu. Hér á landi séu hælisleitendur hlutfallslega mun færri en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þá segja samtökin það skjóta skökku við að ríkisstjórn Íslands gefi út yfirlýsingar þess efnis að hún ætli að standa sit vel í flóttamannamálum á sama tíma og Útlendingastofnun haldi áfram að senda flóttamenn til Evrópu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Þrátt fyrir yfirlýsingar innanríkisráðherra um að hætta eigi að senda fólk til Grikklands og Ítalíu hefur stofnunin ekki hætt því,“ segir á vef samtakanna.vísir/anton brinkVilja að Útlendingastofnun verði lögð niður Þá vilja samtökin að Útlendingastofnun verði lögð niður. Ástæður þess eru á vefnum sagðar nokkrar; stofnunin sé óskilvirk og kvarti í sífellu undan málafjölda og skorti á fjármagni. Þrátt fyrir það hafi hún fengið 200 milljón króna aukafjárveitingu á síðasta ári. „Málafjöldinn sem stofnunin segir vera að kæfa sig er um 300 umsóknir um alþjóðlega vernd.“ Þá er það jafnframt vegna þess að stofnunin hafi haft frumkvæði að því að láta rannsaka mál á borð við grun um málamyndahjónabönd, sem sé ekki hlutverk stofnunarinnar. Stofnunin sé með öllu óþörf og að hún virðist hafa það hlutverk að halda fólki frá landinu. „Við viljum að í stað stofnunar sem enn virðist föst í hugmyndinni um sjálfa sig sem “Útlendingaeftirlitið” verði stofnunin alfarið lögð niður og verkefni hennar færð annað. Það myndi spara fjármagn í yfirstjórn sem í staðinn mætti nota til að bæta gagnsæi og auka þjónustu. Þetta mun vonandi leiða til þess að fólk þurfi ekki að bíða mánuðum eða árum saman eftir svari, fái ekki lengur misvísandi og ruglingsleg svör og þar sem svör eru veitt á tungumálum sem skjólstæðingarnir skilja,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.
Flóttamenn Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira