Goddur segir #nakinníkassa segja ýmislegt um ungt fólk: Höfðu engan áhuga á að sjá hann með berum augum Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2015 22:13 Goddur fór og fylgdist Almari í glerkassanum í gær en segir unga fólkið sem sat nærri kassanum hafa vakið hjá sér meiri athygli en Almar sjálfur. Vísir/Anton/YouTube Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við hönnunar og arkítektúrdeild Listaháskóla Íslands, segir gjörning Almars Atlasonar segja ýmislegt um ungt fólk. Almar ætlar að dvelja nakinn í glerkassa í heila viku og er hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á netinu á meðan. Þúsundir hafa fylgst með honum og hafa myndast líflegar umræður á Twitter um gjörninginn. Guðmundur Oddur, betur þekktur sem Goddur, fór og fylgdist með Almari í gær og segir skemmtilegt til þess að vita að kassinn sem Almar dvelur í var lengi á Hlemmi á vegum listamannsins Erlings Klingenberg. „Ég hef bara bráð gaman af þessu,“ segir Goddur en Almar hefur sett sér það markmið að tala ekkert á meðan gjörningnum stendur. Hann fór inn í glerkassann allslaus en margir hafa fært honum muni og mat frá því gjörningurinn hófst klukkan níu í gærmorgun. Goddur segist þó hafa veitt rýminu sem er við hliðina á kassanum nokkra athygli. Um er að ræða einskonar kaffistofu en þar sátu um tuttugu til þrjátíu nemendur sem fylgdust með Almari, en þó ekki með berum augum heldur í gegnum netið. „Þau höfðu engan áhuga á að horfa á hann „live“ heldur snerist þetta allt saman um að horfa á hann á netinu. Það var þetta sem mér þótti svo athyglisvert,“ segir Goddur. Hann segir nemendurna einungis hafa rætt hvernig þeir ættu að pönkast í Almari. „Ætluðu að setja klámblöð í boxið til hans og vita hvað gerðist og voru bara að fylgjast með „kommentum“ og Twitter og því sem var í gangi á netinu um þetta. Það segir okkur svolítið mikið um ungt fólk, hvernig þetta „stönt“ er gert fyrir netið.“ Hann segir í sjálfu sér ekkert stórkostlegt við þennan gjörning. „Þetta er ákveðinn ungæðisháttur, svona „attitude“ og prufa, vita hvað gerist. Það er út af fyrir sig athyglisvert og ég hef bara bráð gaman af þessu ef eitthvað er,“ segir Goddur en nefnir að tíminn muni svo leiða í ljós hvort þessi gjörningur sé eitthvað sem skipti máli.#nakinnikassa Tweets Menning Tengdar fréttir Kallinn í kassanum sagður vera sóði Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum en gríðarleg umræða hefur skapast um þennan gjörning á Twitter. 1. desember 2015 14:31 Gísli Marteinn stefnir að því að flytja nakta nemann í sjónvarpssal Sjónvarpsmaðurinn ræddi við Almar og vonast til að hann verði í settinu í þætti sínum næstkomandi föstudagskvöld. 1. desember 2015 19:41 Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við hönnunar og arkítektúrdeild Listaháskóla Íslands, segir gjörning Almars Atlasonar segja ýmislegt um ungt fólk. Almar ætlar að dvelja nakinn í glerkassa í heila viku og er hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á netinu á meðan. Þúsundir hafa fylgst með honum og hafa myndast líflegar umræður á Twitter um gjörninginn. Guðmundur Oddur, betur þekktur sem Goddur, fór og fylgdist með Almari í gær og segir skemmtilegt til þess að vita að kassinn sem Almar dvelur í var lengi á Hlemmi á vegum listamannsins Erlings Klingenberg. „Ég hef bara bráð gaman af þessu,“ segir Goddur en Almar hefur sett sér það markmið að tala ekkert á meðan gjörningnum stendur. Hann fór inn í glerkassann allslaus en margir hafa fært honum muni og mat frá því gjörningurinn hófst klukkan níu í gærmorgun. Goddur segist þó hafa veitt rýminu sem er við hliðina á kassanum nokkra athygli. Um er að ræða einskonar kaffistofu en þar sátu um tuttugu til þrjátíu nemendur sem fylgdust með Almari, en þó ekki með berum augum heldur í gegnum netið. „Þau höfðu engan áhuga á að horfa á hann „live“ heldur snerist þetta allt saman um að horfa á hann á netinu. Það var þetta sem mér þótti svo athyglisvert,“ segir Goddur. Hann segir nemendurna einungis hafa rætt hvernig þeir ættu að pönkast í Almari. „Ætluðu að setja klámblöð í boxið til hans og vita hvað gerðist og voru bara að fylgjast með „kommentum“ og Twitter og því sem var í gangi á netinu um þetta. Það segir okkur svolítið mikið um ungt fólk, hvernig þetta „stönt“ er gert fyrir netið.“ Hann segir í sjálfu sér ekkert stórkostlegt við þennan gjörning. „Þetta er ákveðinn ungæðisháttur, svona „attitude“ og prufa, vita hvað gerist. Það er út af fyrir sig athyglisvert og ég hef bara bráð gaman af þessu ef eitthvað er,“ segir Goddur en nefnir að tíminn muni svo leiða í ljós hvort þessi gjörningur sé eitthvað sem skipti máli.#nakinnikassa Tweets
Menning Tengdar fréttir Kallinn í kassanum sagður vera sóði Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum en gríðarleg umræða hefur skapast um þennan gjörning á Twitter. 1. desember 2015 14:31 Gísli Marteinn stefnir að því að flytja nakta nemann í sjónvarpssal Sjónvarpsmaðurinn ræddi við Almar og vonast til að hann verði í settinu í þætti sínum næstkomandi föstudagskvöld. 1. desember 2015 19:41 Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kallinn í kassanum sagður vera sóði Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í Listaháskólanum en gríðarleg umræða hefur skapast um þennan gjörning á Twitter. 1. desember 2015 14:31
Gísli Marteinn stefnir að því að flytja nakta nemann í sjónvarpssal Sjónvarpsmaðurinn ræddi við Almar og vonast til að hann verði í settinu í þætti sínum næstkomandi föstudagskvöld. 1. desember 2015 19:41
Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39