Dýrasta lúxusrúta landsins Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2015 15:50 Hallandi gólfið í lúxusrútunni gefur öllum farþegum möguleika á að sjá út um framrúðuna. Dýrasta lúxusrúta sem Íslendingar hafa eignast er í notkun hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Gray Line. Rútan er af gerðinni Volvo 9900 VIP og er að mörgu leyti sambærileg við lúxusfarrými um borð í flugvélum, með 48 sæti í stað 60, til að gott pláss sé fyrir alla farþega. Verðmiði rútunnar er 60 milljónir króna. Þetta er flaggskipið frá Volvo Bus í rútum. Gólfið er hallandi (theater floor) til að auka upplifun farþega af að sjá betur út um framrúðuna á meðan á lungamjúkum akstri á loftpúðafjörðun stendur. Rútan er hlaðin aukabúnaði, þar á meðal ísskápum, kaffiaðstöðu, sjónvarpsskjám, salerni, tvöföldu lituðu gleri, myndavélum fyrir bílstjóra o.fl.Mikill lúxus fyrir farþega Farþegasætin eru einstaklega vel útbúin og þægileg. Þau eru fjölstillanleg, með armpúðum á milli sæta, hallanleg með fótskemlum og fóthvílum auk þess sem hægt er að auka hliðarbil á milli sæta. Við hvert sætapar eru 230 volta tenglar til að hlaða raftæki. Stjórnborð fyrir ofan farþega tryggir þeim ferskt loft og lestrarljós eftir óskum. Að sjálfsögðu er loftkæling og fyrir íslenskar aðstæður er tímastillir á hitun, þannig að rútan er alltaf heit að innan áður en fyrstu farþegar dagsins stíga inn í hana. Bíllinn lækkar sig hurðamegin til að auðvelda inngöngu. Lokaðar „overhead“ farangursgeymslur eru við sætin, líkt og í flugvélum. Í bílnum er 460 hestafla dísilvél og hann er þriggja hásinga.Sætabilið í lúxusrútunni er meira en almennt gerist.Veglegri gerast þær ekki og plássið fyrir hvern farþega yfrið. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
Dýrasta lúxusrúta sem Íslendingar hafa eignast er í notkun hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Gray Line. Rútan er af gerðinni Volvo 9900 VIP og er að mörgu leyti sambærileg við lúxusfarrými um borð í flugvélum, með 48 sæti í stað 60, til að gott pláss sé fyrir alla farþega. Verðmiði rútunnar er 60 milljónir króna. Þetta er flaggskipið frá Volvo Bus í rútum. Gólfið er hallandi (theater floor) til að auka upplifun farþega af að sjá betur út um framrúðuna á meðan á lungamjúkum akstri á loftpúðafjörðun stendur. Rútan er hlaðin aukabúnaði, þar á meðal ísskápum, kaffiaðstöðu, sjónvarpsskjám, salerni, tvöföldu lituðu gleri, myndavélum fyrir bílstjóra o.fl.Mikill lúxus fyrir farþega Farþegasætin eru einstaklega vel útbúin og þægileg. Þau eru fjölstillanleg, með armpúðum á milli sæta, hallanleg með fótskemlum og fóthvílum auk þess sem hægt er að auka hliðarbil á milli sæta. Við hvert sætapar eru 230 volta tenglar til að hlaða raftæki. Stjórnborð fyrir ofan farþega tryggir þeim ferskt loft og lestrarljós eftir óskum. Að sjálfsögðu er loftkæling og fyrir íslenskar aðstæður er tímastillir á hitun, þannig að rútan er alltaf heit að innan áður en fyrstu farþegar dagsins stíga inn í hana. Bíllinn lækkar sig hurðamegin til að auðvelda inngöngu. Lokaðar „overhead“ farangursgeymslur eru við sætin, líkt og í flugvélum. Í bílnum er 460 hestafla dísilvél og hann er þriggja hásinga.Sætabilið í lúxusrútunni er meira en almennt gerist.Veglegri gerast þær ekki og plássið fyrir hvern farþega yfrið.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent