Hvítar lygar Frosti Logason skrifar 3. desember 2015 07:00 Hvers vegna grípur fólk til hvítra lyga? Fyrir því eru auðvitað margvíslegar ástæður. Ég á einn félaga sem virðist hreinlega ekki geta sagt satt. Það er bara eitthvað sem heimilar honum það ekki. Þegar hann er á leiðinni í heimsókn segist hann ætla að mæta eftir hálftíma en kemur eftir tvo. Ef þú hringir í hann og spyrð hvar hann sé þá segist hann alltaf vera nær en hann er í raun. „Ég er bara hérna hjá Kringlunni, það eru fimm mínútur í mig,“ segir hann hjá álverinu í Straumsvík og verður aldrei kominn fyrr en eftir 20 mínútur í fyrsta lagi. Hugsanlega telur hann sig vera að gera fólki til geðs með því að segja alltaf eitthvað sem hann heldur að fólk vilji heyra fremur en það sem er satt og rétt. En niðurstaða þessara æfinga verður aldrei til þess að auka traust milli vina, síður en svo. Þessi árátta félagans gerir engum gott og allra síst honum sjálfum. Hann er til að mynda að verða nauðasköllóttur fyrir aldur fram sem ég tel að megi rekja beint til þess stanslausa kvíða sem fylgir því að þurfa stöðugt að segja ósatt. Heiðarlegt fólk sem hefur að leiðarljósi í sínu lífi að segja alltaf satt og rétt frá er því miður ekki á hverju strái. Slíkar manneskjur eru eins og vin í eyðimörk. Þú veist að það segir það sem það meinar og meinar það sem það segir. Það segir ekki eitt fyrir framan þig og annað í baktali. Það segir þér heiðarlega frá þegar það telur þig vera að breyta rangt og hrós frá slíkum manneskjum verður aldrei misskilið sem falskur sleikjuskapur. Þó að öll gerumst við einhvern tíma sek um hvítar lygar borgar sig alltaf frekar að sleppa þeim. Eigðu góðan dag á morgun með því að segja sannleikann í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Hvers vegna grípur fólk til hvítra lyga? Fyrir því eru auðvitað margvíslegar ástæður. Ég á einn félaga sem virðist hreinlega ekki geta sagt satt. Það er bara eitthvað sem heimilar honum það ekki. Þegar hann er á leiðinni í heimsókn segist hann ætla að mæta eftir hálftíma en kemur eftir tvo. Ef þú hringir í hann og spyrð hvar hann sé þá segist hann alltaf vera nær en hann er í raun. „Ég er bara hérna hjá Kringlunni, það eru fimm mínútur í mig,“ segir hann hjá álverinu í Straumsvík og verður aldrei kominn fyrr en eftir 20 mínútur í fyrsta lagi. Hugsanlega telur hann sig vera að gera fólki til geðs með því að segja alltaf eitthvað sem hann heldur að fólk vilji heyra fremur en það sem er satt og rétt. En niðurstaða þessara æfinga verður aldrei til þess að auka traust milli vina, síður en svo. Þessi árátta félagans gerir engum gott og allra síst honum sjálfum. Hann er til að mynda að verða nauðasköllóttur fyrir aldur fram sem ég tel að megi rekja beint til þess stanslausa kvíða sem fylgir því að þurfa stöðugt að segja ósatt. Heiðarlegt fólk sem hefur að leiðarljósi í sínu lífi að segja alltaf satt og rétt frá er því miður ekki á hverju strái. Slíkar manneskjur eru eins og vin í eyðimörk. Þú veist að það segir það sem það meinar og meinar það sem það segir. Það segir ekki eitt fyrir framan þig og annað í baktali. Það segir þér heiðarlega frá þegar það telur þig vera að breyta rangt og hrós frá slíkum manneskjum verður aldrei misskilið sem falskur sleikjuskapur. Þó að öll gerumst við einhvern tíma sek um hvítar lygar borgar sig alltaf frekar að sleppa þeim. Eigðu góðan dag á morgun með því að segja sannleikann í dag.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun