Treyja Hólmfríðar seldist á 1,8 milljónir: Ég táraðist Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2015 18:55 Kolfinna Rán og Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/Facebook 1.778.000 krónur söfnuðust í uppboði á treyju landsliðskonunnar Hólmfríðar Magnúsdóttur til styrktar Kolfinnu Ránar, þriggja ára stúlku sem greindist með krabbamein í sumar. Í haust lék Hólmfríður sinn 100. landsleik og ákvað hún eftir það að bjóða treyjuna til sölu til að styðja við Kolfinnu Rán og fjölskyldu hennar en foreldrar hennar eru fyrrum liðsfélagar Hólmfríðar úr KR, þær Olga Færseth og Pálína Guðrún Bragadóttir.Sjá einnig: Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: „Ofboðslegt kjaftshögg“ Fyrir nokkru síðan stofnaði hópur fólks sem þekkir vel til Olgu og Pálínu viðburð á Facebook þar sem framlögum var safnað til að geta lagt fram eitt stórt boð í treyjuna. Markmiðið var að safna einni milljón króna.Olga með Kolfinnu Rán, dóttur sinni.Myndir/Olga FærsethTvö þúsund manns í hópnum „Máttur Facebook er ótrúlegur,“ sagði Guðlaug Jónsdóttir, einn stofendna hópsins og fyrrum liðsfélagi Olgu og Pálínu hjá KR, í samtali við Vísi. Hún segir að haft hafi verið samband við alla þá sem tengdust þeim og að lokum hafi um tvö þúsund manns verið í hópnum. „Það lögðu allir sitt af mörkum - allt frá 250 krónum upp í 100 þúsund krónur. Fólk tók svo við sér undanfarna átta daga og talan rauk upp,“ segir hún en á lokasprettunum sameinuðust tvær aðrar safnanir við þessa. „Það komu tvö stór framlög inn á lokasprettinum. Annars vegar frá vinnufélögum Pálínu og svo í gegnum Fríðu í Noregi.“Sjá einnig: Olga hleypur fyrir krbbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Hólmfríður frétti fyrst af söfnun Guðlaugar og félaga á föstudaginn og þá fór allt á fullt. „Þetta var mjög fljótt að smita út frá sér og svo endaði þetta í þessari ótrúlegu tölu. Ég á eiginlega ekki til orð og táraðist við að sjá niðurstöðuna. Ég bjóst ekki við þessu en er svo þakklát,“ segir Hólmfríður sem var einmitt stödd uppi á sjúkrahúsi þar sem Kolfinna Rán er í meðferð.Olga og Pálína með börnin sín þrjú.Mynd/Olga FærsethGott að geta endurgoldið þeim „Hún er að ganga í gegnum erfiða tíma núna og er nú í sinni næstsíðustu lyfjagjöf. En hennar bíður svo ströng geislameðferð eftir áramót en hún er samt svo ótrúlega dugleg,“ segir Hólmfríður um Kolfinnu Rán. „Það er frábært að geta hjálpað til. Þær Olga og Pálína hafa verið til staðar fyrir mig í gegnum tíðina og það er gaman að geta endurgoldið þeim. Þetta er það besta sem ég hef gert um ævina.“ Guðlaug tekur í svipaðan streng og segir að Hólmfríður megi vera stolt. „Við erum það líka. Þetta er alveg frábært.““Lokaboð í treyjuna er 1.778.000.-. Boðið kemur frá: 160 einstaklingum og félagasamtökum; samferðafólki Olgu og Pálu,...Posted by Holmfridur Magnusdottir on Tuesday, December 1, 2015 Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Sjá meira
1.778.000 krónur söfnuðust í uppboði á treyju landsliðskonunnar Hólmfríðar Magnúsdóttur til styrktar Kolfinnu Ránar, þriggja ára stúlku sem greindist með krabbamein í sumar. Í haust lék Hólmfríður sinn 100. landsleik og ákvað hún eftir það að bjóða treyjuna til sölu til að styðja við Kolfinnu Rán og fjölskyldu hennar en foreldrar hennar eru fyrrum liðsfélagar Hólmfríðar úr KR, þær Olga Færseth og Pálína Guðrún Bragadóttir.Sjá einnig: Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: „Ofboðslegt kjaftshögg“ Fyrir nokkru síðan stofnaði hópur fólks sem þekkir vel til Olgu og Pálínu viðburð á Facebook þar sem framlögum var safnað til að geta lagt fram eitt stórt boð í treyjuna. Markmiðið var að safna einni milljón króna.Olga með Kolfinnu Rán, dóttur sinni.Myndir/Olga FærsethTvö þúsund manns í hópnum „Máttur Facebook er ótrúlegur,“ sagði Guðlaug Jónsdóttir, einn stofendna hópsins og fyrrum liðsfélagi Olgu og Pálínu hjá KR, í samtali við Vísi. Hún segir að haft hafi verið samband við alla þá sem tengdust þeim og að lokum hafi um tvö þúsund manns verið í hópnum. „Það lögðu allir sitt af mörkum - allt frá 250 krónum upp í 100 þúsund krónur. Fólk tók svo við sér undanfarna átta daga og talan rauk upp,“ segir hún en á lokasprettunum sameinuðust tvær aðrar safnanir við þessa. „Það komu tvö stór framlög inn á lokasprettinum. Annars vegar frá vinnufélögum Pálínu og svo í gegnum Fríðu í Noregi.“Sjá einnig: Olga hleypur fyrir krbbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Hólmfríður frétti fyrst af söfnun Guðlaugar og félaga á föstudaginn og þá fór allt á fullt. „Þetta var mjög fljótt að smita út frá sér og svo endaði þetta í þessari ótrúlegu tölu. Ég á eiginlega ekki til orð og táraðist við að sjá niðurstöðuna. Ég bjóst ekki við þessu en er svo þakklát,“ segir Hólmfríður sem var einmitt stödd uppi á sjúkrahúsi þar sem Kolfinna Rán er í meðferð.Olga og Pálína með börnin sín þrjú.Mynd/Olga FærsethGott að geta endurgoldið þeim „Hún er að ganga í gegnum erfiða tíma núna og er nú í sinni næstsíðustu lyfjagjöf. En hennar bíður svo ströng geislameðferð eftir áramót en hún er samt svo ótrúlega dugleg,“ segir Hólmfríður um Kolfinnu Rán. „Það er frábært að geta hjálpað til. Þær Olga og Pálína hafa verið til staðar fyrir mig í gegnum tíðina og það er gaman að geta endurgoldið þeim. Þetta er það besta sem ég hef gert um ævina.“ Guðlaug tekur í svipaðan streng og segir að Hólmfríður megi vera stolt. „Við erum það líka. Þetta er alveg frábært.““Lokaboð í treyjuna er 1.778.000.-. Boðið kemur frá: 160 einstaklingum og félagasamtökum; samferðafólki Olgu og Pálu,...Posted by Holmfridur Magnusdottir on Tuesday, December 1, 2015
Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Sjá meira