Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Elín Albertsdóttir skrifar 1. desember 2015 15:30 Guðrún Hrund segist njóta aðventunnar með kertaljósum og kósíheitum. MYND/ANTON BRINK Guðrún Hrund Sigurðardóttir starfaði lengi sem ritstjóri Gestgjafans. Matargerð er mikið áhugamál og hún segist finna kyrrð og ró í eldhúsinu, nokkurs konar slökun og hugleiðslu. Hér eru flottir og girnilegir smáréttir úr eldhúsi Guðrúnar. Þótt Guðrún sé mikið jólabarn segist hún hafa minnkað bakstur á undanförnum árum. „Ég geri frekar konfekt og sörur. Mér finnst líka gaman að gera chutney, búa til jólalíkjör og kveikja á mörgum kertum. Ég vil frekar hafa færri skreytingar en fleiri. Mér finnst aðventan æðisleg og vil njóta hennar.“ Guðrún gefur hér uppskriftir að einföldum en góðum smárétti og fallegum og ljúffengum eftirrétti. „Ég hef mjög gaman af smáréttum, litlum bitum, sem hægt er að bera fram með fordrykk. Þessi réttur getur verið þannig eða sem forréttur. Ég gerði alltaf fínlega kjúklingalifrarkæfu en þetta er meira grófsaxað og svo setja pekanhneturnar punktinn yfir i-ið. Þetta er mjög góður og jólalegur réttur,“ segir hún. Guðrún leggur brauðið fallega á trébretti sem hún er sjálf að selja hjá versluninni Meiði. Guðrún gefur síðan uppskrift að skemmtilegum eftirrétti sem er lítil marengskaka. „Þetta eru kökur sem eru fallegar á diskinum. Ein kaka á mann og stundum set ég nokkra dropa af balsamediki yfir. Lemon curd er ótrúlega frísklegt og dregur úr sætunni í marengsinum,“ útskýrir hún. „Það er auðvelt að kaupa lemon curd tilbúið í stórverslunum en einnig er skemmtilegt að gera það sjálfur.“ Guðrún segist vera fastheldin þegar kemur að jólamatnum. „Ég er alltaf með rjúpu og önd. Síðan hefur maður góðar sósur með og meðlæti,“ segir hún. Æðislegur smáréttur. Kjúklingalifur á ristuðu brauði með chili- og rósmarínkrydduðum pekanhnetum.MYND/ANTON BRINKKjúklingalifur á ristuðu brauði með chili- og rósmarínkrydduðum pekanhnetumÞetta er einfaldur réttur úr kjúklingalifur sem er bæði hægt að bera fram sem forrétt eða smárétt með fordrykknum.2 msk. smjör200 g kjúklingalifur, söxuð í fremur smáa bita3 msk. söxuð steinselja1 askja sveppir, saxaðir fremur smátt1 msk. hveiti1-2 dl kjúklingasoð½ sítróna, safi1 msk. Marsala (má sleppa)3 msk. parmesanostur, rifinnsaltpiparristaðar brauðsneiðar, skorpulausar og hver sneið skorin í 4 bita. Hitið smjörið á pönnu og steikið lifrina í nokkrar mín. eða þar til hún hefur brúnast á öllum hliðum. Bætið þá steinselju og sveppum út í og steikið áfram. Sáldrið hveiti yfir og blandið vel saman. Bætið því næst kjúklingasoði saman við, saltið og piprið eftir smekk og látið malla í u.þ.b. 10 mín. Takið þá af hitanum og bætið parmesanosti, sítrónusafa og Marsalavíni út í. Blandið vel saman. Skiptið á milli ristuðu brauðsneiðanna og dreifið söxuðu pekanhnetunum yfir. (Ef þið viljið hafa blönduna fínni, meira eins og kæfu, þá er hægt að setja hana í matvinnsluvél eða mauka með töfrasprota).Glæsilegur eftirréttur. Marengskaka með lemon curd.Pekanhnetur með rósmarín og chili100 g pekanhnetur1-2 msk. olía1 msk. ferskt rósmarín, saxaðchili-flögur, eftir smekkMaldonsalt Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman í skál hnetum og olíu. Bætið þá kryddi saman við og blandið vel saman. Klæðið ofnskúffu með bökunarpappír og dreifið hnetunum þar á. Bakið í u.þ.b. 10-15 mín. eða þar til hneturnar eru farnar að ristast og dökkna örlítið. Takið þá úr ofninum og kælið.Sítrónumarengs með lemon curd,mascarpone og hindberjum3 eggjahvítur100-150 g sykur½ tsk. balsamedikrifinn börkur af 1 sítrónu Hitið ofninn í 120°C. Setjið eggjahvítur og sykur í skál og stífþeytið. Bætið balsamediki og sítrónuberki út í og blandið varlega saman. Setjið í sprautupoka og sprautið litla hringi (u.þ.b. 5 cm í þvermál) á bökunarplötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Bakið í 1½-2 klst.Falleg aðventuskreyting. Bakkarnir og jólatrén eru frá Meiði og kertaskrautið frá Søstrene Grene.Lemon curd3 egg100 g sykur2 sítrónur, safi og rifinn börkur50 g smjör Þeytið saman egg, sykur og sítrónusafa yfir vatnsbaði. Hrærið í allan tímann þar til blandan hefur þykknað. Takið þá af hitanum og bætið smjörinu út í í bitum. Hrærið vel saman þar til smjörið hefur bráðnað alveg saman við. Bætið þá sítrónuberki út í. Hellið í hreinar krukkur og látið kólna. Geymist í allt að 2 vikur í kæli.Ofan á:1 dós mascarpone-ostur eða rjómaostur1 dl flórsykur Blandið vel saman í skál.hindber eða jarðarbermintabalsamedik, má sleppa Setjið til skiptis lemon curd og ostablöndu ofan á hverja köku. Það fer allt eftir smekk hversu mikið þið viljið hafa af hverju. Skreytið með hindberjum og mintu og dreypið örlitlu balsamediki yfir ef vill. Jól Jólafréttir Jólamatur Matur Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Rafræn jólakort Jólin Á sjúkrahúsi um jólin Jól Kertasníkir í uppáhaldi Jól Lögreglufylgd fyrir jólasveininn Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Íhaldssöm um jólin Jól
Guðrún Hrund Sigurðardóttir starfaði lengi sem ritstjóri Gestgjafans. Matargerð er mikið áhugamál og hún segist finna kyrrð og ró í eldhúsinu, nokkurs konar slökun og hugleiðslu. Hér eru flottir og girnilegir smáréttir úr eldhúsi Guðrúnar. Þótt Guðrún sé mikið jólabarn segist hún hafa minnkað bakstur á undanförnum árum. „Ég geri frekar konfekt og sörur. Mér finnst líka gaman að gera chutney, búa til jólalíkjör og kveikja á mörgum kertum. Ég vil frekar hafa færri skreytingar en fleiri. Mér finnst aðventan æðisleg og vil njóta hennar.“ Guðrún gefur hér uppskriftir að einföldum en góðum smárétti og fallegum og ljúffengum eftirrétti. „Ég hef mjög gaman af smáréttum, litlum bitum, sem hægt er að bera fram með fordrykk. Þessi réttur getur verið þannig eða sem forréttur. Ég gerði alltaf fínlega kjúklingalifrarkæfu en þetta er meira grófsaxað og svo setja pekanhneturnar punktinn yfir i-ið. Þetta er mjög góður og jólalegur réttur,“ segir hún. Guðrún leggur brauðið fallega á trébretti sem hún er sjálf að selja hjá versluninni Meiði. Guðrún gefur síðan uppskrift að skemmtilegum eftirrétti sem er lítil marengskaka. „Þetta eru kökur sem eru fallegar á diskinum. Ein kaka á mann og stundum set ég nokkra dropa af balsamediki yfir. Lemon curd er ótrúlega frísklegt og dregur úr sætunni í marengsinum,“ útskýrir hún. „Það er auðvelt að kaupa lemon curd tilbúið í stórverslunum en einnig er skemmtilegt að gera það sjálfur.“ Guðrún segist vera fastheldin þegar kemur að jólamatnum. „Ég er alltaf með rjúpu og önd. Síðan hefur maður góðar sósur með og meðlæti,“ segir hún. Æðislegur smáréttur. Kjúklingalifur á ristuðu brauði með chili- og rósmarínkrydduðum pekanhnetum.MYND/ANTON BRINKKjúklingalifur á ristuðu brauði með chili- og rósmarínkrydduðum pekanhnetumÞetta er einfaldur réttur úr kjúklingalifur sem er bæði hægt að bera fram sem forrétt eða smárétt með fordrykknum.2 msk. smjör200 g kjúklingalifur, söxuð í fremur smáa bita3 msk. söxuð steinselja1 askja sveppir, saxaðir fremur smátt1 msk. hveiti1-2 dl kjúklingasoð½ sítróna, safi1 msk. Marsala (má sleppa)3 msk. parmesanostur, rifinnsaltpiparristaðar brauðsneiðar, skorpulausar og hver sneið skorin í 4 bita. Hitið smjörið á pönnu og steikið lifrina í nokkrar mín. eða þar til hún hefur brúnast á öllum hliðum. Bætið þá steinselju og sveppum út í og steikið áfram. Sáldrið hveiti yfir og blandið vel saman. Bætið því næst kjúklingasoði saman við, saltið og piprið eftir smekk og látið malla í u.þ.b. 10 mín. Takið þá af hitanum og bætið parmesanosti, sítrónusafa og Marsalavíni út í. Blandið vel saman. Skiptið á milli ristuðu brauðsneiðanna og dreifið söxuðu pekanhnetunum yfir. (Ef þið viljið hafa blönduna fínni, meira eins og kæfu, þá er hægt að setja hana í matvinnsluvél eða mauka með töfrasprota).Glæsilegur eftirréttur. Marengskaka með lemon curd.Pekanhnetur með rósmarín og chili100 g pekanhnetur1-2 msk. olía1 msk. ferskt rósmarín, saxaðchili-flögur, eftir smekkMaldonsalt Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman í skál hnetum og olíu. Bætið þá kryddi saman við og blandið vel saman. Klæðið ofnskúffu með bökunarpappír og dreifið hnetunum þar á. Bakið í u.þ.b. 10-15 mín. eða þar til hneturnar eru farnar að ristast og dökkna örlítið. Takið þá úr ofninum og kælið.Sítrónumarengs með lemon curd,mascarpone og hindberjum3 eggjahvítur100-150 g sykur½ tsk. balsamedikrifinn börkur af 1 sítrónu Hitið ofninn í 120°C. Setjið eggjahvítur og sykur í skál og stífþeytið. Bætið balsamediki og sítrónuberki út í og blandið varlega saman. Setjið í sprautupoka og sprautið litla hringi (u.þ.b. 5 cm í þvermál) á bökunarplötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Bakið í 1½-2 klst.Falleg aðventuskreyting. Bakkarnir og jólatrén eru frá Meiði og kertaskrautið frá Søstrene Grene.Lemon curd3 egg100 g sykur2 sítrónur, safi og rifinn börkur50 g smjör Þeytið saman egg, sykur og sítrónusafa yfir vatnsbaði. Hrærið í allan tímann þar til blandan hefur þykknað. Takið þá af hitanum og bætið smjörinu út í í bitum. Hrærið vel saman þar til smjörið hefur bráðnað alveg saman við. Bætið þá sítrónuberki út í. Hellið í hreinar krukkur og látið kólna. Geymist í allt að 2 vikur í kæli.Ofan á:1 dós mascarpone-ostur eða rjómaostur1 dl flórsykur Blandið vel saman í skál.hindber eða jarðarbermintabalsamedik, má sleppa Setjið til skiptis lemon curd og ostablöndu ofan á hverja köku. Það fer allt eftir smekk hversu mikið þið viljið hafa af hverju. Skreytið með hindberjum og mintu og dreypið örlitlu balsamediki yfir ef vill.
Jól Jólafréttir Jólamatur Matur Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Rafræn jólakort Jólin Á sjúkrahúsi um jólin Jól Kertasníkir í uppáhaldi Jól Lögreglufylgd fyrir jólasveininn Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Íhaldssöm um jólin Jól